Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 16
32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FJAÐRAFOK Kvöld nokkurt átti Mark Twain að halda fyrirlestur í Washiugton. Þegar tími var koiu inn til að fyrirlesturinn byrjaði, kom hár, grannur maður fram á ræðupallinn, klæddur veislufötum. Hann ávarpaði mannfjöldann eft- irfarandi orðum: „Herrar mínir og frúr, mjer er það sönn ánægja að bjóða þenna fríða áheyrenda- hóp velkominn á þenna merkilega fund. Washingtonbúar hafa lagt hart að sjer til að fá hingað þenna stórmerka heiðursmann, sem hjer talar í kvöld. Jeg skal segja ykk- ur frá því hve erfitt var að tryggja okkur nærveru hans. Það var ekki nóg að við yrðum að reikna með hinni miklu þóknun, sem hann heimtaði fyrir fyrirlest- urinn, heldur urðum við að lofa að greiða ferðalag hans fram og aftur frá New York. Láta honum í tje vagn til og frá járnbrautar- stöðinni og greiða gistihúsreikn- ing hans. Þetta er orðin töluvert há upphæð, get jeg sagt ykkur. En við vorum ákveðnir að fá það besta, sem hægt var að fá fyrir ptninga. Og nú, herrar mínir og frúr, leyfi jeg mjer að kynna fyrir ykkur Samuel L. Clemens, öðru nafni Mark Twain“. Ræðumaður stóð kyr á sama stað. Enginn annar stóð á fætur. Að lokum varð áheyrendum ljóst, að sá sem hafði talað, var enginn annar en Mark Twain. ★ í Vesturríkjum Bandaríkjanna rná víða sjá einkennilegar áletr- anir á legsteina í kirkjugörðum. Hjer eru fáein dæmi: 1 Cripple Creek, Colorado, er þessi: „Hann kallaði Bill Smith lyg- ara“. í Dodge City, Kansas, eru m. a. þessar tvær: „Spilaði með fimm ásum. Spilar nú á englahörpu“. „Jake, með skammbyssuna á lofti, sem bauð sig fram í sýslumanns- embætti.ð 1872. Strauk frá sýslu- mwminum 187fi. Grafinn 1876. Tónskáldið Rossini komst ein- hverju sinni í kynni við söngkonu með contraaltorödd, sem aðeins gat sungið eina nótu vel, en það var B-flat. Tónskáldið var þó ekki af baki dottinn, heldur bjó til aríu, þar sem þessari söngkonu var ekki ætlað neitt annað hlut- verk en að syng'a B-flat, en hljómsveitin ljek undir lagið sjálft. ★ Auglýsing í blómaverslun í New York: Viðskiftavinir eru vinsam- legast beðnir um að segja ekki með hverri pöntun „Fallegt, fal- legt, fallegt". Þjer bakið sjálfum yður áhyggjur og það fær á af- greiðslufólkið að heyra stöðugt „hafið það fallegt". Pöntun yðar mun verða afgreidd eftir bestu getu, án óþarfa áminninga. ★ ÞAÐ er sagt, að í fyrsta hand- riti Buffalo Bills, en hann var frægur amerískur reyfarasagna- höfundur, hafi hvorki verið punkt ar nje upphafsstafir. „Lífið er of stutt', sagði Bill með talsverð- um þjósti, „til þess að maður faiú að búa til stóra stafi, þar sem litlir stafir nægja. ★ Spanski listmálarinn Velasques var ekki einn af þeim sem trúa því, að best »je að vera með nefið ofan í þvi sem menn eru að starfa. Sköftin á penslum listamannsins voru um tveir metrar á lengd. ★ veir lærðir menn vestur í Ameríku, Dr. L. S. Cottrell og E. W. Burgess prófessor í Chicago, halda því fram, að meiri líkur sjeu til að hjónaband yðar verði hamingjusamt, EF: Tilhugalíf yðar var 4—5 ár. Þjer eruð ekki einkabarn. Þjer voruð giftur í kirkju. Þjer áttuð heima í sveit í uppvextinum. Yður þykir vænt um föður yðar og móður. Konan vann fyrir sjer áður en hún giftist. Þjer skiftið ekki oft um húsnæði. Konan er ári eða meira eldri en eiginmað- urinn. ★ — Hvers vegna hafið þið altaf svona smávaxnar barnfóstrurf — Svo að það verði ekki eins vont fyrir barnið að detta, þegar hún missir það. ★ Dugleysinginn hugsar sig áfram, atorkumaðurinn erfiðar sig áfram. ★ Spænskir málshættir um ást og hjónaband: Ást er sjúkdómur, sem maðurinn sækist eftir. Þar sem sáð er ást, vaxa engir þyrnar. Fyrsta konan er frá guði, önnur frá mönnum, þriðja frá djtjfllnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.