Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 6
38 LESBÖK MORQUNBLAÐSINS Winston Churchill forsætisráðherra við stýrið á flugbátnum Berwick, sem hann flaug í austur yfir Atlantshaf. herrann til klefa síns og vann um stund með ritara sínum. Jeg kom skömmu síðar í klefa hans til að spyrja hvort hann vildi sjá eyj- arnar úr lofti um leið og við nálg- uðumst þær. Hann sagði að sig langaði mikið til þess og settist í sæti aðstoðarflugmannsins, þar sem hann gat sjeð vel. Forsætis- ráðherrann sat þarna ú meðan jeg lenti.vjelinni. Þetta eru sjerrjett- indi, sem farþegum eru ekki veitt, en lendingarskilyrði voru góð, svo jeg gat lent einn. Á meðan staðið var við í Ber- muda voru gerðar þær ráðstafan- ir, sem gera þurfti til undirbún- ings Atlantshafsfluginu. Áhöfnin á flugbátnum stóð aðf öllu leyti vel í stöðu sinni. Þeim var öllum Ijóst, hve mikil ábyrgð hvíldi á okkur og hversu mikill heiður okkur var veittur með því að trúa okkur fyrir þeirri ábyrgð. Það kom ekkert óvenjulegt fyr- ir er við lögðum af stað. Flug- vjelin var á flugi 57 sekúndum eftir að sett hafði verið á fulla ferð. Flugáætlun var gerð og var áætlað -að við myndum verða 17 stundir og 25 mínútur á flugi, frá því við hófum okkur til flugs og þar til við settumst aftur. Hádegisverður var framborinn skömmu eftir að lagt var af stað. Forsætisráðherrann mintist á, að þar. sem hann hefði snætt morg- unverð í klefa sínum, myndi sig langa til að borða hádegisverð með hinum farþegunum. Jeg drakk kaffi með þeim eftir mat- inn. Eftir þetta fór forsætisráð- herrann til klefa síns og sagði mjer síðar, að hann hefði lagt sig til svefns og sofið prýðilega. Sir Charles Portal og Beaver- brook lávarður höfðu mikinn á- huga fyrir stjórntækjum vjelar- innar og útbúnaði öllum, einkum því sem frábrugðið var því, sem gerist á hernaðarflugvjelum. Churchill öfundaði flujímanninn. Síðar um daginn hjelt forsætis- ráðherrann áfram að vinna. Hann hafði svo mikinn áhuga fyrir ferð okkar, að jeg varð hvað eftir ann- að að koma til klefa hans til að skýra frá hvernig ferðin gengi og skýra öll smáatriði. Síðar tók jeg upp á því að senda honum frjetta- pistla af ferðinni á tveggja stunda fresti. í pistlunum voru upplýs- ingar um hvar vjelin var stödd í það og það skiftið, ásamt hraða frá því lagt var af stað, hvað mikið væri eftir af bensíni og annað, sem máli skifti. Um nóttina komu þeir forsætis- ráðherrann og Beaverbrokk lá- varður aftur í stjórnklefann. Við flugum gegnum stjörnubjart liim- inhvolfið og skýjarönd var rjett aðeins sýnileg yst við sjóndeildar- hringinn fyrir neðan okkur. Bæði forsætisráðherrann og Beaver- brook lávarður sögðu að þeir öf- unduðu mig. Við höfðum altaf nægilega olíu til að komast til hvaða staðar sem var í Bretlandi. f dagrenn- ingu birti til og enn, einu sinni kom forsætisráðherrann upp í stjórnklefann til mín til að sjá dag renna. Hann hafði sofið vel alla nóttina. Þegar hann var að kLæða sig hafði hann orð á því við þjóninn, að skórnir hans væru kaldir. Þjónninn bætti úr því og hitaði skó forsætisráðherrans í hitaofni. ★ Allir farþegar höfðu lagst. til svefns um nóttina nema Beaver- brook lávarður, sem sat og las í bók alla nóttina. Skömmu eftir dögun fór forsætisráðherrann n;ð- ur og borðaði morgunverð með hinum farþegunum, en kom síðan aftur til að sjá, er við nálguðumst bresku ströndina. Hann hafði borð að með hinum farþegunum í öll mál og kvöldverðurinn kvöldið áður hafði verið hátíðamatur. Það var köld súpa, rækju-„cocktail“, nýr fiskur með grænmeti, sætur ábætir og kaffi á eftir. Nokkrum stundum fyrir dögun höfðum við fengið veðurfregnir frá ýmsum stöðum á Englandi og um leið og dagur skein fengum við fregnir frá Plymouth, þar sem okkur var ráðlagt að lenda þar. Jeg fjelst strax á það og breytti þar af leiðandi um stefnu. Þrátt fyrir lítinn fyrirvara var alt tiÞ búið að taka á móti okkur, meira að segja heiðursvörður. I flugáætluninni hafði, eins og jeg hefi verið sagt, verið gert ráð fyrir um 17 klukkustunda og 2-á mínútna flugi. Leiðin, sem við höfðum faiúð, var 3.365 mílur og við höfðum verið á flugi í 17 klst. og 55 inínútur. „Blóðhundur til sölu. Hver vill eignast góðan varðhund, eins árs gamlan. Besta skepna, þæg og meinlaus. Jetur alt og er sjerstak- lega mikið fyrir börn“. (Áug' lýsing).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.