Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 45 sem jeg hefi nokkurntíma fyrir- hitt á lífsleiðinni. Hann roðnaði eins og hann hefði sagt eitthvað, sem hann þyrfti að skammast sín fyrir, og Colleen fann sjálf, hve heit hún varð í kinnunum. — Það gleður mig, að yður fell ur vel við mig, stamaði hún. — Fellur vel!.... Jeg.... Hann þagnaði allt í einu og leit í kringum sig. Colleen horfði felmtruð á hann. Hvað var það, sem hann ætlaði að segja. Og hvers vegna lauk hann ekki setningunni, sem hann var byrjaður á? Þau voru að ganga inn í dans- salinn aftur.... og gengu fram hjá stóru dyrunum, sem vissu út að garðinum. Þau gengu út þang að, eins og með þegjandi sam- þykki hvort annars. Þetta var hlýtt sumarkvöld og tunglskins- fölva lagði yfir umhverfið. Loftið var mettað af blómaangan og úti á miðri grasflötinni ljeku sjer vatnsgusur frá ofurlitlum gos- brunni. Þau gengu niður einn stiginn og mæltu ekki orð. Þarna höfðu ýmsir aðrir gestir gengið út til að anda að sjer svölu lofti. 1 hinum enda garðsins stóð bekkur úr marmara, í skugga af platanviði. Þau settust þar. Colleen vissi ekki hvort hún var vakandi eða hvort hana var að dreyma. Henni fanst þetta alt svo óvirkilegt og yndislegt, að hún þroði ekki að trúa því, að það væri raunvera. ■— Það er merkilegt, sagði John upp úr eins manns hljóði. — Mjer finst því líklegast sem við höf- urn þekt hvort annað í mörg, morg ár. Og að við eigum svo margt sameiginlegt, þó að þjer lifið í allt öðrum heimi en jeg. Coolleen lokaði augunum svo- litla stund. Hvað átti hann við? Og hver var hann? Það virtist svo sem að enginn af gestunum þekti hann. Hendur hennar hvíldust hvítar °S kyrrar á gljáandi strikinu í kjólnum. Hann tók utan um þær °S hún spyrnti ekki á móti. — Hversvegna áttum við að hittast á þennan hátt ? sagði hann hljótt. Á þennan hátt ? Hún þorði ekki að spyrja hvað hann ætti við. — Við sjáumst ekki framar! sagði hann og þrýsti fingrum hennar að vörum sjer, sem voru heitar eins og logi. — Jeg... .nú verð jeg að fara! sagði Colleen ókyr, um leið og hún stóð upp. AU gengu garðinn til baka og gegnum uppljómaða sal- ina, þar sem verið var að dansa og spila. — Hefir vagninn yðar verið pantaður hingað svona snemma? spurði John forviða. — Nei, en jeg er þreytt.... jeg fæ mjer leiguvagn! svaraði Colleen. — Má jeg ekki aka yður heim ? Þjer megið ekki neita mjer um það síðasta, sem jeg bið yður um á æfinni! sagði John grátbæn- andi. — Það er bara lítill vagn, sem jeg hefi.... ekki bifreið eins og þjer eruð vanur að aka í. Colleen reyndi að koma sjer undan þessu; en hún gat ekki' staðist þetta biðjandi augnaráð. Hvernig ætti hún að fara að, þeg- av þau kæmu að Richardsons- höllinni? Hvert mannsbarn í New York þekti þessa höll, svo að það var vonlítið, að hún gæti talið honum trú um, að hún ætti heima í einhverju öðru húsi. Þegar þau settust inn í litla tveggja manna vagninn brosti hún ósjálfrátt.... hann hafði rétt að mæla.... hún var ekki vön svona bifreiðum. Heima í sveitinni hafði bróðir hennar átt tíu ára gamlan Ford.... það var eina sjálfseignarbifreiðin, sem hún hafði kynst. Klukan var ekki margt! sagði hann um leið og bíllinn rann af stað. — Ættum við ekki að taka á okkur krók og aka gegn- um garðinn? Colleen kinkaði kolli.... þetta varð þó til þess, að hún gæti skot ið augnablikinu hræðilega á frest um nokkrar mínútur. D LÁMI himnihvolfsins var far inn að lýsast og í austri vott aði fyrir fyrsta roða hins kom- andi dags, er þau óku aftur inn í borgina. Um leið og John beygði út úr garðinum og ætlaði að sveigja til vinstri í áttina til auðmannahverf isins, kom Colleen laust við þá höndina, sem hann hafði á stýr- inu. — Jeg ætla ekki þessa leið.... — Ekki þessa leið? Hvert þá? — Við skiljum núna, en jeg vil ekki yfirgefa þig án þess að segja þjer sannleikann! — Sannleikann? Svo sagði hún honum frá Ade- laide, sem nú mundi vera komin eitthvað út í buskann með Bruce sínum. Frá litlu íbúðinni, sem hún átti heima í.... en ekki í Richard sons-höllinni. Iiún sat álút meðan hún sagði frá. Iiún þorði ekki að horfast í augu við hann, því að fyrirlitn- ingin mundi brenna úr þeim. Alt í einu var hún trufluð.... það var hlátur, svo dillandi, að hún leit forviða upp. — Elskan mín, um hvað höfum við eiginlega verið að tala í alla nótt og í gærkvöldi ? Okkur fanst báðum, að við þektumst svo vel og þó höfum við talað svo lítið um okkur sjálf, að það hefir ekki runnið upp fyrir mjer ennþá hver þú ert.... og þú hefir ekki held- ur uppgötvað, að jeg.... — Já, hver ert þú ? — John Appleford.... jeg vinn hjá einkanjósnarstofu, og var ráðinn af Richardson forstjóra til þess að sjá um, að Adelaide dóttir hans hefðist ekki neit það að, sem hinum stranga föður hennar lík- aði miður! Hvernig átti mig að óra fyrir því að.... — Og hvernig átti mig að óra fyrir að.... — Elskan mín, hvernig átti oklt ur að óra fyrir, að forlögin gætu hagað þesSU svona snildarlega.... RGEISLAR hinnar öldnu sól ar gægðust forvitnir inn yfir grænar flatirnar í garðinum til þess að aðgæta hvað nýi dagur- inn mundi færa.... Þeir gægð- ust inn um gluggann í bifreið- inni og sáu þar unga og hamingju sama elskendur, sem voru að kyss ast og höfðu gleymt, að nokkur sá til þeirra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.