Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 16
48 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FJAÐRAFOK Bylta. Skuggadans. Dóttirin: Nokkrar tískufrjettir í blaðinu, pabbi? Faðirinn; Já, góða mín, en það er ekkert fyrir þig. Jeg er með blað frá í gær. ★ Úr ensku blaði: „Það er talið ólíklegt, að ítalir veiti Japönum neina virka aðstoð, en það er þó möguleiki, sem Japanar verða að vera á verði fyrir“. MALTA. Framh. af bls. 41. í Napoleonsstyrjöldunum náðu Frakkar eynni á sitt vald um skeið, en Bretar hafa ráðið yfir eynni frá því árið 1814. Það eru hörð kjör sem eyjar- skeggjar eiga nú við að búa með óvina flugvjelar látlaust á sveimi yfir höfði sjer. En óvíða í heimi mun vera eins vel fyrir loftvörnum sjeð, ,eins og á Malta. Það var nýlega opinber- lega tilkynnt að loftvarnaskýli væru nú til handa öllum eyjar- skeggjum. Utan borganna haf- ast eyjaskeggjar við í djúpum hellum, sem á venjulegum tím- um eru notaðir sem gripahús. Vegna hinna ágætu loftvarna hefir manntjón á eynni orðið til- tölulega mjög lítið. Þjóðverji nokkur spurði norsk- an verkamann, hvaða álit hann hefði á Bretum. „Jeg vil heldur vinna fyrir Þjóðverja heldur en Breta“, svar- aði Norðmaðurinn. „Já, er það ekki“, sagði Þjóð- verjinn. „Hvað gerir þú annarsí“ „Jeg gref grafir í kirkjugarð- inum“, svaraði Norðmaðurinn. ★ Tveir drykkjuhrútar stóðu við vínborð á veitingahúsi. „Þegar jeg fæddist", sagði annar þeirra, „var jeg ekki þyngri en 3 pund“. „Lifðir þú?“ spurði hinn. „Ha, lifði jeg! Þú ættir bara að sjá mig núna, laxi“. ★ Þrír kunningjar voru að koma í áætlunarbíl frá Þingvöllum. „Þetta er Stardalur", sagði einn. „Jæja, jeg hjelt það væri sunnu dagur“, sagði annar. Þá bætti sá þriðji við: „Jeg líka. Við skulum koma út og fá okkur .einn“. ★ „Andi konunnar yðar er hjer“, sagði miðillinn. „Viljið þjer talaí“ „Það er óþarfi. Ef það er kon- an mín, þá er jeg viss um að hún brýtur upp á einhverju að fyrra bragði". ★ Svertingjastrákur gekk í gegn- um kirkjugarð og las á legsteina. Á einum þeirra stóð: „Ekki dá- inn — heldur sofandi“. Þá varð strák að orði: „Hann gabbar engan meira með þessu en sjálfan sig“. ★ Sigurður var að kaupa sjer föt og klæðskerinn barði óspart lóm- inn og sagði, að Sigurður hefði fengið fötin undir framleiðslu- verði. Sigurður * vissi betur, en leiddist rausið og sagði: „Þú seg- ir þetta í hvert sinn, sem þú selur föt. Á hverju lifir þú, maður, sem ert altaf áð tapa?“ „Jeg hefi dálítið upp úr um- búðapappírnum og teygjubönd- unum“, svaraði skraddarinn. ★ Á loftvarnaæfingu kom eftir- farandi tilkynning frá loftvarna- stjóra til aðalstöðvarinnar: „Sprengja lenti á áfengisversl- uninni. Enginn særður. Ekkert sem gefur til kynna að gas sje á ferð- inni. Áfengi flýtur í stríðum straumum. Við gerum okkar besta til að reyna að stöðva lekann“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.