Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 1
4. tölublað. Sunnudagur 15. mars 1942. XVII. árgangfur. Peder M. Sörensen: NORRÆNAR BÓKMENTIR OG NORÆN HUGSJÓN Oþarft œtti það að vera að benda á, að þýðing bók- mentanna og áhrif þeirra á fjöld- ann hafa stórum dvínað síðasta oiannsaldurinn. Spyrjið þá eldri, Sem lifðu æskuárin kringum síð- llstu aldamót og hafa fylgst með tímanum síðan — það er ekki að- eins viðkvæðið um „góða gamla ^a8a“, sem veldur því, að þeir meta bækur þeirra tíma meira en bækur nútímans. Þá var vorhugur, bjartsýni og umbótahugur í landi. ^argt þurfti enn umbóta við, en þflð átti fyrir sjer að batná. Bjart- ari barnslegar vonir voru að baki jafnvel bitrustu húðflettingarlýs- mgum. Lítum — hvað Danmörk suertir — t. d. á bækurnar „Pelle ®r°breren“ eftir Andersen Nexö, »Gyldholm“ Skjoldborgs eða i-Börn reiðinnar“ eftir Aakjær. hað var ekki hatur sem þessir llPpreisnarmenn prjedikuðu, þó ó- 8oaldan væru þeir sakaðir um það. £að var ást til lands og þjóðar, sem þejr þ0j^u etKi að sjá að fttti bágt. Umbætur! Því gamla Var sagt stríð á hendur! — Ekki' Vegna umbótanna sjálfra, heldur ^ þess að „færa eitthvað til rjetts horfs“. Sá, sem er svo gæfusamur að &fa alist upp á heimili, er orðið hefir fyrir áhrifum frá lýðháskól- unum og „hefir áhuga fyrir bók- mentunum (það var að vísu ekki tekið svo djúpt í árinni, að slík lýsingarorð væru notuð), man ef- laust hvílíku uppnámi þessar bæk- ur ollu. Það var rætt um þær löngu vetrarkvöldin, þegar granna bar að garði — talað um þær langt fram á nótt eftir að börnin voru háttuð og líkast til sofnuð fyrir löngu. Það var eitthvað að gerast í Danmörku þá — eitthvað alvarlegt og vissulega eitthvað gott. Og bækurnar voru boðberar. En stundir liðu fram. Kvik- myndin barði líka að dyrum í smábæjunum og tók að leggja undir sig hugmyndalíf æskunnar. Rás heimsviðburðanna herti á sjer og blöðin breyttust smám saman. Þau höfðu verið hæglátur og á- reiðanlegur boðberi og gerðust nú gífurtíðindasmiðjur. Það varð sí- endurtekinn æsandi viðburður að opna blaðið og lesa um hrikalega atburði, stórslys, hneyxlismál og annað það, sem hrópað var um með stórum fyrirsögnum. Blöðin liermdu eftir kvikmyndinni, stálu tækni hennar. Nú var hætt að lýsa atburðunum sem sannast og rjettast, heldur voru þeir bútaðir niður — stækkaðir og smækkaðir. Og hraðinn stóraukinn. Augun hoppuðu sjálfkrafa yfirskrift af yfirskrift, svo að lesandinn gerði’ sjer heila mynd í einni svipan, og gleymdi oft að athuga, hvort hún bygðist á smáatriðunum. Og útvarpið kom. Hnötturinn gekk saman, l|ann komst fyrir í gjallarhorni. Ameríka, Japan, Ástr alía, Þýskaland, háðu kappakstur í ljósvakanúm. Hvernig vegnaði bókinni, sem af náttúrunnar hendi er hljóðlát, í þessum fjelagsskap? — Bókin er ekki rómhvellur kallari, sem hóar fólki saman og orgar gífurtíðindi á gatnamótum. Hún á heima í hljóðum, lokuðum klefum, þar sem einstaklingurinn hugsar, lætur hugann fljúga og berast í einver- unni. Útvarp, blöð og kvikmynd snúa sjer til fjöldans og hafa tamið sjer ótrúlega gott lag á að heilla hinn jeg-lausa og þarafleið andi hina hugmyndasnauðu og á- byrgðarlausu hópsál, en bókin getur aðeins snúið sjer til ein- staldingsins. Eðli hennar er að vera boðberi milli manna, sem hver um sig eru einir. Hún er óaðskiljanleg einstaklingseðlinu og skilur illa málið, sem fjöldinn talar. Bókin er óframfærin, jafn- vel þegar hún talar um hin inni-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.