Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Page 1
7. tölublaC. Sunnudagur 5. apríl 1942. XVII. árgangur. lia/oldarpreDtaœlð^f. Guðfinna Jónsdóitir frá Hömrum: í afdölum Noregs, um andnes hvert er eldað og sorfið viljans stál. í Glámsaugu heiftúðug, heljarmyrk, nú horfir hin norræna þjóðarsál. En sögunnar kyndla hún kveikir í dag °g kveður sín Hávamál. Nú birtir um arfleifð íslendings °g atgeir feðranna syngur við. 1 ánauð hernámi hugans verst hið harðfenga, prúða Noregs lið. Vjer kennum vorn forna frelsisdraum í frændanna sverðaklið. Og svipþungum Dofra brennur um brár | hin bjarta og fagra himinglóð. Þar titrar bergið við tröllaslag og torrek sín drynja jökulflóð En hamar sinn reiðir Þrumu-Þór og þyrstir í kvislings blóð. i = = Svo falla döggvar um bæ og bygð og blessa örþreyttan starfsins lýð. 5 Mun Noregur vinna sigur sinn að Sunnuhvoli, í Grenihlíð. Þar geymdi þjóðin sín gullnu sverð og guðmóð í heilagt stríð. Því Heiðmörk og Sogn eiga hetjur enn, Gr hefja ’in þyngstu Grettistök. í dýflissuklefans köldu nótt þeir kanna mannlífsins duldu rök: Að deyja er stundum lífsins leið, lifa — dauðasök. En heiftúðgum ógnaraugum Gláms í andans heiðríkju daprast sýn. Vor ættþjóð verst hinum dimma draug uns dagur frelsis á tindum skín. Hún fjötruð oss kveður með konungsbrag, sú kveðja er heilög og brýn. 5 : : iiiiiimiiiiiiiiiminr iimiimuimmmmimmmmiimMiiiiiiii

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.