Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 4
100 ÍÆSBÓK MORGITNBLAÐSENS dæmi vekja í hug lesandans. Jeg viðhef þau vinnubrögð í þetta skipti, að taka eina og eina vísu og skilgreini þó ekki nema sjer- staka ljóðlínu úr vísu hverri. Svo margar ritgerðir mætti semja um þetta kvæði, sem ljóðlínurnar eru margar. En ekki legg jeg nú í þá langferð. Þessi formáli verður nú að duga og tek jeg þá til kvæðis- ins: HEITAR ÁBRESTUR. Oft er: ís lestur, illa skór festur, stuttur straffsfrestur, styggur laus hestur, gætinn náttgestur, gamall ráðbestur, heimskur hugmestur, heitar ábrestur. . Orðið lestur í þeirri merkingu, sem hjer er notuð, kemur eigi fyrir svo að mjer sje kunnugt eitt sjer, en í samsetta orðinu lim-lestur er það alkunnugt, brák aður, brotinn. Jeg fer eigi út í nýyrði njé fornyrði kvæðisins að öðru leyti. Það mundi mikið lengja mál mitt, en jeg ætla að staðnæmast við heitar ábrestur. Er það tiltökumál að ábrestur sje heitar. Allur eldborinn matur er að sjálfsögðu heitur meðan hann er órokinn. Er þetta þá eyðufyll- ing í vísunni — hortyttur? — því fer fjarri. Matur á borði er misheitur í munni eftir því, hvort hann er „gripinn glóðvolgur" af því að hann þykir sælgæti, eða hann er geymdur vegna andstygð ar. Goðgæti gerir menn mat- bráða. Hallgrímur nefnir annars- staðar í þessum Samhendum „sætan velli-drafla“. Hann hlýt- ur að vera náskyldur ábrestum. Sætur mun hann vera vegna mjólkur-gæða seyðslu, en ekki vegna sykurábætis. Sykur var ekki á takteínum hjer á landi á Hallgrímsdögum. — Ábrestur — annars kallaður ábristir í nútíð- armáli — er sá mjólkurhleyping- ur, sem gerður er úr nýbæru- mjólk — broddmjólk —. Ábrest- ur eru nýnæmi, sem kostur er á einu sinni á ári, eða fám sinnum, eftir því sem kúabúum er háttað, eða í sveit komið. Eftir þeim er beðið, og þær gripnar fegins hendi úr suðunni. Það tíðkaðist alt til vorra daga, sem nú lifum, að hverjum einum alþýðumanni var skamtaður deildur verður, Jdipinn við nögl svo að segja og ékki til leifa. Mat- arlystin var með því móti vel vak- andi, og ljet eigi á sjer standa, þegar kallið kom. Ábresturnar fengu ekki tækifæri að rjúka, þ. e. kólna. Alt þetta og margt fleira er fólgið og undirskilið í tveim orð- um: heitar ábrestur. HÚSGANGS SANNINDI. Valt er: vífs yndi, vjela klókindi, þorra þíðvindi, þoka á fjallstindi, geð, þó margt myndi, meyja blíðlyndi, hlje við hafsstrindi, húsgangs sannindi. Jeg tek eina ljóðlínu úr þess- ari vísu til athugunar: húsgangs sannindi, þó að þorra þíðvindi sje tilvalinn teksti vegna þess hverflyndis, sem því veðurlagi er tamt, sem sífelt veldur mannsköð um og tjóni mannvirkja. En sann indi —■ eða ósannindi — hús- ganga eru þjóðkunn og þó gripin jafnan á lofti. Húsgangar voru því sem næst kærkomnir víðsveg- ar vegna frjettaburðar, sem þeir iðkuðu, hjá þorra manna. Fýsir eyru ilt að heyra. Svo var það, svo er það og svo mun verða. Hús gangarnir höfðu hugboð um for- vitni manna, sem sátu úm kyrt. Þá — á dögum Hallgríms — voru frjettablöð engin til, ekki sími nje útvarp, en fróðleiksfýsn er hverj- um manni í blóðið borin. Mann- legri náttúru er svo farið, þeirra manna, sem segja sögur eða frjett ir, að þeim er sjálfum því aðeins skemt, að sagan sje færð í stíl- inn, og hlustendur kjósa ýkjur fremur en frádrátt. Af þessum sökum freistast húsgangurinn til þess að velta vöngum og tvístíga í frásögninni. Sannleikur sá, sem hann hefir á boðstólum, verður valtur á fótum og hvikull í sessi. M. ö. o. hann gengur á brauðfót- um. • „SVELLI ÞEYÞUNNU". Treyst’ ei: tré brunnu, tafli hálfunnu, fje á fjall runnu, flóði leirgrunnu, barni brotkunnu, bandi snarspunnu, svelli þeyþunnu, þjettri lögtunnu. Einna mest er í þessa vísú spunnið allra samhendanna og drep jeg þó á fátt eitt. Kári Sölmundarson hljóp upP úr skálatóttinni eftir „trje brunnu“ og varð það honum að liði. En trjeð sveik Skarphjeðin, að því er sagan hermir. Það skift ir eigi miklu máli, hvort þessi frá sögn um Skarphjeðinn er lauk- rjett eða ágiskun skáldsins, sem skrifaði Njálu. Enginn áhorfandi var til staðar þarna í skálanum- En höfundur sögunnar, sá ram- skygni maður, gegnum holt og hæðir, hefir litið á brunasviðið trje samskonar augum, sem Hall- grímur, og þeirra skarpskygni verður eigi vjefengd. Hallgrímur varar við í þessu kvæði ísi einnættum svelli þey- þunnu. Margir mannskaðar hafa orðið af völdum brigðulla ísa og er merkileg frásögn um svikulan ís í Heimskringlu: „Hálfdán svarti (faðir Haralds konungs hárfagra) ók frá veislu á Haðalandi ok bar svá til leið hans, at hann ók um vatnið Rönd. Þat var um vár. Þá váru sólbráð mikil. En er þeir óku um Rykins- vík, — þar höfðu verit um vetr- inn nautabrunnar, en er mykrin hafði fallit á ísinn, þá hafði þar grafit um í sólbráðinu, —■ en er konungur ók þar um, þá brast þar ísinn, ok týndisk þar Half- dan konungr ok lið mikit með hon um. Þá var hann fertugr at aldri". Fjöldi nýgerfinga er í þessu kvæði Hallgríms og er þeyþunn- ur ís eitt þeirra orða. fsinn þarna á vatninu Rönd hafði bilað í sól- bráð. En það væri skáldaleyfi að kalla sólbráðina þey. Líkingar skifta hömum eins og ormar, sem verða að flugum í sólbráðinu. SULTUR í SJÁLFRÆÐI. Oft er: í önn mæði, afslepp landgæði, blót í þræls bræði, brim með háflæði, sultur í sjálfræði, svanur hjá tjarnstæði,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.