Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 lygð í lastkvæði, loki á bláþræði. Jeg vel úr þessari vísu ljóðlín- Uria sultur í sjálfræði. Sú ádrepa tekur til íbúa allra landa. Hjer í andi þóttu, á dögum Hallgríms, núsgangur og tómthúsmenska Vera afleiðing af sjálfstæði því, aem fólkið kaus sjer, það sem ekki nnni fótum sínum forráð, en ''ddi ekki vera í ársvistum. Sveita ®ndurnir litu lausamenskuna ^kýru auga og sjálfræðishvatirn- ar> sem komu í bág við hagsmuni beirra, einkanlega þegar hart var arferði. Þá gengu umrenningar ”°fan á“ bjargálna bændum og þyngdu þeim. Sjálfræði manna Ut i iöndum veldur því, að ræfla- J^úgur sest að og margfaldast i °rgunum og slíkt hið sama ger- lst í þorpum vorum, þó að í minna mæli sje. Hitler hefir fund , ráð við sultinum (eða atvinnu- s orti) — Sem stafar af sjálf- r®ði __ ef ráð gkyldi kalla En ekki er mjer kunnugt, hvort fólk- 1 unir betur hag sínum við þá arðstjórn, sem „setur hvern mann á koppinn“ nokkurnveginn Saddan, heldur en „sulti í sjálf- ræði“, Gömul baga túlkar þetta Ul á sína vísu og kennir þar ess hófs, sem „tómlátur mör- andi“ hefir til brunns að bera: »Saett er flest í sjálfsbúi; svona er best jeg heimfæri þrautavafstur muna míns; maklegastur hver er síns“. p p ; a. s.: maklegt er, að hver og 6!nn liggi eins og hann hefir um búið. K°TSÆLAN. Römm er reyksvæla, rýrleg kotsæla, mosug mýrdæla, marklaus barnsgæla, slysin þjóð þræla, Þefill moðbræla, óholl andfæla, bpur náttkæla. . ^arna er kotsælan kölluð rýr- Það mun Hallgrímur hafa eynt- Hann var snauður að fje- g Unum, þó embættismaður væri! aidgyðjan skapaði honum eng- r ^jeþúfur. Sú unnusta drepur á ^ eit huga elskhuga síns og læt- r hann gleyma umsýslu og vinnu rögðum. Hún mun hafa „í kot 8að“ Hallgrími og mun Saur- bærinn hafa verið illa hýstur, þegar skáldmæringurinn bjó þar. Höfundur Hávamála drepur á „kotsæluna rýrlegu“, eða hefir hana í huga, þegar hann kveður svo að orði: „Ef tvær geitur eiga sjer taugreftan sal — þat er þó betra en bæn“. Þ. e. a. s.: skárra en að lifa á bón- björgum. Tvær geitur geta tákn- að þarna mannkindur, sem búa að sínu, þó lítið sje. Hallgrímur afgreiðir kotungsháttinn með tveim orðum: „rýrleg sæla“ er hans. Einar H. Kvaran kveður óvenju lega fast að orði, þegar hann tal- ar um „andstygð fátæktar", enda verður því ekki neitað, að mikill og margskonar viðbjóður er oft og víða förunautur hennar. En Hallgrímur talar um fátæktina beiskjulaust. Hann var harðorð- ari í skáldskap sínum um syndina en fátæktina; mun hafa litið svo á, að ekki væri fátæktin móðir syndarinnar, enda er hún ekki það nema stundum. Hallgrími var ríkari í huga voðinn, sem manninum stafar af syndinni en háskinn, sem honum stafar af fá- tæktinni. HÆTT ER . . . . Hætt er: hál bryggja, höfðingsbarn styggja, hruman karl hryggja, á heiði um nótt liggja, fje af þjóf þiggja, í þjóðleið hús byggja, trúan túlk hyggja, tala í áheyrn þriggja. - Hallgrímur hefir þarna leynd- armál undirskilið, og málshátt- inn gamla: þjóð veit, ef þrír vita. Þetta þýðir undir niðri: vertu orðvar. En fæti manns er nauð- synleg varkárni, eigi síður en tungunni. Svo reyndist sveitunga mínum nýlega, að hafnarbryggju er hætt — hættuleg — þó breið sje, jafnvel á sumardegi. Hann var að binda vörur á bíl við skips- hlið, hnykti fast í reipi, svo að það slitnaði og hraut hann þá út af mannvirkinu í sjóinn, stein- sökk og druknaði. Menn horfðu á þennan óvænta atburð, en fengu eigi að gert í nógu skjótu bragði. Hallgrímur hittir hvarvetna í mark. Um hann má segja það hið sama, sem höfundur Kormáks- sögu mælir: „Og váru á honum augun hvaðanæva". Enginn skyldi ætla, að orð- hepni skáldspekinga sje tilviljun (hálf)ósjálfráð. Vandvirk skáld leita að orðum og setningum, sem fela í sjer víðtækan sannleik og luma á hálffólgnum hugmyndum, sem verða því merkilegri, sem þær eru betur gaumgæfðar. Speki Hallgríms er útlistuð í Passíu- sálmunum með því móti, að hann heimfærir ritningargreinarnar til mannlífsins og leggur þannig náðarmeðulin á borð með sjer — ef svo mætti að orði komast. 1 samhendunum er engri útlistun beitt. Skáldið ætlar lesendunum sjálfum að bjarga sjer eins og best gengur. „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja", sagði Benedikt Gröndal. Mörg skáld hafa hugs- að því líkt. En þá er undir hæl- inn lagt, hvort alþýða festir sjón- ir á fiskunum, sem liggja undir steini, eða sjest yfir þá, þó ydda kunni á sporði. HUGUR KVENDA. Hætt’ ei á: hug kvenda, hljesvök nýrenda, úr höfn í hríð venda, harðan ljá benda, steini yfir hús henda, hæða ókenda, barn til sjós senda, svíkja útlenda. Það verður eigi vitað með vissu, hvort Hallgrímur hefir haft Guðríði konu sína í hug (Tyrkja-Guddu), þegar hann í þessari vísu varar við „hug kvenda". Hann er þögull í kvæð- um sínum um heimilishagi sína. Verið getur, að Hallgrímur hafi litið á konu sína svipuðum aug- um, sem Sókrates leit á Zan- þippu. Slíkum mönnum getur sjest yfir næstu grös, kosti þeirra, af því að þeim verður starsýnt á fjöllin, sem fjarskinn gerir blá, og eyjarnar, sem hillir úti á fjörðum. Hallgrímur varar þarna við hug kvenda. Það orð þýðir nú miðlungskvenmann eða ljelegri. En ef val- er skeytt framan við kvendi, þýðir orðið sama sem af- bragðskona. Annars er það kyn- legt, hve skáldinu hefir verið tamt, að hallmæla konum fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.