Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 6
102 hverflyndi og táldrægni. Jeg veit eigi, hvort Hallgrímur tekur dylgjurnar um konur eftir höf- undi Hávamála, eða hann hefir átt um sárt að binda í sambúð- inni við Guðríði. Hvernig sem þessu er háttað, munu karlmenn hafa verið hverflyndir í ástamál- um eigi síður en konur. Fjöllynd- ur var Salómon konungur og Harún kalífi, svo að þeim fórst ekki að ámæla kvenþjóðinni. Það sannast enn sem áður fyrr, að hægra er að kenna heilræðin en halda þau. Þetta er þó ekki sneið til Hallgrims, þó að hann kunni að hafa haft sömu sögu að segja, sem Benedikt sýslumaður Sveins- son, faðir Einars skálds: ,,Því meiri hæfileikar, því meiri breysk leiki“. ÞJÓFAR OG LYGARAR. Þá kem jeg að síðara hluta kvæðisins. Knör skal köðlum strengja, klippa skinn til þvengja, í stormi landtóg lengja, ljá í smiðju dengja, róg ósannan rengja, rúman skó vel þvengja, þjófa hátt upp hengja, húð af lýgnum flengja. Meistari Jón segir: „Líðanlegri er þjófurinn en lygarinn, en þó munu báðir ógæfuna hreppa“. Hallgrímur tekur hart á þess- um veslingum og vill enga misk- unn sýna þeim. Þá var sú sið- venja, að beita refsivöndum við þá menn, sem brutu lögin. Refs- ingarnar áttu að ógna mönnun- um, svo að þeir hikuðu við að fremja glæpi. Á hinn bóginn áttu refsingarnar að knýja syndara til iðrunar og afturhvarfs, svo að þeir gætu orðið sáluhólpnir. Hall- grímur mun hafa verið sonur sinnar tíðar í þessum skoðunum. Annars er þess að gæta, að ör- skamt er öfganna milli á refsi- málasviðinu. Hjer í landi voru á liðnum öldum menn og konur líf- látin fyrir litlar sakir. Nú er rjettarmeðvitund þjóðar vorrar orðin að meinhægri, kollhúfu- klæddri linkind, sem kveður upp skilyrðisbundna dóma yfir þeim glæpamönnum, sem Hallgrímur vildi að hýddir væru eða hengd- ir. En menn, sem dæmdir eru skil yrðislaust fyrir stórþjófnað eða LESBÓK MORGUNBLAÐSINS banatilræði við meinlausa menn, eru látnir ganga lausir svo lengi, að sök og dómur fyrnist og fell- ur í gleymsku. Hallgrímur og meistari Jón ráku „guðs rjettar“ með aðstoð heilagrar reiði. Stór- brotnir gáfumenn gera miklar kröfur til þeirra, sem ávarpaðir eru. Þeir kunna ekki að tala í hálfum hljóðum, af því að þeim er mikið niðri fyrir. HITTIR í MARK. Brákast skip á skeri, skeður það oft í veri, hætt er glæru gleri, þó gætinn maður beri, í myrkri margur sneri mjög af brautu þveri, gagn trú’ jeg lítið geri glampi af ljósri meri. „Hallgrímur er hniginn, sá inn frægi“ — svo kvað Bólu-Hjálm- ar. Þessi leiftrandi setning um ljósa meri verður varla yfirstig- in. En ekki ætla jeg að túlka hana, því þá mundi jeg koma við mörg kaun, sem eru viðkvæm. Reiðarþruman, sem felst í glamp anum — þ. e. a. s. í umsögninni um glampann af ljósu merinni — sú þruma færir oss heim sanninn um það, að samtíðarfólk Hall- gríms hafði ástæðu til að trúa því, að hann gæti drepið bitvarg með ákvæðavísu — þ. e. a. s. eld- ingu hugans, þegar hann beitti andlegum krafti. Eitt þóknast mjer ekki: ef upp fer skör 1 bekki . . . Nærri má geta. Höfðinglþgur hugsunarháttur telur fótaskörina eiga heima á pailinum, gólfinu. Þar er henni markaður bás, eða ætti það að vera. En skörin var áleitin við bekkinn á Hallgrímstíð og er þó miklu áleitnari nú en þá. Lýðskrumarar vorra dægra sýna það og sanna, hve skörin nauðg- ar bekknum og brýtur hann und- ir sig, bæði með undirferli og áhlaupum. Þeir fá helst sem hóa hása rödd og mjóa. Þarna hefir Hallgrímur háv- aðamennina að skotspæni. Speki- maður er oftast andhverfur há- reysti og treystir betur .athygli en upphrópun. Maður, sem býr afskektur, venst við að vinna í kyrþey, líkamleg störf og andleg, og sættir sig við einrúmið, metur það meira en glaumbæinn og gildaskálann. Þeir, sem hóa þannig að rödd- in verður mjó og hás, eru að vísu hávaðamenn. Það veit Hallgrím- ur, sem er fróður í fornum vís- indum. Hann veit og, að þagnar- gildi er fagurt orð og mikillar þýðingar. — Gildi þagnar getur táknað mikilvægi þagnar og einn- ig þýtt gleði, eða veislu þá, sem þögnin á undir sjer. Hallgrímur þurfti eigi að fara í grafgötur til þess að finna fulltrúa þagnar- gildis. Hann var einn þeirra, því að djúpúðug og háfleyg skáld skapa afrek sín í þögn og þolin- mæði. Á hinn bóginn má nefna sagnaritara vora, sem unnu þeim í kyr þey — svo fráhverfir háv- aða — að þeir sögðu ekki til nafna sinna. Sú hljedrægni klæddi æskilegan metnað í dular- gerfi, og er þá feluleikur fram- inn inn í forsælu, þegar fulltrúa1' snildarinnar fela sig, eins og skaparinn sjálfur, bak við „tím- ans tjald“. Hallgrímur varar við því í þessu kvæði að byggja hús í þjóð leið. Ekki mundi sú viðvörun stafa af ógestrisnu. Hitt mun heldur sanni nær, að hann hafi kosið hverjum húsráðanda til handa tækifæri til að njóta þagn- ar og kyrðar og þeirrar heimilis- helgi, sem truflast í þjóðbraut. Hann varar einnig við því, að byggja hús sitt þar sem hallfleytt er. Skáld, sem lifði — að líkind- um — áður en Hallgrímur fædd- ist, líkir vandræðaástæðum elsk- enda við hús, sem stendur á brött um stað. Þar er ef til vill um mein bugaást að tefla. Grímubúna skáldið kveður: Svo er okkar ást í milli, sem hús standi halt í brekku, svigni súlur, sjatni veggir, sje vanviðað, völdum bæði. Vera má, að Hallgrímur hafi haft þetta frábærlega vel kveðna erindi í huga, þegar hann varar við að byggja hús í bratta. Hann gat líka haft í huga dæmisöguna um húsbyggingu á bjargi. Niðurl. næst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.