Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 Við Tjörnina (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson). Tjörnin er mesta bæjarprýðin | dagblöðum Reykjavíkur hafa birst fregnir um það nýlega Ameríska rauðakross deildin ^tli sjer að reisa stórhýsi hjer í .nnðbænum. Byggingjarstaðurinn ^nn ennþá vera óákveðinn. Ein- hverjar uppástungur hafa komið tram, og ymprað hefir verið á hvi í blöðum og manna á meðal að byggja hina væntanlegu höll uti í Reykjavíkurtjörn. Hjer er 8°mul afturganga ennþá einu- sinni á ferðinni. Jeg held að hún hafi síðast skotið upp höfðinu' í hinum miklu þrengingum þegar Velja skyldi stoð undir Þjóðleik- húsið, sællar minningar. Það verður nokkuð erfitt fyrir fteykvíkinga á komandi tíma að Veija staði fyrir stórhýsi borgar- mnar ef þeir binda sig altaf við hinn svokallaða miðbæ. Það er segja borgina milli Landakots- hasðar og Þingholts og þá sjer- staklega frá Aðalstræti að Lækj- argötu. Mjer hefir verið sagt, að tillaga hafi komið fram á sínum tíma, um að byggja Alþingishús- ið á Arnarhólstúni, en verið feld þeim forsendum að það væri >,alt of langt frá miðbænum“! Þessi miðbæjarhugmynd hefir lengst af verið einskonar tjóður- h®H í skipulagsmálum bæjarins. Eftir DORL. Stundum hefir þessi kotungslega hugsun gengið svo langt að stung ið hefir verið upp á að afnema Austurvöll og byggja þar hús. Líklega er þó svo komið nú að bæjarbúar eru búnir að taka þá tryggð við þennan litla grasreit sem eftir er af.þeim upphaflega Austurvelli, að hann fær að vera í friði. En þá er það Tjörnin. Enginn blettur innan bæjarins veitir höfuðstaðnum aðra eins prýði. Þar hefir náttúran lagt til bæjarprýði, sgm vegur upp á móti mörgum yfirsjónum íbú- anna. Tjörnin er held jeg hið eina innanbæjar sem mai’gir út- lendingar telja okkur öfunds- verða af. Þessa bæjarprýði er þegar búið að skerða alt of mik- ið, en þó er það mikið eftir, að heldur myndu það verða leið um- skifti fyrir þá sem unna fegurð náttúrunnar, að nema Tjörnina burt og setja þar einhverja ,,höll“ í staðinn. Á síðustu árum hefir fuglalíf á Tjörninni aukist að miklum mun og þar með unaður sá sem bæjarbúar njóta af þessum stað. Endurnar una sjer þarna vel og OEEIGSSON eru spakar eins og allar skepnur verða þar sem þeim er ekki gert mein. Þegar hitaveitan er komin, þarf að hlýja upp suðurhluta Tjarnarinnar, svo að endurnar þurfi ekki að flæmast út á Skerja fjörð, þar sem hætt er við að þær týni tölunni, í hvert skifti sem ísa leggur. Þá má ekki gleyma svönunum sem heimsækja okkur á hverju sumri „með söng og vængjaþyt“. Eða kríunni, blessuðum ljettfleyga snmar gest- inum, sem verpir í tugatali í Tjarnarhólmanum. Jeg er hrædd- ur um að margir bæjarbúar mynd sakna vina í stað þegar Tjörnin væri horfin og ,,höllin“ komin í staðinn. Sumir telja Tjörnina forarpoll og telja lítinn skaða þó hún hyrfi. Þegar hún breytist í forarpoll þá er það okkur sjálfum að kenna. Það er skylda okkar bæj- arbúa að halda Tjörninni hreinni og umhverfi hennar. Forina sem safnast hefir í botninum smátt og smátt á liðnum áratugum á að grafa upp, þó ekk dýpra en svo að fuglarnir geti kafað eftir æti. Svo er innan handar að sjá um Framh. á bls. 112.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.