Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 107 Hver er höfundurinn? ÞA£) ER öllum mönnum kunnugt, að ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess, að grafast fyrir um höfunda þeirra fornrita vorra, sem komin eru til vor án þess að höfunda þeirra sje getið. Þegar sleppt er rakalausum tilgótum fyrri tíðar manna, hefur þetta mest við gengist ó síðustu árum, eftir að sú skoðun tók að ryðja sjer æ meir til rúms, að íslendinga sögur væru miklu fremur verk rithöfunda en skrásetjara, og mætti þá stundum geta sjer til um höfundinn með sæmilegum líkum. Hefur þessum tilraunum verið misjafnlega tekið, og eru margir vantrúaðir á það, að þetta megi takast. Moi’gunblaðið vill nú til gamans gera tilraun um ritkorn það, sem hjer er prentað, hvort menn geti haft upp á höfundi þess, enda ætti vissulega að vera ólíkt hægra um vik að finna „týndan" höfund meðal samtíðarmanna, heldur en meðal löngu horfinna kynslóða. f því sambandi vill blaðið taka þetta fram: >. 1) Þátturinn er ekki saminn í þessum tilgangi, heldur er hann alveg „ekta“. Höfundurinn hefur hvergi birt þáttinn nje lesið hann upp, sem ætla má þó að verið hafi tilgangurinn, þegar þáttui'inn var ritaður. Það var ekki fyr en síðar, þegar höfundurinn fann þattinn í fórum sínum, að honum hugkvæmdist, að birta mætti hann í því skyni sem hjer er gert. Hefur þættinum í engu verið breytt frá því, sem í upphafi var ritað. Þarf því enginn að óttast það nje gera ráð fyrir því, að neitt sje hjer ritað í því skyni að Ieiða menn á villigötur eða beina athygli frá höfundinum. Að eins úr- fellingarnar einar eru nú með vilja gerðar. 2) Blaðinu er með öllu ókunnugt um höfundinn, og hefur það fengið þáttinn til birtingar fyrir milligöngu annars manns. Hefur sá maður fært þáttinn til þeirrar stafsetningar, sem hjer er ó honum, ✓ en höfundurinn hafði í upphafi nokkuð fornari stafsetningu. En engu orði nje orðasambandi er breytt frá því, sem var í upphafi. 3) Morgunblaðið heitir 400 króna verðlaunum fyrir besta svar við þessum spurningum: 1. Hver er höfundurinn? (Nafn mannsins). 2. Hvenær er þátturinn skrifaður? (T. d. miðað við tiltekinn dag í fyrsta og í síðasta lagi). 3. Hvar er þátturinn skrifaður? 4. Er þátturinn skrifaður í sjerstökum tilgangi, og þá hverjum? 5. Hve mikið vantar af handritinu, og hvað? Þetta skal ennfremur tekið fram um svörin: a) Hverja tilgátu, smóa sem stóra, verður að rökstyðja sem best og í sem stystu máli. b) Engin órökstudd tilgáta verður tekin gild, þó að rjett kunni að reynast. c) Það verður að koma skýrt fram í svarinu, hvaða aðferðum svarandinn hefur beitt til þess að komast #ð niðurstöðu sinni, hvaða heimildir hann notar og hvernig hann hefur fengið hverja þá vitn- eskju, sem hann kann að draga ályktanir af. d) Jöfn áhersla er lögð ó allar spurningarnar. Svörin skal merkja: „Morgunblaðið — Hver er höjundurinnV', og skulu þau vera komin til blaðsins í síðasta lagi ó laugardag fyrir hvítasunnu. .& öðru stjórnarári Ásgeirs Ásgeirssonar yfir Islandi, þá er Óláfr Dan ok þeir Þórkell tglðu liðna mcmxxxiij vetra frá holdg- an dróttins, á þeim dggum er Balbóa enn ítalski skyldi hefja loftferð ena miklu í norðrheim meðr tveim tigum flugdreka ok fríðu liði; en þat undruðusk meyjarnar í Reykjarvík, hversu mjok frestaðisk sjá f<?r ok þolðu þá illa. Þá var ár mikit með grasi, svá at slegin váru tún á íslandi at fardQgum, en há at sólstgðum, ok vissi engi maðr þau dæmi áðr. Þá var mgnnum týndr austr í Ásíá aldingarðrinn Eden, en Knútr enn reykvíski lét þá g<?rv- an meðr heilagligri trú aldingarð annan í Reykjarvík, nær tjgrn- inni; sá garðr var skaptr af <?sku ok beinum dýranna ok hverju því, er engi mátti til annars nýta, ok varð mj<?k heilagr haldinn ok varðaði sá maðr, er Einarr hét, ok vitu vér þetta með sannend- um. Þar í garðinum stóð fQgr borg af steini gpr, ok mátti það- an heyra jafnan hljóðpípulæti ok SQng með himneskum ymnum. Sá aldingarðr spratt með græn- um grQsum ok var bundinn þetta sumar at tQðum at Jóns messu baptista, ok sáu vér þat sjálfir, ev þetta ritum; var þat mikil bjQrg þeim, er ríkir váru áðr. Á var Alþingi rofit at hvíta- sunnu; tQluðu þingmenn all- ir tveim tungum, þeir er áðr mæltu eina, en hinir því meirr; þá var sundruð q11 stjórnarskrá- m fyrir landsfólkinu og gQr af uýju; gengu þar margir at senn, °k sýndisk sitt hverjum ok svá landslýðnum. Þá vakðisk þjóðernishreyfing á íslandi með heilQgum anda ok blóði ok fylgðu pústrar stórir ok mQrg orð herfilig. Þá var fram boðinn til alþingis Jón Þórbergs- son ór Þingeyjarþingi, en ekki vildu þeir meiru til hætta, ok undraðisk allr landslýðrinn þessi tíðendi. Þá lét af konungdómi í Múlaþingi enu syðra Sveinn ór Firði fyrir elli sakar ok seldi nauðigr í hendr Eysteini skatt- heimtumanni; sá Eysteinn heimti mjQk skattana ok var fyrir því meir elskaðr, þar er hann átti ekki at heimta. Þá urðu margir félausir á þeim misserum. Sveinn fylkiskonungr hafði barizk til ríkis í iij tigu vetra; hann var þá hvaladrápsmaðr, en þat vildu eigi þegnarnir, ok náði hann eigi kon- ungdæminu; en síðan drápu Aust- menn hval allan, ok varð þá eigi þat til sundrþykkis. En síðan ríkði hann xvj vetr eða xvij ok varð ástsæll af sínum mQnnum, en eigi vildi hann fjáreyðslur í Qnnur fylki. Sveinn var á skipi með Þórólfi, þá er þeir siglðu fyrir ÁustfjQrð- um í þokúmQkk svá þykkvan, at skipit braut í spán aptr um búlka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.