Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 13
LE8BÓK M0RGUNBLAÐ8INS 109 FALLHLÍFARHERMENN LENDA Á KRÍT Þegar bardagarnir um Krít stóðu sem hæst, síðast- liðið vor, voru það einkum hermenn frá Nýja-Sjálandi er þátt tóku í vöm eyjarinnar. Einn af þeim var Melville C. Hill Remir, óbreyttur liðsmaður úr 20. fótgönguliðsdeild nýsjálenska hersins. Hann gekk í herinn haustið 1940, fór til Egyptalands og svo þaðan til Grikklands. Áður en hann gekk í herinn var hann blaðamaður, og hefir hann ritað eftirfarandi grein um baráttuna á Krít gegn innrás- armönnunum. I. EGAR við höfðum yfirgefið Grikkland var herdeildinni skipað á land á Krít, og hún látin taka sjer stöðu á hæðunum upp af Canea, en það er höfuð- borg eyjarinnar. Áður en her- förin til Grikklands hófst höfðu einungis verið þrjár hersveitir á eynni, en við komu okkar óx tala varnarliðsins upp í um 27 þúsundir. Mestur hluti þessa liðs hafði verið kallaður saman í skyndi, lítt æfður, enda vantaði mjög á að hermennirnir kynnu, eða hefðu nægilega reynslu til þess að vinna saman, er barist var við óvinina. Krít er lítil en falleg eyja, er að landslagi líkist mest Grikk- landi Brúnar fjallahlíðarnar, rúgakrarnir og olíutrjen unnu strax hylli aðkomumannanna. Hafnarborgir eyjarinnar, sem eru fremur fáar urðu daglega fyrir loftárásum, en við sem dvöldum upp til fjallanna urð- um fyrst um sinn einskis varir. Á kvöldin heimsótti jeg oft, með - félögum mínum, litlu, kyrlátu fjallaþorpin og drakk heima- bruggað vín með eyjarskeggj- um. Um fjórum dögum áður en innrásin hófst, 20. maí, tók að brydda á auknum hernaðarað- gerðum. Flugvjelar voru stöð- ugt á sveimi yfir eynni, en þær ljetu okkur með öllu afskifta- lausa, þar sem hlutverk þeirra var aðallega það, að ráðast á hina þrjá flugvelli éyjarinnar, sem gerðir höfðu verið til bráða- birgða. Við komustum að því síðar, uð flugvjelunum hafði þegar tekist að eyðileggja á jörðu niðri þær fáu Hurricane- og Srewster Buffalo-vélar, sem enksi flugherinn hafði þar til umráða, svo að þegar innrásin hófst, var engin bresk flugvél til, er fær væri um að hefja sig til flugs. Athafnasemi Þjóð- verja, sem stöðugt fór vaxandi gaf okkur til kynna, að eitthvað mikið væri í vændum. Við fórum því, til frekara öryggis, að grafa skotgrafir, þriggja til fjögra feta djúpar, allt í kring um hæðirnar við Canea. TZ VÖLDIÐ 19. maí gengum -ÁV vjg til náða um kl. 9, sem venjulega. Þar sem jeg lá, dúð- aður teppum, undir olíutrján- um í stjörnubjartri nóttunni, man jeg eftir, að jeg heyrði einn hermanna, rjett áður en jeg festi blundin, syngja „Empty Saddles in the Old Coral með skærri röddu. Daginn eftir fór herdeild sú, er jeg tilheyrði, í könnunarferð upp til fjallahnjúkanna, til þess að vera á verði gegn fallhlífar- hermönnum. Skyndilega þóttist einn fjelaga minna heyra hvin í lofti. Við námum staðar og góndum út í loftið. Langt í fjarska heyrðum við dyninn í flugvjelasveit, er stöð- ugt varð hærri og hærri. Þá komu flugvjelarnar í ljós, ekki nokkrar í hópi, heldur voru þær bókstaflega hundruðum saman. Þær stefndu til okkar úr áttinni frá grísku ströndinni, og jeg sá að þær fremstu voru þegar farn- ar að lækka flugið til þess að ráðast á okkur. í sömu svifum og jeg fleygði mjer niður í eina hlaupagröf- ina, taldi jeg átta sprengjur, er ein Dornier 17, ljet falla niður í náttstað okkar, er við höfðum rjett áður yfirgefið. Við höfðum ekki fyrr varpað okkur til jarðar, en Messers- chmitt-orustuvélarnar steyptu sjer niður og Ijetu vjelbyssukúl- unum rigna alt umhverfis okk- ur. í kjölfar þeirra komu steypi- flugvjelarnar, og í hvert skipti, sem jeg vogaði að reka upp hausinn, sá jeg þær sleppa hverri sprengjunni af annari, er þær rendu sjer niður að yfir- borði jarðar. Annars þorðum við mjög sjaldan að líta upp, þar eð flugmennirnir í Messerschmitt- vjelunum gátu auðveldlega sjeð kollana. Þeir flugu oftast í 40—50 feta hæð, rjett yfir trjátoppun- um og ljetu skothríðina mis- kunnarlaust dynja. Þarna láum við allir á maganum í gröfinni, og áttum von á að verða fyrir skotgusu hvenær sem væri. Árásin stóð í rúman klukku- tíma. En sá klukkutími virtist aldrei ætla að líða. Að lokum, þegar ósköpin voru liðin hjá, vissum við að þetta var ekki ne'in venjuleg loftárás. Þjóðverj ar reyndu bersýnilega að halda okkur ,,á maganum“ við jörð- ina. Þeir voru að undirbúa komu fallhlífarhermanna. Hver flug- vjelabylgjan af annari skall yf- ir. fyrst Messerschmitt- síðan steypi- og að lokum Dornier- flugvélar. Röðin var svo reglu- leg að það var sem alt gengi eft- ir úrverki. Þjóðverjar notuðu öll hugsan- leg ráð til þess að draga úr okk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.