Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Blaðsíða 14
110 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ur kjarkinn. Hljóðsprengjur, flautur og jafnvel sírennur, er þeir höfðu fest á flugvjelarnar. Hávaðin var óskaplegur en tjón- ið, sem við urðum fyrir var und- arlega lítið. Án efa hefir það verið vegna þess, að allir gættu þess, að rísa aldrei á fætur með- an á árásinni stóð. EINASTI flugvjelahópurinn hvarf í fjarskann, og hlje varð á árásinni. Jeg klifraði þá upp í varðstöð, er var á fjalls- tindi skamt frá, til þess að hafa gætur á fallhlífarhermönnum. Þegar jeg var kominn þangað upp heyrði jeg flugvjelarhvin fyrir aftan mig. Jeg leit við og sá þá hvar geysistór, svört svif- flugvjel bar við loft. Hún lækk- aði smám saman flugið, er hún sveif niður eftir fjallshlíðinni, þar til hún hrapaði til jarðar nærri staðnum, er fjelagar mín- ir stóðu. Flugmaðurinn fótbrotn aði, þegar vjel hans lenti. Við nánari rannsókn kom það í ljós að hann var óvopnaður 15 ára unglingur. Hann sagðist hafa farið frá Vínarborg fyrir fjór- um vikum, og hafði þýskur liðs- foringi sagt honum, að hann yrði með öllu öruggur á Krít, þar sem æfðir hermenn myndu gæta hans, og illa vopnaðir Grikkir og Kríteyjarbúar einir til varnar. Skömmu eftir lendingu svif- flugunnar komu í ljós stórir hóp ar flutningavjela af gerð Junk- ers 53. Flugvjelarnar svifu í að eins nokkur hundruð feta hæð, og voru stjórnendur þeirra auðsýnilega að finna hentuga stað til lendingar fyrir áhöfn- ina. Við sáum, þegar hver her- maðurinn á fætur öðrum stökk út úr vjelunum. Fyrst f jellu þeir óðfluga niður á við en sigu síð- an hægar og hægar, þegar fall- hlífarnar höfðu þanist út. Um fimtán menn stukku út úr hverri flugvjel. Smá-fallhlífar, festar í körf- ur með ýmiskonar birgðum, voru síðan látnar síga niður á eftir. Þær komu ekki niður, þar sem þeim var ætlað að lenda, en hurfu úr augsýn hinu megin við hæð eina, um hálfa mílu í burtu. Brátt kvað við mikil skothríð. Flestir Þjóðverjarnir voru skotn- ir áður en þeir náðu til jarðar. Hinir voru drepnir er þeir reyndu að losa sig við fallhlíf- arnar og ná saman í smáhópa til þess að veita viðnám. Það var engin vafi á því, að Þjóðverjar voru mjög hissa yfír þeim viðtökum, er þeir höfðu fengið. Síðar frjettum við það frá föngum er teknir höfðu ver- ið, að þeir höfðu búist við því, að einungis Grikkir og Kríteyj- arbúar væru þar til varnar. Upp lýsingamálaráðu-neytið hafði ekki skýrt þeim frá því, að mik- ill breskur liðsafli hefði komið þangað, eftir undanhaldið frá Grikklandi. Þegar þeir stukku út úr vjel- unum höfðu þeir gert ráð fyrir því, að hafa nægan tíma til þess að skipuleggja lið sitt til árása, á virki eyjarinnar. í stað þess urðu þeir strax varir við það, að setið var um líf þeirra, jafnvel áður en þeir hefðu stigið fæti sínum á hina rauðu mold Krít- ar. Þeir voru samt sem áður mjög vel útbúnir og alt nákvæm lega skipulagt. Fallhlífarnar voru af ýmsum litum. Foringj- arnir fyrir hverri sveit höfðu brúnar og hvítar fallhlífar, og átti hver hermaður eftir lend- inguna að halda til þess staðar, er hann sá, að foringinn hafði lent, fallhlífar, sem báru skot- færi voru rauðar, sáraumbúnað Ijósrauðar og þær sem fluttu matvæli hvítar og bláar. Skipt var um liti daglega. Lending fallhlífarhermanna fór fram samtímis alls staðar á eyjunni. Fyrstu tilraunirnar stóðu yfir í hálftíma, en á okkar stað voru eigi gerðar fleiri en ein. Einu sinni sá jeg, hvar flug- vjel flaug inn dalverpi nokkurt, um hálfa mílu í burtu. Flug- maðurinn hlýtur að hafa mis- reiknað hæðina, sem hann flaug í, því að jeg sá 35 menn stökkva út, án þess að nokkur fallhlíf- anna opnaðist. Þennan morgun lentu um 3000 Þjóðverjar á eyjunni. Smáhópar, sem lentu við Heraklion og Retimo voru samstundis strádrepnir og voru aldrei gerðar frekari tilraunir til að ná þar fótfestu. Fjölmenn- ir flokkar, sem lentu við Maleme-flugvöllinn, fóru einnig sömu leiðina. Aðeins fámennir hópar, sem tókst að grafa sig niður við árfarveg, næst flug- vellinum, veittu mótspyrnu, þar til þeim barst liðsauki. Síðar kom það í ljós, að það var ein- ungis mótspyrnu þessara flokka að þakka, að Þjóðverjum tókst að ná eynni á sitt vald. II. I / VÖLDIÐ 20. maí var her- deildin, sem jeg tilheyrði, kvödd burt frá fjöllunum en lát- in gæta stöðva herforingjaráðs- ins. Þar gafst okkur tækifæri til þess að ná í allar þær fjettir, er þá voru kunnar. Það var enginn efi á því, að Þjóðverjar höfðu alls staðar mætt mikilli mót- stöðu. Okkur var gefin skipun um að vera við öllu búnir kvöldið þann 21. Klukkan 10 var allri sveitinni skipað upp í bíla og ekið af stað. Við stigum úr bíl- unum skamt frá Maleme-flug- vellinum, og var okkur sagt, að við ættum í dögun að ráðást á fallhlífarhermennina, sem höfðu flugvöllinn á valdi sínu. Við urðum að bíða þarna í myrkr- inu, uns merki um árás yrði gef- ið. Allir voru mjög spentir, og lítið var talað, ,en við vorum þó innilega glaðir yfir því, að gef- ast nú færi á að klekkja á Þjóð- verjum. Hersveitinni var skipað í langa línu, frá ströndinni og alt til þjóðvegarins, sem lá að flug- vellinum. Á vinstri hlið okkar, hinum megin vegarins, voru inn- fæddir hermenn frá Nýja-Sjá- landi. Þegar lagt var til atlögu var enn þá koldimmt. Við gengum hægt og höfðum rifflana reiðu- búna, er taka þyrfti til þeirra. Jeg gat auðveldlega greint fóta- tak mannanna, sem komu á eft- ir í nokkurra metra fjarlægð. Þar sem jeg var ysti maðurinn í fylkingunni varð jeg að ganga við vegarskurðinn og hafði jeg einkum það hlutverk að hafa gætur á því, ef einhver úr óvina- liðinu færi eftir veginum. Brátt varð mótspyrnu vart.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.