Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1942, Blaðsíða 4
116 LESBÖK M0RGUNBLAÐSIN8 SAMHENDUR HALLGRÍMS PJETURSSONAR Niðurl. LÚINN GRANNI. Mikið hefir verið skáldað um förumenn og húsganga nýlega og má svo kalla, að þeir sjeu bornir á skildi og í skauti inn í fyrir- heitna landið. Hallgrímur Pjet- ursson afgreiðir þá með tveim Ijóðlínum í Samhendum: Leið er lúnum granna letin húsganganna. Þessar ljóðlínur urðu þess vald andi, að jeg samdi þessa grein. Hallgrímur hittir naglana á höf- uðin svo meistaralega, að ekki verður betra kosið. Lúinn granni, — mundi hann vera annar en nábúi, þ. e. stall- bróðir Hallgríms bónda í Saur- bæ? Og Hallgrímur er samþykk- ur grannanum Honum er leið leti húsgangsins, m. a. fyrir þá sök, að granninn yfirvinnur letihneigð ina með ástundurrog elju, sem er lífsnauðsyn manndóms og mann- rænu. Granninn lítur svo á málefnin, að húsgangurinn gæti spjarað sig, ef hann herti sig, og bljesi sjer í brjóst sómatilfinningu. Mál efni verða ekki rökrædd í kvæð- um til neinna muna. Hallgrímur freistar ekki þess í Samhendum. Vera má að hann hafi í einrúmi gert greinarmun á húsgöngum, sem höfðu burði til áreynslu, og vergangsmönnum, sem árgallar komu á kaldan klaka. Umrenn- inga má að vísu draga í sauðadilk og hafra, eftir því sem högum þeirra er háttað — eða var hátt- að. Mönnum, sem herða að sjer og sínum með slitvinnu og sparsemi, í þeim vændum að verða bjarg- álna, er síst láandi ýmugustur á umrenningum, sem gengu ofan á bændum, heimtufrekir og þver- úðugir, sumir leiknir í iðkun óknytta. Gera má ráð fyrir, að Hall- grímur Pjetursson hafi þekt af eigin raun líkamlegan lúa. Munn- Eftir GUÐMUMD mælasaga hermir, að eitt sinn kæmi vermaður síðla dags að Saurbæ, með hest og hafurtask á klárnum, hafi hitt mann á hlað- inu og beðið hann að skila til hús- ráðanda, að hann bæðist gisting- ar. Heimamaður var í vosklæð- um og hugði gesturinn, að þar væri húskarl. Hann kvað gisting mundi heimil, og bauðst til að taka við hestinum. Gesturinn varð þvP'boði feginn og tók fögg- urnar af klárnum og mælti: „Hjer hefi jeg mötuna mína og ef þú gerir vel við hestinn minn, skal jeg í kvöld stinga upp í hel- vítis' kjaftinn á þjer hangikjöts- langlegg". Heimamaður vísaði gestinum til baðstofu, og hvarf svo til útiverka. En þegar hann kom inn síðar, komst gesturinn að raun um, að það var húsbónd- inn, klerkurinn og skáldið Hall- grímur Pjetursson, sem hann hafði gert sjer dælt ’við á hlað- inu. Búningurinn hafði vilt gest- inn — verkamannsgerfið. Sagan hermir, að vermaðurinn hafi beð- ið klerkinn afsökunar og staðið við orð sín um að gæða Hallgrími á hangikjötinu. Hann á að hafa þegið boðið, með þeim ummæl- um, að sjer hæfði ekki stórlæti. Þessi ummæli gætu verið til marks um það, að Hallgrímur hafi gengið til slarkverka. Sig- urður prófastur faðir Jóns for- seta var formaður á fiskibát. Og svo mætti lengi telja klerka, sem unnu sig lúna. Það er og á hinu leitinu lúa- starf, að semja listaverk. Því að- eins er mögulegt að það verði mikils virði, að höfundur þess dragi af sjer sljenið, leggi sig í bleyti, neyti allra krafta og beiti ástundun og þolinmæði. Hann má ekki hirða um þreytu nje lúa, ef hann ætlar sjer að verða sigur- vegari. FRIÐJÓHSSOU GÓÐUR SNJÓR OG VONDUR. í þessu kvæði varar Hallgrím- ur við: ,,á heiði gista“. Mundi hann hafa sjeð fyrir mannskað- ana á Fjallabaksvegi og á Kjal- vegi (Reynistaðabræðra) ? Hver veit. Tímarnir eru breytingum háðir, eða mennirnir rjettara sagt. Nú sækir „stórhugur" þjóð- ar vorrar upp á öræfaauðnir, og eru þær þó heiðunum hættulegri. Það bar við nýlega, að tveir drengir og ein snót þutu upp á reginauðnir, til þess að skoða „vetrarsólhvörf á Kjalvegi". Þessir framverðir fullhuga- mensku fengu á leið sinni klof- djúpan snjó, eða þó enn dýpri. En sæluhús svokallað barg lífi þessarar þrenningar. Nærri má geta, að sólhvörf verða eigi sjeð á Kjalvegi, nema teikn verði á himni og þó fyrst og fremst á sjó og landi — þau tákn og stór- merki, að vindar allra átta kring- um ísland sofi dægrum saman, heiðríkja drotni yfir landinu og fært sje ferðamönnum um öræf- in. — Þeir skelfilegu viðburðir, sem gerðust á Kjalvegi, þegar Reynistaðabræður urðu þar úti, valda því, að andlegir ættingjar Hallgríms Pjeturssonar verða eigi uppnumdir í sjöunda himin á Kjalvegi, þó að þeir sjeu gintir þangað í bláasta skammdegi með fagurgala, þegar þar er ,,mikill og góður snjór“. Svo var nú að orði komist um „bungótta fjalfellu af bláhvítri mjöll“ í útvarpinu, meðan jeg er að rita þessa grein. Sá „góði“ snjór var að bjóða skíðadrengj- um til sín, norður að Isafirði. Ætli Hornstrendingar geti gef ið snjónum þann vitnisburð, að hann sje „mikill og góður“? Eða bændur á Snæfjallaströnd og íbú- ar Jökulfjarða? Þegar Rié hinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.