Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 117 danski varði Skúla Thoroddsen í hæstarjetti Dana og skýrði orsök þess, að sýslumaður hefði ekki haft með sjer þingbókina norðuj a Hornstrandi.r, kvað hann snjó- inn þar vera — um sumarsól- hvörf — í klof og mitti. Sá snjór var vafalaust mikill og vondur. I fyrravetur, eða hittiðfyrra, var það haft eftir veðurspánni í útvarpi, að á næsta dægri „væri von um hríð‘f — handa skíða- ftiönnum, sem rendu hýru auga Hellisheiðar. Von um hríð og snjó! Háaldraðir menn, sem nú eru með rjettu ráði,, muna 10 vet- ur svo snjóþunga, að lá við fjár- felli víðsvegar á landinu vegna jarðbanna. Mönnum, sem lenda í bónda- heygju og heljargreipum harð- ledanna, sem fannfergja orsak- ar og skapar, verður bæði sjálf- rátt og ósjálfrátt að varpa önd- lnni mæðilega gagnvart þeim hugsunarhætti, sem leggur bless- un sína yfir hrið og snjó — morð- ingja manna og fjenaðar í landi noru um 1000 ár. Hallgrímur sá langt og horfði Hjúpt, þegar hann varaði við gist- lng á heiðum. Þó að spámaður s.lái fram í ókominn tíma, er hann li'ka gæddur varúð hægfara reynslu. Visku Hallgríms sjest eigi yfir það, að vara við „þræði snarspunnum". Lesanda grunar, að gamli maðurinn hafi haft bak við eyrað þá óeirnu og fljótvirku Hamsókn, sem sjest eigi fyrir vegna ákafa og tekur fram fyrir hendurnar á náttúrunni. Það Hjótræðisstarf hefir samkepni bjóðanna unnið, sem nú hefir komið öllum þjóðum veraldar á heljarþröm. Skáldið í Saurbæ ^iinnir á það, að oft sje „loki á hláþræði“. „Þráður snarspunn- inn“ verður með ,,lokum“, svik- ulum (snurðum). Sennilegt er, að nafnið sje tekið frá Loka svikula as, snurðubendillinn látinn heita 1 höfuðið á þeim óþjála öfug- uega . . . Þráðurinn var snarspunninn, sem Guðrún Ósvífursdóttir spann a þeim degi, sem Kjartan var veg *nn. En Darraðarvefurinn, sem gerður var úr þeim þræði, var og varð blóði drifinn. Því betur, sem Vandað er til spuna örlagaþráða, því færri sem bláþræðir og lokar eru á þráðum þeim — því hald- betri verða þræðirnir. GAMAN OG ALVARA. Vísurnar í Samhendum eru því sem næst hálft hundrað og átta ljóðlínur í hverri — alls um 400. — Hver hending felur í sjer heild arhugsun, efni hverrar er eins og niðursoðinn kjarni, sem lumar á miklum kosti, eða kjarna. Hall- grímur segir í lok fyrri kafla, að kvæðið sje- „gaman og alvara“. Þetta er fyrirsláttur. Kvæðið er alvara frá upphafi til enda. En vera má, að höfundurinn hafi gert það að gamni sinu á þann hátt, að það sjíe kveðið til dægra- dvalar í aðra röndina, á hinn bóginn til þess að kanna þolrif og fótfimi skáldgáfunnar. Sumir menn þreyta skák við sjálfa sig eða aðra til að reyna hugkvæmni sína. Aðrir glíma við að skapa uppfyndningu og er þá fengist við hugarburð eða hugmynd. Skáld sem velur sjer örðugan bragarhátt, hefir gaman af, eða honum er ánægja að sigfa örðugleika þeirra, sem hann skap- ar sjer. Samhendur Hallgríms gætu verið efni í svo margar ritgerðir, sem ljóðlínurnar eru margar. Hann gerir ýmist að kafa, vera djúpsyndur, eða hann bregður sjer á flug, og er byrsæll hvora íþróttina, sem hann leikur. Hátt- urinn, þó erfiður sje, hefir ekki sett hann í örðugri klípur en svo, að sjaldan bregður fyrir orði, sem er ógeðfelt vandlátum ís- lensku manni. En sum orð eru fágæt eða nýyrði. Þá list, að mynda nýyrði, hafa skáldin iðk- að að fornu fari og enn eru þau við það heygarðshorn. Það er skáldanna náttúra að frjóga tung una. Orðabók yfir skáldamálið sýn- ir og sannar, að tunga skáld- mæringa hefir eigi gripið í tómt, þegar þeim lá á að vera fund- vísir. Hallgrímur mundi hafa orðið gersemasmiður orða, ef uppi væri á vorri tíð. Það sýna Samhendur enn betur en Passíu- sálmar hans, því að í þeim er orðavalið eigi allskostar fullgilt eða ákjósanlegt. HÁLFKVEÐNAR VÍSUR. Skáldskapur þessa kvæðis er að sumu leyti bundinn í orðum og hrynjandi tungutaksins. En að sumu leyti má lesa hann milli lín- anna. Hver ljóðlína er hálfkveð- in vísa. Lesanda er ætlað að botna hverja setningu. Þó að hver hugsun sje saman þjöppuð, svo sem mest má verða, er samt svigrúmið rúmt fyrir getgátum og ágiskun. Taka má eitt dæmi enn úr kvæðinu. Hallgrímur var- ar við: „í hríð úr höfn venda“ (skipi). Ætla mætti, að sjómenn þyrftu eigi slíkra leiðbeininga. En stutt er síðan þaulreyndur sjómaður ljet úr Húsavíkurhöfn í hríð, þvert á móti vilja vensla- manna í Víkinni, ætlaði til Þor- geirsfjarðar, einn í vélbát. Brim var í uppgangi, skamdegisnótt var í aðför. Hann fórst. — Hús má kalla höfn, þegar orða-. leik er beitt. Eitt sinn var fólk í mínum bæ búið til ferðar á skemti samkomu, langt í burt. Hríð var í aðsigi og hikaði hóp- urinn á hlaði, eða í bæjardyrum. Vinnukonu minni líkaði illa þetta hik og mælti í fullri alvöru: „Ver- ið ekki að bræða þetta, raggeitur, von úr viti. Við skulum fara áður en hann brestur á“. Griðkonan viðurkendi ekki, að kapp væri best með forsjá. Það einkenni, eða mark, er á góðum skáldskap, að lesanda, sem er vitiborinn, finst því meira í hann spunnið, sem oftar er les- inn, enda sje gaumgæfni beitt við lesturinn, sem brýtur efnið til mergjar. Samhendum Hallgríms Pjeturssonar er ekki gert of hátt undir höfði, þó að þrílesnar sjeu með athygli og gaumgæfni. Þar er um svo auðugan garð að gresja; moldin í honum er svo djúp, himininn uppi yfir hon- um svo hár, áttirnar umhverfis svo víðáttumiklar, að þeim eru engin takmörk sett. Guðmundur Friðjónsson. í Kansas City var kaupmanni einum skýrt frá því, að hann mætti ekki selja unglingum hvell- hettubjrssur nje baunabyssur, en það- var ekkert í veginum fyrif því, að hann seldi þeim hagla- byssur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.