Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1942, Blaðsíða 8
120 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS iiiiiiiiiiiiiMiiiiimmiiiiiHiiiiiiiMiiiiiiitiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiMiimiiiiiimiiiimitiiiiiiiiiiiiiU FJAÐRAFOK TiiiiiiiiiiiiiiimmimmiiMiimiiiiiiiiiim j\ iiiiimim 111111111111111111111111111111111111' einmitt vegna þess að þeir lýstu loftslagi og öðru satt og rjett, hafa orð þeirra Verið vefengd af fræðimönnum öld eftir öld. Vegna þess að hin sanna lýsing ríður í bága við rótgróinn misskilnjng, þaularfgengan og almennan, hef- ir hinn mikli snildarmaður, Pyt- heas, verið gerður að ósanninda- manni. Hefir hann legið undii' röngum dómi um aldaraðir. Hin sama saga hefir endurtekið sig í lífi Vilhjálms sjálfs. Þegar hann lýsti af eigin sjón hinu „vin- gjarnlega norðri“, þar sem alt mor ar af lífi,' þá mætti hann fyrst grimmum dómum, af því að þetta var svo gerólíkt norðri hinna við- urkendu vísindamanna — hinum lífvana helheimum, sem í raun rjettri voru þó hvergi til nema í ímvndun manna. ★ Ein deildin í safni VilhjálmS' fjallar um næringarefnafræði. Er þar hægt að kynnast tilraunum og rannsóknum sem gerðar hafa verið á því sviði um víða veröld. í þessari deild, eins og hinum, eru spjöldin í spjaldskránni með tveimur litum, hvít og bleik. Tákn ar annar liturinn bundnar bækur í hillum en hinn bæklinga, tímarit og pjesa sem flokkað er eftir efni. Er í hinum síðarnefnda flokki ýmislegt af hinu allra verðmætasta sem safnið hefir að geyma, þótt það láti oft 1ítið yfir sjer að ytra átliti. Þótt fjölyrt hafi nú verið um hina íslensku deild í safni Vilhjálms Stefánssonar, þá er hún lítil og ófullkomin borið saman við landfræðisafnið. Er það svo mikið, að fá munu slík í eins manns eigu. Sú deildin, sem mest er um vert, fjallar um norðrið. Það safn ber af öllu, sem til er á því sviði. Þar eru bækur á næstum því öll- um tungumálum heims, og mun fátt af merkum bókum er fjalla að einhverju leyti um kuldabeltið, sem ekki eru þarna saman komn- ar. ★ Jeg vil ekki ljúka þessari ófull- komnu lýsingu án þesS að geta um það sem öðru fremur gerir þenna stað aðlaðandi, en það er hið andlega andrúmsloft, hin lát I þessari Lesbók birtast hjer í * fjaðrafokinu eingöngu ame- rískar sögur, sem eru sannar, þó margar þeirra sjeu spaugilegar og csennilegar. Sögur þessara hafa birst í ame- rískum blöðum. Sennilega verða lesendur sammála um, að sumar þeirra hefðu hvergi getað skeð nema í Ameríku: — ★ Drukkinn ökumaður einn í Lo uisville sofnaði í vagni sínum. Múlasninn, sem gekk fyrir vagn- inum, fór beina leið á lögreglu- lausa prúðmenska og einlæga hlýja, sem jafnan fylgir Vilhjálmi Stefánssyni. Kona hans virðist og hafa alt það til að bera sem prýða má heimili hans. Þau hafa milli tíu og tuttugu ár verið vinir og samverkamenn og enn skila þau a. m. k. 70 stunda vinnu á hverri viku. Þrátt fyrir það virðast þau jafnan hafa nægan tíma til að sýna alúð og gleðjast með vinum sínum á barnslega glaðan og ein- lægan hátt. Kemur mörgum ís- lendingi á óvart að heyra frúna, sem er ameríkani, fara með ís- lensk lög og ljóð svo vel, að sæma myndi hverri íslenskri konu. (Það mun mörgum kunnugt, að hinn nafnkunni hugvitsmaður Dr. Hjörtur Þórðarson í Chicago á afar merkilegt og verðmætt bóka- safn, sem af ýmsum hefir verið talið besta bókasafn í einstaklings eigu í öllum Bandaríkjunum. Hef- ur þess safns víða verið getið, þótt engin rækileg lýsing þess hafi því miður birst á íslensku. Hins vegar mun fáum mönnum hjer á landi vera nokkuð kunnugt um hið mikla bókasafn Dr. Vilhjálms Stefánssonar, sem hjer er sagt frá. Er því Morgunblaðinu sjerstök ánægja að birta þessa grein. Ef einhverjir menn vildu senda þess- um fræga landa vorum bækur sínar, þá er heimilisfang hans: 67 Morton Street, New York City, U. S. A.). 400 Riverside Drive 4. febr. 1942. Steingrímur Arason. stöðiua og stöðvaði þar fyrir framan. ★ Nýlega vildi það til í Salt Lake Citv, að einhver stal þvotti af snúrum frá frú Lorus Jackson. Tveimur vikum síðar var þvotta- vjel sömu frúar stolið. ★ Það vildi til í Kansas Citty, að vindhviða feykti 270 dollara ávís- un af skrifborði Wyatts nokkurs. Hann fjekk ávísunina senda í pósti nokkrum dögum síðar frá Mendota^ sem er 200 km. frá Kansas. — f Charlestown tapaði póstmaður einn vasahnífnum sín- um. Ilonum datt í hug að hnífur- inn liefði lent í póstpokum, sem hann hafði verið að afgreiða og skrifaði 14 póstmeisturum til að reyna að grafast fyrir hnífinn. Hann fjekk 16 vasahnífa senda. ★ Hjón ein í Van Nuys í Kali- forníu, sem vildu selja hús sitt og kaupa annað, lögðu inn tilboð á afgreiðslu blaðs, þar sem birst hafði freistandi auglýsing um hús til sölu. Þau komuts að því skömmu síðar, að þau höfðu svar- að sinni eigin auglýsingu. ★ í Portland fór alsgáður lögreglu þjónn ofan í vasa drukkins manns og dró upp höggorm. ★ í bókasafni í Fort Devens var lánuð út bókin ‘Handbók slátrara1. Þegar bókinni var skiklað aftur, var í henni bókmerki — bókmerk- ið var svínakjötssneið. ★ Maður einn, sem var að veiða endur( skaut, en misti marks — en í sömu mund stökk aborri inn í bátinn hjá honum. ★ Henry nokkur Steen í Coquit- lam fann að eitthvað var undir sóla á skómim hans. Hann beygði sig niður til að taka þessi óþæg- indi burtu og kom þá í ljós, að undir sólann hafði klestst 100 dollara seðill, 20 dollara seðill os 10 dollara seðill.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.