Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Blaðsíða 2
122 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ulinn, enda er hann nú um 1200 metrum styttri en hann var þá. Rokið harðnaði og fauk sumt fólkið bókstaflega. Var það mjög skoplegt. Eitt sinn, er jeg kastaði mjer niður undir stóran stein til þess að „anda rólega“, þá sá jeg einn af okkar þjettvöxnu ungl- ingum, 16 ára pilt 185 pund að þyngd, í flugstökki með grjót- flugi og malarroki koma svífandi til mín að steininum. „Hann er bara hvass'-, sagði pilturinn. Heima að Skógum var mikið spáð, og voru spádómarnir þanr. veg, að einhver hlaut að spá rjett, en ekki slotaði samt veðrinu. Voru nú haldnar kvöldvökur uppi á ilmandi heystálinu í rúmgóðii hlöðunni, einnig miklar hangi- kjötsveislur. Var borið fram í trogum að gömlum sið, jafnvel þótt munngát væri eigi á borð- um, þá minti dvöl okkar þarna á fornar 3 nátta veislur. Að lokum spáðu hinir bjartsýnu rjett og við eygðum bláan himinn gegn um hríðarbólstrana. Klukkan 7 að morgni stóðu 38 klyfjahest- ar á hlaðinu að Skógum og 5 lesta menn, albúnir að leggja af stað. Heiðin var alhvít framundir brúnir, en þegar kom upp á móts við Hornfellsgnýpu, þá vorum við í ríki vetrarins. Jöklarnir blöstu við okkur heiðir og hrein- ir. Suma var nú „farið að kitla í fæturna", enda fengu þeir að dansa á skíðum þann sama dag, aðrir þrifu til í skála vorum, sem ■ -*■ -s.-~ Lestin bugðast upp Skógahei'Si. óboðnir gestir höfðu skilið við i sóðalégu ástandi. Snjóborgarmennirnir tóku upp 'snjósagir sínar og skóflur og reistu sjer snjóborgir (Iglo). Þarna sátum við nú 40 talsins í 1100 metra hæð, kolalaus, því kolabirgðir skálans höfðu „gestirn- ir“ notað án þess að við vissum. Fyrir 40 manns þarf að bræða ca. 120 lítra af vatni daglega itr snjó og ís. Sem betur fór voru þrír prímusar með í för- inni og töluvert af olíu. Kass- ar og koffort voru brotin í eldinti og spýtnarusl barið upp úr gadd- inum. Að kvöldi lögðust allir til svefns saddir og þreyttir, 18 í skálanum, en hinir aðallega í tjöld- um. Um nóttina rauk á hríðarveður Skálí og tjaldbútSir á kafi í snjó. með ofsaroki. Mun vindhæðin hafa verið 10—12 stig, enda mátti heita að óstætt væri á Fimmvörðu- hálsi. Þegar skarafokið buldi á þak- inu og veðurdunurnar norður á Goðalöndum lílitust fjarlægum þórdunum, þá hugsaði jeg: Skyldu nú tjöldin halda? Þau höfðu öll 5 verið stjóruð niður og hlaðnir háir skjólgarðar um þau, en jeg mintist þess, að hvergi á fslandi hafði jeg um 25 ára skeið rifið tjöld mín nema á Fimmvörðu- hálsi, og einmitt í norðaustanroki- Jeg hugleiddi nú þetta, liggjandi í þykku húðfati -í traustum skálu og minnist, er síðasta tjaldið fauk, er við vorum að byggja skálann í lok ágústmánaðar fyrir tveimur árum. Það var um nótt í samskon- ar veðri, jeg steinsvaf þrátt fyrir skellina í hinum 3 tjöldum, og vakna við, er holdvotir menn skríða inn í tjaldið, er jeg svaf í- Þeir sögðu mjer, að tjald þeirra hefði svifst í tætlur, en þeir sjálf- ir björguðust skríðandi yfir í mitt tjald. Meðal þeirra var unglingur, sem óvanur var svona hrakförum- Hann hafði fengið köldu, svo að tennurnar í honum glömruðu eins og tómir mjólkurbrúsar í skrölt- vagni. Jeg dreif hann í þur klæði og ofan í húðfat mitt, helti ofan í hann tei, rommi og kamfóru- dropum eins miklu og jeg þorði, með tilliti til þess, að hann hafði eigi bragðað áfengi áður. Eftir lítinn tíma var pilturinn hættur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.