Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Blaðsíða 4
124 LESBOK morgunbladsins /st yr 'sff Chicagosýningunni 1893 Eftir STEFÁN JÓNSSON, Munkaþverá Niðurlag. Grímur Guðmundsson var ekkjumaður. Kona hans hafði ver ið íslensk og dáið af slysförum, en börnunum hafði hann komið fyrir í Minnisota. Meðan jeg dvaldist í Chicago kom fóstran með þau til að sýna Grími þau og gladdi það hann innilega. Einhverju sinni, er við Grím- ur ræddumst tveir við, sagði hann við mig: „Jæja, Stefán minn. Jeg held að það hafi verið skemtileg- asti tími, sem jeg hefi átt á æf- inni, þegar jeg var smali á Munkaþverá“. Jeg fór að hlæja og sagði að honum mundi hafa verið margt annað betur gefið en að fást við kindur. „Svona er það nú samt“, mælti hann. Grímur var þókhneigður, og má vera að hann hafi haft yndi af því að vera einn með hugsanir sínar úti í náttúrunni, eða dvelja þar með fræðibók yfir kvíánum. Sá var líka einn háttur hans, að hann gat tímum saman setið einn yfir manntafli og teflt við sjálfan sig og virtist. hann hafa hina mestu ánægju af því. MAGNÚS BJÖRNSSON Einn landa verð jeg enn að minnast á, en það er Magnús Björnsson, föðurbróðir Haraldar Árnasonar kaupmahns í Reykja- vík. Jeg hafði lítillega þekt hann heima, áður en hann fór vestur. Magnús var snyrtimaður og glað- lyndur. Vorum við oft saman þessa daga í Chicago. Hann hafði góða atvinnu af að bræða upp brotasilfur og gullgripi. Var til þess notaður háspentur raf- straumur. Þetta var vandasamt verk og ekki hættulaust, enda dó hann af slysum seinast, að því er mig minnir við þessa handiðn sína. Verkstæðið, þar sem hann vann, var í kjallara stórhýsis eins. Þykir mjer sennilegast að Gyðingar hafi átt fyriríæki þetta, því að þeir gera mikið að því að kaupa skartgripi eða taka þá að veði fyrir lánum, og eru þeir þá ekki ætíð fertgnir með sem best- um heimildum, og því talið ör- uggast að bræða þá upp. Ýmsa fleiri Islendinga hitti jeg í Chicago, t. d. Steingrím Stefáns son. Hann hafði verið í Latínu- skólanum í Reykjavík og var tal- inn gáfumaður, en helst til vín- hneigður. Hafði hann atvinnu við bókasafn. SÝNINGIN Jeg verð fyrst að fara nokkr- um orðum um sýningarsvæðið og afstöðu þess til borgarinnar. Chi- cagó stendur vestanvert við suð- urenda Michiganvatns, svo sem sjá má á landabrjefinu, en stór- vötnin þarna líkjast meir úthöf- um en stöðuvötnum, enda eru miklir flutningar eftir þeim á stærðar gufuskipum. Sjálft sýn- ingarsvæðið lá nokkru sunnar með vatninu og lágu að því tvær leiðir: Önnur var eftir vatninu með margþiljuðum farþegabát, sem hafði upp á öll möguleg þæg- •indi að bjóða. Jeg fór aðeins einu sinni með bátnum, enda tók það lengri tíma og var allmiklu dýr- ara. Hin leiðin var með járn- braut, sem lögð var á háum járn- súlum og lá jafnhátt fjögra hæða húsum, gegnum borgina, en síð- an á jörðu niðri. Mun þetta hafa verið ein af hinum fyrstu raf- knúnu járnbrautarlestum. Breið- ir og miklir stigar lágu upp á járnbrautarpallana. Varð skurk mikið af þessari upphækkuðu braut og fanst mjer að ekki myndi svefnstygt fólk öfunds- vert, sem byggi í grend við hana. Eins og alkunnugt er, þá var heimssýningin í Chicagó haldin til minningar um 400 ára afmæli þess, er Columbus fann Ameríku. Hafði það verið tilætlunin að sýn ingin væri haldin árið 1892, en sökum þess að undirbúningi vai' ekki lokið varð að fresta henni til næsta árs. Heita mátti að Spánverjar og aðrar Miðjarðarhafsþjóðir skip- uðu öll öndvegi á sýningunni. Þaf voru eftirlíkingar á skipum þeim, sem Columbus hafði siglt á vest- ur, og voru þau sem nákvæmast með rá og reiða og að öllum út- búnaði alveg eins og menn þótt- ust vita að skip þessi hefðu verið. Ekki sýndust þau mundu hafa verið hentug sjóskip, enda voru þeási skip send vestur um haf 1 gufuskipafylgd. Allsstaðar úði og grúði af skemtistöðum á sýningarsvæð- inu. Var það upplýst á kvöldin af sterkum varpljósum og mátti þar iðulega sjá mikla og skrautlega flugeldahríð. Fyrsta daginn, sem jeg fór á sýninguna, vorum við þrír félag' ar saman: Jón Clemenz, Grímur og jeg. Skemtum við okkur ágæt- lega. Jeg leitaðist við að fá sem bezta heildarsýn yfir húsaskipun alla og afstöðu sýningarskálanna hvers til annars. Einkum gerði jeg mjer far um að kynnast ölln því, sem beint eða óbeint kom ÍS' landi við, en þess var helst að leita á vegum Dana. Stærsti sýningarskálinn vaf iðnhöllin og mun grunnur hennar hafa verið um hektara að flatar- máli. Byggingarlagið var þannig að megin sýningarhöllin var með hvolfþaki, sem haldið var upp1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.