Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hannyrðadeild, sem hún stóð fyr- ir sýningu á. Var hún í ofurlítilli stofu á efri hæð kvennaskálans. Þar var raðað á langan bekk ýmiskonar vefnaði og prjónlesi úr íslenskri ull o. fl. HJÁ INDVERJUM. Til gamans vil jeg geta um það, að við Jón komum einu sinni í sýningarskála Indverja. Ekki ætla jeg að lýsa neinu, sem þar bar fyrir augu, enda þótt mjer virtist það bera vott um auðlegð og skrauthneigð. En minnisstæð- astur er mjer Brahmaprestur einn, sem vék sjer að okkur. Hann var mjög virðulegur ásýnd- um, í austurlenskum viðhafnar- búningi og mun hafa verið um fertugs aldur. Jeg gæti trúað því að mannfræðingar hefðu hiklaust talið hann vera af hinum ariska kynstofni, eftir andlitsfallinu að dæma. Prestur þessi tók okkur tali og barst brátt umræðan að trúmálum. Hann kvaðst tilheyra þeim flokki Bramatrúar sem elst væri og hreinust. Jón spurði hann hvort þetta væri ekki fjöl- gyðis trú. Presturin varð glett- inn á svip og sagði, að það færi nú eftir því hvernig það væri skilið: „Þið kristnir menn þyk- ist vera eingyðistrúar, en trúið þó á heilaga þrenningu". Lauk tali þeirra með því að prestur- inn gaf Jóni bækling, sem virt- ist vera einskonar skýringarrit, þar sem orð og hugtök úr San- skrít voru þýdd yfir á enska tungu. SÝNINGARGESTIR FRÁ WINNIPEG Alls dvaldi jeg hálfa þriðju viku á sýningunni og naut í fyrstu leiðbeiningar frá ýmsum góðum löndum mínum í Chicago. En þegar eg var orðinn kunnug- ur á sýningunni var jeg því jafn fús að fylgja öðrum löndum, er síðar komu og leiðbeina þeim. Ein dag komu t. d. f jórir land- ar frá Wjnnipeg, og fór jeg með þeim á sýninguna. Ekki man jeg að nafngreina þá, nema Albert Jónsson frá Akureyri, sem síðar varð fyrstur Islendinga danskur og íslenskur ræðismaður í Winni- peg. í annað sinn kom sjera Steingrímur Thorláksson og f jöl- skylda hans. Þau voru þá á leið frá Noregi heim til sín. Frúin var fædd og uppalin í Noregi og voru þau hjónin þremenningar að frændsemi frá Magnúsi Erlends- syni presti á Hrafnagili. Rann- veig, dóttir sr. Magnúsar var móðir Þorláks á Stóru-Tjörnum, föður sr. Steingríms. önnur dótt- ir sr. Magnúsar hjet Karitas. Hún átti Jósep Grímsson á Stokkahlöðum. Þeirra sonur var Sigurður skósmiður, sem fór til Noregs og giftist þar og bjó skammt frá Osló. Dóttir hans mun kona sr. Steingríms hafa verið. Þeir Steingrímur og sr. Friðrik J. Bergmann stunduðu háskólanám í Noregi að því er mig minnir á árunum 1884—88. Þá kynntust þeir þessu frænd- fólki Steingríms og munu hafa dvalið hjá því í sumarfríum. Vegna þess að þau sr. Stein- grímnr og frú hans höfðu með sjer börn sín ung, gátu þau aldrei farið bæði í einu á sýninguna. Fylgdi jeg eitt sinn frúnni á sýn- inguna og hafði hún með sjer son sinn ungan. Drengurinn upp- gafst fljótt að ganga, sem von var, því að heitt var í veðri og troðningur mikill af fólki. Mátti jeg þá bera hann. En þegar inn í einn sýningarskálann var komið þá urðum við viðskila í mann- þrönginni og reiddi mig sitt á hvað með sveininn á handleggn- um. Þóttist jeg aldrei í meiri mannraun komist hafa en barn- fóstur þetta á svo óþægilegum stað, og varð þeirri stundu fegn- astur, er jeg loksins fann móður- ina aftur og komst út undir bert loft. Drengur þessi mun hafa verið sjer Oktavíus Thorláksson, síðar trúboði í Japan. Slátrari einn í Newark fór heim úr búð sinni eitt kvöld án þess að gefa kettinum sínum eins og hann var vanur. Símastúlka á miðstöð komst að því, að verið var að fikta við síma slátrarans. Símastúlkan tilkynti þetta lögreglunni, sem sótti slátrarann. Það kom í ljós, að kisa var í símanum. Kisa fjekk sinn kvöldmat fyrir bragðið. Fjailamenn Framh. af bls. 123. hömuðust þarna meiri part dagsins með fjallameyju á milli sín, eins og í fihmmni „Hið hvíta helvíti", og voru svo myndaðir með stækk- unarlinsu á tindinum, jetandi sítrónusneiðar, eins og vera ber nú á vitamíntímmium. Þetta var dýrðlegt, enda var mikið hlegið, en skíðakapparnir rendu sjer fram af hengju 20 metra eða meir og dönsuðu Cari- oca á skíðunum af eintómum fögn- uði. Páskakvöld var vaka (ef nota má það orð vegna vökumanna þjóðarinnar). Var soðin feit Grindavíkurísa og gaddaðar kart- öflur, páskaegg fundust og kálfs- hryggir á Staraya Russa svæðinu. Þá var sungið mikið við glampa marglitra norðurljósa. Guðmundur Sigmundsson hjelt ræðu og safn- aði í skálasjóð álitlegri upphæð. Nú var kominn „spenningur" í fólkið og vildu 10 verða eftir í jökladýrðinni. Var það auðsótt, en við hin 30 komum um kvöldið að Skógum „heilu og höldnu", eins og útvarpið segir. Við hjeldum lokaveislu að Skóg- um, langborðum úr plönkum var slegið upp á stjettinni og á þati hlaðið hangikjöti og kartöflum, en það er uppáhaldsmatur fjalla- manna. Jeg óskaði, að þarna hefðu kom- ið þeir, sem eigi skilja að jökla- ferðir hafi þýðingu fyrir bleik- nefjað kaupstaðafólk. Þarna sátu nú þátttakendur fararinnar yfir hangikjötstrogum ,útiteknir og af- "huga allri húsvist. Það var ólíkur hópur þeim, er lagði á fjöllin fyrir fáum dögum, og þó er þetta fólk vant meiri útivist en allur fjöld- inn. „Fletcher L. Bentley" var inn- ritaður við háskólann í Syracuse í þrjú ár áður en það uppgötvað- ist, að hann var terrier-hundur. • — Pabbi, má jeg ekki læra að aka bíl? Jeg er orðinn nógu gam- all núna. — Þú ert nógu gamall, en það er bíllinn minn ekki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.