Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Qupperneq 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 127 Ljósin á L/ósafossi Skýring á hinu rjetta nafni Morgunblaðið 25. febr. og 15. *• og 25. mars 1942 hafa nokkr- ir ritfærir menn og málfróðir skrifað um það, hvernig nafnið Ljósafoss sje til orðið, og hafa sumir þeirra fullyrt, að nafnið stafi af því, hversu bjartur hann sje eða hvítur, og leitast þeir svo við að rökstyðja málfræðilega sín- ar fullyrðingar, enda þótt lesend- urnir hafi verið í nokkrum vafa, meðal annars vegna þess, að Ljósa- foss var hvorki hvítari nje bjart- ari en aðrir fossar á landi hjer með svipuðu viðhorfi við sól og legu o. s. frv. Nú sje það fjarri mjer að deila á nokkurn mann í þessum efnum, því málfræðingur er jeg ekki. Þó er það vegna þess- ara skrifa, að jeg get ekki stilt mig um að segja hjer nokkuð frá kynnum mínum af Ljósafossi. Það var árið 1900—1902 að jeg var til heimilis að Syðri Brú í Grímsnesi, sem er næsti bær við Ljósafoss. Jeg er fæddur 1880 og var því um og yfir tvítugt þessi árin. Vegna smalamensku átti jeg margar göngur fram hjá Ljósa- fossi, sumar þarfar, sumar óþarf- ar, því mjer fanst mikið til um mikilleik og fegurð fossanna þriggja, sem þarna falla með stuttu millibili. Nöfn neðri foss- anna tveggja, írufoss og Kistu- foss fanst mjer skýra sig sjálf. Hitt var mjer ráðgáta, hversu nafnið Ljósafoss væri til orðið, en eftir þriggja ára dvöl flutti jeg burt af þessum slóðum, án þess að fá þeirri spurningunni svarað. Svo er það 33 árum síðar, þ. e. 1935, þá er jeg einn þeirra manna, sem farnir voru að vinna að und- irbúningi virkjunarinnar við Ljósafoss. Þegar 'hjer er komið sögu er að engu leyti farið að breyta fossinum. Það er komið fram í september. Það er sunnu- dagur. Meiri hluti verkamanna hafði farið heim kvöldið áður, svo sem venja var, nokkrir voru eftir, þeirra á meðal jeg. Fjelagar mínir eyddu deginum á ýmsa vegu, sváfu, spiluðu, tefldu o. s. frv. Klukkan 4—5 eftir miðdag gekk jeg einn saman niður að Sogi, kaus mjer stað á árbakltan- um, hjer um bil 20 metrum neðar en stöðvarhúsið stendur nú. Það var suðvestan hryðjuveður. Dökk- ir skúraflókar' risu hátt yfir Henglinum og IGi’afningsfjöllum, einnig frá suðurströndinni inn yfir Flóann alt til fjalla. Vindur stóð af Skálafelli, og mun vindhrað- inn hafa verið 6 stig. í suðvest- urátt var breitt rof í skýjaþykn- ið, svo að sólin, sem orðin var lágt á lofti, náði að skína óhindrað á Ljósafoss og umhverfi hans. Eins og svo oft áður b indi jeg augum mínum upp til fossins, og sjá: Efst við lárjettan vatnsflötinn, í brún þeirri, sem vatnið byrjar að falla, hafði stormurinn þau á- hrif, að hann myndar eina röð af smá-spírum þvert yfir fossinn, ýmist lóðrjettum, eða lítið eitt hallandi undan vindi. Spírur þess- ar virtust mjer vera þriggja til sex þumlunga háar, og að gildleika 5—7 millimetrar, en efst á hverri spíru er bjart ljós, ýmist hvítt, eða bláhvítt ljós. Ljós þessi voru nokkru gildari en venjuleg kerta- ljós, en um leið nokkru styttri. Eftir fossbrúninni vil jeg halda, að ljós þessi hafi verið 30—50 að tölu, en óhægt var að telja þau, vegna þess að vindurinn, sem stóð skáhalt á fossinn, eins og kastaði ljósunum við og við, fáum eða mörgum í einu, upp á við, í boga, þar til þau fjellu á lág- rjettan vatnsflötinn fyrir ofan, og voru þá um leið horfin. En um leið og hvert ljós sloknaði þannig, myndaðist annað nýtt á hverjum stað. Þó voru þau misjafnlega mörg á hverju augnabliki,. og færðust nokkuð til, alt vegna þeirra verkana, er vindmagnið hafði á þau í hvert skifti, að því er mjer virtist. Þegar hjer var komið sögu dró snögglega ský fyr- ir sólina, sem svo glatt hafði skin- ið á fossinn meðan sýn þessi stóð yfir, og um leið voru öll ljós horf- in. Þá leit jeg á klukkuna og höfðu þá liðið 20—25 mínútur frá því jeg sá ljósin á Ljósafossi fyrsta og síðasta sjnni. Lýsing mín á þessu fyrirbrigði er því miður' ófullkomin, saman- borið við þá fegurð, sem hjer var irm að ræða, því sýn þessi er mjer ógleymanleg æ síðan. Og lakast þótti mjer þá, og síðan, að vera einn um sýn þessa. Því er það, að jeg hefi ekkert annað en sam- visku mína að .veði fyrir því, að hjer sje rjett frá skýrt að öllu leyti. Þó jeg nú væri einn um að sjá þessi umgetnu ljós að þessu sinni, vil jeg að lokum álykta, að hinn glöggskygni nafngefandi Ljósa- foss, hver svo sem hann hefir ver- ið)hafi einnig í gegnum veðurfar landnámsáranna fengið svipað tækifæri og jeg, til að gefa foss- inum það nafn, er kynslóðir lið- inna alda hafa við hann tengt og best mun fara í framtíðinni, nafn- ið Ljósafoss. Kjartan Ólafsson múrari. Smæ'ki Yeiðimaður nokkur í Wheeler, Ore. hrasaði í veiðiför, er gæsa- flokkur einn flaug alt í einu upp hjá honum. Skotið reið úr byss- unni og þrjár gæsir lágu. — Önn- ur veiðisaga er frá Pittsfield. Veiðimaður miðaði á íkorna í trje. Hann hitti ekki íkornann, en þrír þvottabirnir lágu í valnum. ★ Hann: „Eigum við ekki að gifta okkur?“ Hún: „Jú, elskan“. (Löng þögn). Hún: „Af hverju segir þú ekki neitt ?“ Hann: „Jeg hefi þegar sagt of mikið“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.