Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1942, Page 8
128 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H BRIDGE M Fjaðrafok ó að tala þeirra nemi mörg- um hundruðum, sem spila kontraktbridge hjer í bæ, hafa þeir ekki haft með sjer neinn fje- lagsskap til þessa. Fyrir nokkrum árum gekst Stúdentafjel. Reykja víkur fyrir fyrstu bridgekeppn- inni, og var síðan kept nokkrum sinnum, en síðastliðið ár fjeli kepni alveg niður vegna þess, að hentugt húsnæði fjekst ekki. Eft- ir nýár í vetur gengust nokkrir áhugasamir menn fyrir því, að koma á kepni á nýjan leik, og fór hún fram í Alþýðuhúsinu (Ingólfs Café). Við undirbúning þessarar kepni og framkvæmd hennar kom í ljós, að hjer var fjöldi spilamanna, sem höfðu aldrei tekið þátt í bridgekeppni, en vildu þó gjarn- an fá að reyna sig við þá, sem áð- ur hafa kept hjer. Þeim, sem stóðu að fyrri kepninni, fanst rjett að verða vfð þessum óskum, og á- kváðu þeir að efna til nýrrar kepni milli 16 flokka. En þar sem flokkarnir voru svona margir, varð því ekki komið við, að keppa á •sama hátt sem fyr. Var þá tek- ið það ráð, að láta flokkana falla úr kepninni eftir sjerstökum regl- um, þar til 4 flokkar stæðu eftir. Var því hafður sá háttur á kepn- inni, .að 2 umferðir voru hafðar fyrsta daginn; voru þeir, sem unnu í 1. umferð (8 flokkar) látn- ir keppa saman í 2. umferð, en hinir 8, sem tapað höfðu, keptu í annan stað, og þeir 4, sem þá töpuðu, og höfðu þannig tapað tvisvar, voru úr sögunni. Voru pá eftir 12 flokkar í upphafi 3. um- ferðar. í henni var enn hagað svo til, að þeir, sem höfðu áður tap- að einu sinni, en þeir voru 8, reyndu með sjer, og þeir 4, sem þá töpuðu, voru þar með úr sög- unni og því 8 flokkar eftir í byrj- un 4. umferðar, og af þeim voru 6, sem áður höfðu tapað ein,u sinni. Eftir 4. umferð fjell svo með sama hætti helmingur þess- ara 6 flokka úr kepninni, svo að einir 5 urðu eftir. í fyrstu 4 um- ferðunum voru spiluð 12 spil í hverri umferð. Til þess að fá 4 flokka í lokakepnina, var sá flokkur (flokkur Árna M. Jóns- sonar), sem til þessa hafði unnið í öllum umferðum, látinn sitja hjá, en hinir 4 keptu einn við alla og allir við einn, 8 spil í hverri umferð, og sá flokkurinn, sem lægstur varð, fjell úr. í 6. um- ferð keptu svo síðustu 4 flokk- arnir með sama hætti. Sú kepni var ákaflega hörð og jöfn, og mátti ekki í milli sjá um röð flokkanna, fyr en síðasta spili var lokið. 1. Flokkur Gunnars Viðars -f 440 2. — Axels Böðvarssonar + 260 3. — Árna M. Jónssonar + 130 4. — Lúðv. Bjarnasonar — 830 í flokki þeim, sem hlaut sigur, voru þessir menn: Gunnar Viðar hagfræðingur, Skúli Thorarensen útgerðarm., Árni Daníelsson verk- fr., Torfi Jóhannsson fulltrúi og Tómas Jónsson borgarritari, og keptu þessir 5 til skiftis. Flokkur Árna M. Jónssonar kom þarna fram í fyrsta skifti, en flokkur Lúðvíks Bjarnasonar hafði aðeins kept einu sinni áður. Gallinn á þessari hraðkepni var sá, að spiluð voru altof fá spil í hverri umferð, og rjeði hending því frekar úrslitum en þegar fleiri spil eru spiluð (24 spil í hverri umferð hefir verið venja hjer). Samt sem áður kom það skýrt í ljós, að hjer eru margir fleiri góðir spilamenn en þeir, sem áður voru kunnir frá fyrri bridgemótum. Að lokinni síðari kepninni höfðu þátttakendur fund með sjer og ákváðu að stofna bridge- fjelag í Reykjavík. Var þá kosin bráðabirgðastjórn (Árni Snævarr verkfr., Halldór Dungal verslm. og ;Pjetur Sigurðsson háskólarit- ari), en stofnfundur fjelagsins mun verða í næsta mánuði. Er fjelagsskapurinn ekki bundinn við þá, sem áður Lafa kept hjer, heldur mun öðrum gefinn kostur á að ganga í fjelagið. Prestur nokkur var >á ferðalagi í járnbraut og las í biblíunni. Guðleysingi einn, sem sat í klefan- um með klerki, sneri sjer að hon- um og sagði: ,,Jeg trúi ekki orði, sem stendur í þessari bók“. Klerkur ljet sem hann heyrði ekki hvað maðurinn sagði, en guð- leysinginn gaf sig ekki og endur- tók hárri röddu: „Jeg trúi ekki orði, sem stendur í þessari bók“. En þá misti prestur þolinmæð- ina og sagði við manninn, sem hafði ávarpað hann: „Maður minn, væri yður sama, þótt þjer færuð hávaðalaust til fjandans“. ★ I veitingahúsi einu í sveit var sett upp eftirfarandi auglýsing: „Hollur og góður dans á hverju kvöldi nema á sunnudögum“. ★ Lungnabólgusjúklingur eina hafði hvað eftir annað beðið um mat og loks kom hjúkrunarkonan með sem svaraði matskeið af soðnum hrísgrjónum. Nokkrum mínútum seinna hringdi sjúklingurinn á ný og sagði: „Nú langar mig til að lesa örlítið. Getið þjer ekki lánað mjer frímerki til að skemta mjer við að lesa?“ ★ Hann hafði verið úti að skemta sjer með kunningjunum fram eftir nóttu og konan hans var vakandi og beið eftir honum. „Það er þokkalegur tími að koma heim. Hvar hefir þú ver- ið?“ spurði konan. „Vertu ekki vond, góða mín“, sagði hann. „Jeg skrapp í líkhús- ið“. „í líkhúsið! Hamingjan góða, hver er dáinn?“ „Allir, góða mín. Hver einasti einn“. ★ Tveir innbrotsþjófar höfðu brotist inn til klæðskera. „Sjáðu verðið á þessum fötum hjerna", sagði annar þeirra. „Já“, svaraði hinn, „hreinasta rán, kunningi, hreinasta rán“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.