Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1942, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1942, Qupperneq 1
^lor&unbliibsins 10. tölublað. Sunnudagur 26. apríl 1942. XVII. árgangur. lnkfolduprMlimlfJi h.t. Kfistjáns Jónssonar Fjallaskálds Kristján Jónsson Pjallaskáld er, sem kunnugt er, fæddur árið 1842. Það eru því nú á þessu ári liðin rjett 100 ár frá fæðingu hans. Væri maklegt og sjálfsagt að þess væri minst á viðeigandi bátt, með því að*nú síðustu 30 ár- in hefir verið mjög hljótt um nafn hans. En fram að þeim tíma, eða um hálfrar aldar skeið, var hann eitt vinsælasta alþýðuskáld þessa lands, og enn í dag eru mörg af ljóðum hans afar vinsæl, °govarla kemur það fyrir, að ekki sje sungið eitthvað af ljóðum hans þegar „lagið er tekið“, hvort heldur er í kór eða heimahúsum. Og jeg held að óhætt sje að full- yrða, að engin ferskeytla sje þjóðinni eins tungutöm og vísan „Yfir kaldan eyðisand", og er þá mikið sagt, því marga ferskeytl- una hefir þjóðin ort, kveðið og kunnað frá öndverðu. En þessa stórmerkilega aldaraf- mælis hefir ennþá hvergi verið getið, og mun það vafalaust stafa því, að ekki liggur fyrir full vissa um það, hvaða mánaðardag Kristján sje fæddur. í æfisögu hans eftir Jón Ólafsson skáld stendur, að hann sje fæddur 21. júní, og hafa flestir haldið sig við hað af eðlilegum ástæðum. Þetta er vafalaust bygt á því, að í fermingaskýrslu sr. Hjörleifs Guttormssonar Skinnastaðaprests til biskups sumarið 1856 stendur þessi mánaðardagur við nafn Kristjáns, er var fermdur að Skinnastað þetta vor. En ferming- arskýrslurnar eru yfirleitt aldrei svo öruggar, að þeim megi treysta til fullnustu. í þessu sambandi má benda á það, að í tveimur stöðum hefi jeg sjeð það, að Kristján er talinn fæddur 13. júní umrætt ár. Ritið Sumargjöf, er þeir Bjarni frá Vogi og Einar Gunnarsson cand. phil. gáfu út, flutti 1908 mynd af K. J. ásamt fleiri skáldum aldar- innar, og tilgreinir fæðingardag hvers, en þar er Kristján talinn fæddur 13. júní. — í hinni vin- sælu bók dr. Guðm. Finnbogason- ar, „Afmælisdag«r“, stendur einn- ig að Kr. J. sje fæddur 13. júní. Ekki er mjer kunnugt um, á hvaða heimildum þetta er bygt. En ekki fæ jeg trúað'því að ó- reyndu, að slíkur snillingur, sem dr. G. P. er, hafi tilgreint þenna mánaðardag af handahóófi. Við erum því engu nær um hinn rjetta fæðingardag Kristjáns Fjalla- skálds. Ef nokkurntíma er ástæða til að ganga til fullnustu úr skugga um hið rjetta í þessu efni, þá er það nú, þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins. Ekki verður hjer feldur neinn úrskurður um það, hvort rjettara muni vera, að Kr. J. sje fæddur 13. júní eða 21. júní, því til þess skortir þá einu öruggu heimild, sem hægt er að treysta í þessu efni, þ. e. prestsþjónustubók IG'arðssóknar frá þessu árabili. En hún er talin geymd á þeim stað, þar sem ekki verður til hennar gripið að sinni. En trúað gæti jeg því, að það kæmi í ljós við nán- ari rannsókn, að fæðingardagur Kr. J. sje hvorki 13. nje 21. júní, heldur mun fyr á árinu, og sje hann þegar liðinn. Fyrir nokkrum árum skrifaði jeg æfisögu Kristjáns Fjalla- skálds, sem hvergi hefir verið prentuð. Þar stendur að hann sje fæddur Í3. febr. 1842. Það er nú glevmt, á hvaða heimild jeg hefi bvgt þetta, og má vera að hjer sje um ritvillu að ræða og það eigi að vera 13. júní. En hvort lieldur er, verður að komast fyrir liið rjetta í þessu efni og það nú þegar. Vil jeg hjer með beina þeirri ósk til fræðimanna vorra, að þeir kynni sjer málið og leiði hið sanna í ljós. Benjamín Sigvaldason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.