Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINB 135 Sjö erfiðustu viðfangs- efni vísindanna Þessi grein er tekin úr greinaflokki, sem gengur undir nafninu „Men ‘Who Make the Future". Greinarn- ar byggjast á samtölum við helstu vísindamenn nútím- ans. Höfundur þessarar greinar heitir Bruce Bliven. egar jeg hefi verið meðal margra merkra vísinda- ^ianna, hefi je^ oft og iðulega ^eyrt þeirri skoðun haldið mjög á lofti, að það, sem við nú vissum "ffi leyndardóma efnisheimsins, Vaeri raunverulega ekki neitt í aamanburði við þá þeltkingu, er við síðar munum öðlast um eðli hans og lögun. Einu sinni fór jeg fram á það við vísindamennina, að beir teldu upp nokkur mikilsverð- ustu viðfangsefni vísindanna, er enn væru óleyst. Leyndardómurinn hm upphaf lífsins. Vísindamennirnir líta miljonir ara aftur í fortíðina, til þess tíma, er fyrsta frunian vaknaði til lífs- ms og tók að auka og margfalda kyn sitt með skiftingu. En skift- lng frumunnar er upphaf allrar Jjróunar. En hvernig varð þá fyrsta frum- an til? Efni þau, sem fruman er mynd- uð úr, eru upprunalega þau sömu °g eru í líflausum efnum, en frum- an hefir þann eiginleika, að hún getur skift sjer og myndað þann- nýjar og nýjar eindir. Hún framleiðir nýjar frumur, sem erú 1 öllu nákvæmlega eins og hún sjálf. í þessu náttiirufyrirbrigði má finna vísirinn að margþættu lífi frska, spendýra og manna. En kvað kom þróuninni af stað? Að áliti vísindamanna eru eng- ]n líkindi til þess, að líf hafi ætíð 1-róast hjer á jörðinni. En hvaða aðstæður urðu þá til þess að mynda frumuna meðal atóma 'Vatnsefnis og súrefnis? Eeyndardómur aðlögunarinnar. Annar mikill leyiulardómur, er visindamenn hafa stöðugt reynt að ra einu stigi til annars. Þegar Um þetta er að ræða, kemur tvent til greina: Rtökkbrevting og að- lögun. Yið og við eiga sjer stað, á geysilöngum tíma, lítilsháttar breytingar á -líffærunum, er ganga að erfðum til afkomend- anna. Fyrir skömmu síðan þótt- ust vísindin hafa fundið ástæðuna fyrir stökkbreytingunum og rak- ið hana til breytinga, er ættu sjer stað á litkirnum frumunnar. Þær verur, sem eru vel hæfar til þess að lifa í einhverju ákveðnu um- hverfi, eru líklegri til þess að þroskast og auka kyn sitt, en hinar, sem ekki eru vel lagaðar fyrir lífskjörin. Tökum það til dæmis, að við hefðum 1000 kanín- ur, þar af sje helmingurinn hvít- ,ur, en hinn svartur. Ef við slepp- um nú ,öllum kanínunum lausum í heimskautalandi, munum við brátt komast að raun um það, að hvítu kanínurnar myndu frekar lifa og auka kyn sitt en þær svörtu, þar sem þær hafa lit um- hverfisins og geta þannig betur varið sig fyrir árásum. Þannig myndu svartar kanínur að öllum líkindum fljótt verða sjaldgæfar úr því að liturinn er arfgengur. Kenning þessi um stökkbreyt- ingu og aðlögun virðist auðskilinn, er litarháttur dýra, er lifa í heimskautalandi, er tekinn til dæmis, en það er erfitt að skýra með henni hin margbrotnari af- brigði náttúrunnar. Tökum einfalt dæmi: Vísindin hafa komist að raun um, að hvítir maurar geta ekki sjálfir melt trje. Bakteríur, sem *lifa í maga þeirra, taka af þeim erfiðið. Það er ekki hægt að fallast á það, að hjer sje um að- lögun að ræða. Leyndardómur blaðgrænunnar. Eitt af viðfangsefnunum, sem vísindin eru nú að reyna að ráða. er sú starfsemí, sem á sjer stað í öllum grænu hlutum plöntunnar. Starfsemin er í því fólgin, að sól- arljósið vinnur sykurefni úr car- bon dioxide (C02) loftsins og vatni. Sykurinn breytist síðan í sterkju og trje. Alt líf á jörðinni, og þá ekki síst tilvera okkar mannanna, er undirorpin þessari framleiðslu sólarljóssins. Mennirn- ir neyta að vísu mikillar jurta- fæðu, en þó er það einkum kvik- fjenaðurinn, sem lifir á gróðri náttúrunnar, en mennirnir leggja sjer síðan kvikfjenaðinn til munns. Ef við gætum fundið upp aðferð'til þess að vinna sykurefni úr sólarljósinu, lofti og vatni, yrðu þar með mestu örðugleikar mannkynsins að engu gerðir. Nægi leg fæða yrði þá til handa öllum og svo auðvelt að afla hennar, að tilvera mannanna og lífsbarátta hlyti að taka geysilegum breyt- ingum frá því sem nú er. Leyndardómur kemisku geislanna. Sjerhver ferþumlungur jarðar er að nóttu sem degi baðaður geislum, er koma lengst utan úr geimnum. Orka þessara geisla er geysileg, en þekking okkar á henni nær ekki lengra en til þeirra áhrifa, sem við vitum að hún hefir á atóm efnanna. Geislarnir ráðast á ytri electrónu-byggingu ýmissa efna og geta eyðilagt miðkjarna þeirra. Það er vitað, að þessir kemisku geislar hafa mikil áhrif á líkama okkar. En hver eru þessi áhrif? Þau hljóta að skifta miklu máli, og annaðhvort eru þau okkur ti’ góðs eða ills. Því hefir verið hald- ið fram, enda 'þótt flestir lífeðlis- fræðingar sjeu á annari skoðun, að geislarnir geti breytt bygg- ingu erfðalitninganiTa. Ef þessi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.