Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1942, Blaðsíða 1
hék 11. tölublað. JWorö^MaBsÍM^ Sunnudagur 3. maí 1942. XVII. árgangur. U»to](l»rpr*iit»mlP)« k.l. Einar E. Sæmundsen: FÁKUR TVÍTUOUR l-J estamannafjelagið Fákur 5 tuttugu ára afmæli um þess- ar mundir. Raunar kann það að virðast dálítið undarlegt, að þeir, sem gerst mega vita, hafa eigi ávalt orðið á eitt sáttir um af- iiælisdaginn. En það er upphaf Fáks, að á útmánuðum 1922 beitt- ust nokkurir áhugasamir hesta- ^enn í Reykjavík fyrir því, að haldinn var fundur til þess að rffiða um vœntanlega fjelagsstofn- Un reiðhestaeigenda í bænum. Var sá fundur háður 29. dag marsmán- 9-Oar. I>ar voru allir á einu máli Um nauðsyn slíks fjelagsskapar og iJtnm menn kjörnir í nefnd til Pess að semja frumvarp að fje- lagslögum, er leggja skyldi fyrir Uffista fund. En svo öruggir voru íundarmenn um stofnun fjelags- lns, að því var þá þegar gefið það nafn, er það' hefir borið síðan: HestamannafjelagiS Fákur. Næsti fundur var svo háður 18. aPríl. J>ar lagði laganefndin fram *rv. sitt, en eigi þótti ráðlegt að leita atkvæða um frv. í það sinn, Pví að all-margir voru fjarstaddir. er ákveðið höfðu að gerast fje- íagsmenn. Var því framhaldsfund- ^r háður 24. dag aprílmánaðar og lögin þá «amþykt. Sumir hafa því viljað telja af- uiælisdag Fáks 29. mars, daginn, sem honum var nafn gefið, aðrir 18. apríl, en flestir munu þó, nú 0)'ðið a. m. k., telja hann 24. apríl, Verðlaunagarparnir sumari'S 1922. Inga-Skjóni, Sörli og Brúnn úr Hvítárósi. ---- Knaparnir í sömu röS: Pjetur Helgason, Pjetur Þorgrímsson og Þorsteinn FjeldsteS. daginii sem fjelaginu voru lög sett og fyrsta stjóimin kjörin. II. Eigi fór það dult, hver verða átti hinn snari þáttur í starfi Fáks. Stefnan var skýrt mörkuð í lögum fjelagsins: .... „að efla áhuga og þekkingu á ágæti hesta og hestaíþróttum og stuðla að rjettri og góðri meðferð þeirra". En þessum tilgangi hugði Fákur fyrst og fremst að ná með því: „að eignast haslaðan skeiðvöll og efna þar til kappreiða á hverju ári". Og för þessa knapa, sem talið gat sjer þrjá afmælisdaga á ári, varð með þeim myndarskap, er hann hleypti úr Idaði, að ]iegar var hafist handa um skeiðvallar- gerð inn við Elliðaár, og svo ó- sleitilega unnið, að þar háði Fák- ur fyrstu kappreiðar sínar sunnu- daginn 9. júlí 1922 við ágætan hestakost og afar mikið fjölmenni áhorfenda. Og á þessum 20 árum hefir Fákur efnt 45 sinnum til kappreiða á skeiðvelli sínuni við Elliðaár og auk þess staðið að kappreiðum þeim, sem háðar voru í Bolabás í sambandi við Alþing- ishátíðina sumarið 1930. Verður því eigi annað sagt, en Fákur hafi reynst trúr þeirri stefnu, er honum var mörkuð í upphafi. Þó mun hitt eigi ómerki- legra þykja, að þessi tvítugi unglingur hefir greitt í verðlaun- nm einuni saman fast að ,31 þús-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.