Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1942, Blaðsíða 4
140 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. Dahímann: Eldgosið á Martinique fyrir 40 árum að kann að þykja undárlegt, ef einhver vildi halda því fram, að komið gæti til mála, að sú kynslóð, sem nú er um og yfir miðaldra, eigi það eftir að verða sárlega öfunduð af næstkomandi kynslóðum, að hafa lifað þá við- burðaríku daga, sem við höfum lifað, frá síðustu aldamótum, til þessara síðustu og verstu daga. Tvær styrjaldir, sem ekki eiga sinn líka í sögunni, höfum við lifað. Eldgos og jarðskjálfta, sem engar hliðstæður eiga, og fleira mætti telja. En vjer verðum einnig að vera þess minnug, að við höfum einnig lifað á tímum mesta hugvitsmannsins, sem sag- an kann að segja frá, þ. e. Edi- son. En frá honum höfum vjer þegið svo margt, sem hjer verð- ur ekki talið, en sem oss fyndist. nú óhugsandi að geta án verið.t Og munum allar aðrar uppgötv-t anir, sem hafa gert oss lífið þægi- legra, og endurbæturnar á eldri uppgötvunum. Og svo eru enn til uppgötvanir, sem vjer höfum. aðeins heyrt getið um, en eigum máske eftir að kynnast, t. d. sjón- varpinu. Að fara að telja upp alt það, sem oss hefir bæst, þó ekki sje lengra tímabil tekið en síðastliðin 40 ár, yrði of langt í stuttri hlaðagrein. Taktu sjálfur, lesari góður, árið 1900 og berðu það saman við árið 1940, hvað Island áhrærir, og þú munt fljótt kom- ast að raun irm, að þær eru mikl- ar, breytingarnar, sem orðið hafa. En svo er hitt annað mál, að margt af því, sem mannkyninu er ætlað til góðs, hefir verið tek- ið í þjónustu illra afla. Svo er t. d. um fiuglistina. Gagnvart mörgum ejúkdómum stendur heimurinn varnarlítill, þó þar, sem í öðrum efnum, hafi mjög skipast til hins betra. Og gegn hamförum náttúrunnar stendur heimurinn enn algerlega varnar- laus, að því undanskildu, að veð- urfræðingar geta sagt fyrir um komandi hættur af völdum veðurs. En gegn jarðskjálftum og eldgos- um er heimurinn algerlega varn- arlaus. Ennþá geta því atburð- irnir, sem gerðust á eynni Mar- tinique árið 1902, endurtekið sig, án þess, að þar verði nokkurri vörn við komið, og á þetta ekki síst við hvað okkur Islendingum Gos úr Mont Pelóe, 7 mán- uðum eftir aðalgosið. viðkemur, sem byggjum eitt mesta eldfjallaland heimsins. ★ Um 450 km. norður af norður- strönd Suður-Ameríku er lítil og frjósöm eyja, sem Frakkar eiga og heitir Martinique (Martíník). Eyja þessi er 65 km. á lengd og 18 km. á breidd. Stærstu bæir á þessari eyju voru um síðustu aldamót: Fort de France (For dö Frans) og Saint Pierre (Seng Pjerr). Skamt frá St. Pierre er eldfjallið Mont Pelée (Mong Pele), 1350 metra hátt. í ársbyrjun árið 1902 fóru bæj- arbúar í St. Pierre, en þeir vorU um 40 þúsund (eða jafnmargir og íbúar Reykjavíkur eru taldir nú), að finna brennisteinslykt og menn heyrðu neðanjarðar-drunur. í seinni hluta apríl fjell öskuregn, en á næturnar sáust eldsbjarmar yfir toppi Mont Pelée. Jafnframt því sem öskufallið jókst, fjölgaði dauðum kvikfjenaði og fuglum- ★ Klukkan 8 að morgni 8. maí, som var Uppstigningardagur, árið 1902, var símritari í St. Pierre að senda starfsbróður sínum í Fort de France símskeyti, Alt í einu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.