Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1942, Blaðsíða 6
142 LBSBÖK MOBGUNBLAÐSINB Ólafur Jóh. Sigurðsson: Skáldið á Víkingavatni (Af vangá var fyrrihluti þessar greinar, sem birtist í síðustu Lesbók, skift í miðri setningu og er því prent- aður upp kafli frá síðustu greinarskil- um. Lesendur og höfundur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum). Það var yndi hans að gera samanburð á skáldskap Gíöndals og nútímabókmentunum, reiða hvort tveggja fyrir framan sig á gæðingi mælsku sinnar, þótt bagga munurinn væri meira en lítið ó- sanngjarn. Skáldskapur Gröndals varð í munni hans að skrautbúnu lystiskipi, hlöðnu gersemum, en nútímaskáldskapurinn hinsvegar að lífshættulegum flatbytnum eða beinlínis manndrápsbollum. Hann líkti ungu rithöfundunum við dæma lausa jarðvöðla, sem þættust vera stórspekingar, en kynnu þó ekki að segja sögu eins og gömlu menn- irnir, heldur væðu þeir elginn um alt og ekki neitt, ýmist volandi út af einhverju pilsinu eða þjett- ingsmontnir að tilefnislausu, uns þeim dytti snögglega í hug, að hætta við alla vitleysuna, án þess að slá nokkrum botni í hana, — reyndar var ekki við því að bú- ast, þar sem upphafið var oftast nær eintómt þvaður út í bláinn. Jeg býst við, að um þessi efni hafi Björn Þórarinsson varla get- að fengið óheppilegri og forhertari lærisvein en mig. Jeg maldaði altaf í móinn, en svo illa vildi til, að hann hafði lesið eitthvað eftir mig og var ekki í neinu högg- staðahraki, þegar hann tók mig til bæna. Hann hætti ekki, fyrr en hann hafði reytt af mjer hverja fjöður, en þá huggaði hann. mig með mörgum ágætum heilræðum, sem hann skar ekki við neglur sjer fremur en ádrepurnar. Og þessar eldskírnir hans voru svo hressilegar og skemtilegar, að jeg get aldrei stilt mig um að brosa, þegar jeg rifja þær upp fyrir mjer, enda voru þær löngum gamni blandnar. Björn Þórarins- son fór ekki í launkofa með álit sitt á mönnum og málefnum. Hann var svo hreinhjartaður, falslaus og opinskár, að hann ávann sjer hylli allra, sem mátu slíka eigin- leika nokkurs, en hinsvegar grun- ar mig, að sumum læðupokum hafi þótt nóg um, þegar hann las yfir þeim pistilinn. Jeg mintist á það áðan, að mjer hafi virst Björn Þórarinsson sam- an slunginn úr mörgum og ólíkum þáttum. Þegar jeg leit inn til hans á morgnana, var hann kann- ski önnum kafinn fræðimaður og sagnaritari, sem grúskaði í göml- um bókum og skjalfesti hálf- gleymdar sögur. Um hádegi var hann skáld, sem orti kvæði' og glímdi við gátur lífsins. Um nón- bil var hann ræðumaður, sem bar víða niður. Og svo fjekk hann kannski samviskubit um miðaft- an: Þá var hann bóndi, sem tal- aði um heyskapinn og tíðarfarið, söluhorfur á komandi hausti og afkomu búskaparins. Mjer er samt óhætt að fullyrða, að meðan jeg dvaldi á Víkingavatni var haim oftast skáld, en sjaldnast bóndi. Eins og að líkum lætur var hann gæddur ódrepandi löngun til skáldskapariðkana og ritstarfa, en gat ekki fullnægt henni nema þá að nokkru leyti síðustu og dap- urlegustu ár ævi sinnar, þegar hann var lagstur í rúmið, van- heill og farinn að kröftum. En einmitt á þessum hamingjusnauðu árum ritaði hann af mikilli elju, þótt hann hefði varla þrek til þess að sitja uppi og höndin skylfi. Jafnframt bóklestri sínum skrifaði hann niður ýmiskonar fróðleik, samdi löng sendibrjef tit vina sinna og sona, orti fjölda kvæða og vísna. Hann var fljótur að hugsa og snar að koma fyrir sig orði. Einu sinni horfði jeg á hann yrkja langt tækifærisljóð á tæpum hálftíma. Kvæði þetta var merkilegt fyrir margra hluta sak- ir, enda væri freistandi að birta það og sögu þess við tækifæri. — En sá var ljóður á ráði Bjarnav Þórarinssonar, að hann lá ekki yfir skáldskap sínum og hirti ekki um að fága hann nje endurbæta. Hann mátti ekki vera að því. Jafnskjótt og hann hafði lokið við eitt verkefnið, knúði annað á, því að andríki hans var eins og sífoss- andi elfur, sem mókir hvergi í hyljum á leið sinni til óssins. Ef til vill hefir honum líka fundist, að hann væri orðinn of gamall til þess að beita meitlinum og kosið heldur að móta í skyndi sem flest- ar hræringar huga síns. Þessvegna mun ekkert geymast ritað, sem tjái til nokkurrar hlítar snildar- eðli þessa einkennilega manns eða gefi viðeigandi hugmynd um per- sónuleik hans. Ljóðin, ritgerðirn- ar og sendibrjefin bera að vísu glöggan vott um mikla málgáfu, stílleikni og rímfimi, en eru þó lítið annað en tvístringsbrot úr auðugri námu, sem fáir vissu um og ennþá færri kunnu að meta sem skyldi. Væri þessum brotum safnað saman, myndu þau vera á- þekkust máðum ljósmyndum af Birni Þórarinssyni, þar sem vinir hans sakna svipbrigðanna, dýptar- innar í andlitsdráttúnum og hinna skæru og hýrlegu leiftra, sem gáfu augum hans ógleymanlegan blæ. Hinu má ekki heldur gleyma, að hann var hniginn að árum og heilsufarinn, þegar hann fyrst gaf sjer tóm til að dýfa penna í blek. Hann fann líka sárt til þess sjálf- ur og hafði oft orð á því, að anda- gift og þróttur æskudaganna væri löngu orðin föl minning, sem megu aði ekki að kveikja ljóma í kaldri hrímþoku ellinnar, að ævin væri í rauninni liðin hjá, áli þess að bann hefði nokkuð getað mentað sig eða si'nt hugðarefnum sínum. En hvaða tálmanir ollu því, að þessum mikla hæfileikamanni tókst ekki að ryðja sjer braut til vegs og frama á þann hátt, sem hann þráði ? Hvað hindraði hann í að komast á fund mentagyðj- xinnar ? Hversvegna fjell hann fyr- ir ofurborð, áður en líkamsþrek hans var raunverulega sorfið í sand ? Á uppvaxtarárum Bjarnar Þór-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.