Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1942, Blaðsíða 1
bék !2. tölublað. $$Lor®mmblvijbmm8 Sunnudagur 10. maí 1942. XVII. árgangur. lMfei«M»ra«UBl«J» ».t. ALÞJÓÐASAMBAND VÍSINDANNA f\ egar forseti Bandaríkjannav birti þær meginreglur, er a°a eiga endurreisnarstarfi lýð- ræðisríkjanna eftir stríðið, þá gerðu menn sjer ekki fulla greín yrjr hinum víðtæku ályktunum, Sem skylt er að draga af yfir- ýsingu hans. Porsetinn hefir raun- ar gerbreytt hugtaki lýðræðisins með því að gæða það nýjum hugsjónum. Hann lagði lýðræðis- rikjunum á herðar miklu víðtæk- ari skyldur en þau nú hafa. Þau eiga ekki aðeins að halda uppi' logum og reglu, heldur og taka UPP margvísleg skapandi störf og stJórnarathafnir, er miða að sem Qiestri efnalegri og andlegri vel- gengni borgaranna. Roosevelt forseti hefir sett lýð- r«ðinu nýtt markmið með því að ysa yfir því^ ag framvegis verði að samstilla átökin til þess að g^undvalla og tryggja málfrelsi °8 trúfrelsi og frelsa menn frá skorti og ótta. Þar með eru skil- £reindar skyldur hins komanda J'öræðis og markmið þess nánar ákveðin. Þær svara, nálega orði W orðs, til ríkishugtaks Spinoza 1 riti hans um „Trúmál og stjórn- mál": • »Aðalmarkmið ríkisstjórnar er ekki að stjórna eða halda mönn- ^w í skefjum með ótta, nje að láta hlýða sjer, heldur þvert á Uioti að frelsa hvern mann frá ótta, svo að hann geti lifað sem öruggastur . .. Nei, markmið ríkis- stjórnar er ekki að gera skyni- . gæddar verur að skepnum eða vjel brúðum, heldur að gera þeim fært að þroskast andlega og líkamlega í öryggi og beita skynsemi sinni hömlulaust. Verkefni ríkisstjórn- ar er í rauninni að tryggja frels- ið". Meo-inreffla og framkvæmd. Mannfjelagið hefir gerbreytst síðan markgreifinn af Argenson á miðri átjándu öld hvatti ríkis- stjórnirnar til að vera athafna- minni og ráðlagði eftirminnilega þeim, sem með völdin færu: „Laissez faire, morbleu! Laissez faire!" („Athafnafrelsi, í herrans nafni! Athafnafrelsi!") Fjelagslíf- ið er orðið svo rammbundin heild nú á tímum og samband ríkis- stjórnar og mannfjelags svo breytt, að bráðnauðsynlegt er að finna, hvernig þessari meginreghi skal beitt. Þetta verkefni, að skil- greina skyldur ríkisstjórnar, hefir forsetinn leyst af hinni mestu stjórnspeki með hinni nýju skil- 'greiningu sinni á því sviði, sem lýðræðisstjórn ætti að láta til sín taka, og hinu, sem hún ætti að láta afskiptalaust. En svo þróttmikil og ákveðin sem. yfirlýsing Roosevelts er, þá er hún ekki annað en lýsing á hugsjón. Hann bregður upp sýn af öflugu lýðræði og lýsir háleit- um markmiðum þess. En orð hans eru ekki „Sesam, opnist þú!" Það þarf að afla tækja og starfs- manna til. þess að byggja upp hið nýja mannfjelag í samræmi við nánari ákvarðanir, sem leiða má af meginreglum forsetans; að öðr- um kosti verður yfirlýsing hans að lokum loftkastali. Vjer skulum því rannsaka aðalatriði þessarar yfirlýsingar og reyna að snúa þeim í hagnýta stjórnmálastefnu. (1) Málfrelsi. — Það hefir verið varðveitt í þeim lýðræðisríkjum, er enn standa. En það er miklu minna virði, ef mentaðan og rýn- inn anda vantar. Málfrelsi verður að vera samfara stöðugri viðleitni á því að hefja talmál og ritmál á hærra stig og skerpa dómgreind alþýðunnar. Málfrelsi án rýninnar samvisku gerir að jafnaði hugsun og mál lágsigldari, og má sjá þess merki á vorum dögum á hinni miklu grósku annars og þriðja flokks bókmenta, á því, að sjón- leikar verða nú afbrigði reyfara eða gljámyndablaða, á andleysi kvikmyndanna og á því, að meðal- menskan veður uppi á dagskrám útvarpsins. (2) Trúfrelsi. — Það er í sjálfu sjer mjög lofsverð hugsjón, en það er ekki jákvæð hugsjón. Það þarf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.