Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1942, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1942, Qupperneq 2
146 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ekki aðeins og láta menn temja sjer umburðarlyndi, sem er vottur sjálfsaga, en getur verið samfara fáfræði, heldur enn fremur ala þá upp til æðri skilnings á hinu guðlega. Það verður að kenna þeim að skilja, að allar trúar- þarfir eru í eðli sínu eitt, og finna hina sameiginlegu reynslu undir hinu «krítna gervi, er trúar- siðir náungans virðast vera. Um- burðarlyndi, sem sprettur af skiln ingi á því, að trúin birtist ekki í neinu algildu formi, ætti ekki aðeins að bægja á braut trúar- deilum, heldur og jafnframt gera trúmanninn færan um að greina betur sundur aðalatriði og auka- atriði í trúarbrögðum sjálfs sín. (3) Frelsun frá skorti. Að svo miklu leyti sem hún er efnaleg hugsjón, kemur hún ekki til greina í þessum umræðum um menn- ingarlegar skyldur lýðræðisins í framtíðinni. En hugsunarháttur og hegðun einstaklinganna hefir þó mikil áhrif á efnalega velgengni og festu þjóðfjelagsins. Ef hagn- aðarhvötin skipar heiðursætið í siðkenningum vorum um þjóðfje- lagið, ef auðæfi eru meira eða minna opinskátt talin æðsta mark- mið mannlífsins, ef menn eru metnir eftir því, hvað þeir eiga, en ekki hvað þeir eru, þá getur ekki hjá því farið, að sundrungar- öfl samkepninnar verði sameining- aröflum samvinnunnar yfirsterk- ari, samfjelagsskipulaginu til stór- tjóns. Það verður nálega ógerlegt að frelsa menn frá skorti, nema með því að viðurkenna af heilum hug og halda þá meginreglu, að almenningsheill verður' að ráða og eiginhagsmunir lúta í lægra haldi fyrir henni. Það verður að halda ráns- og gróðahvötum manna í skefjum, eins og margar aðrar frumhvatir þeirra og fýsnir hafa verið tamdar, ef takast á að gera efnahaginn góðan og örugg- an. Jafnvel Lenin, sem taldi þó ytri aðstæður afarmikilvægar, lagði áherslu á það, að til þess að ná æðsta stigi kommúnismans, þyrfti ekki aðeins „framleiðslu- magn vinnunnar að verða ólíkt (4) Frelsun frá ótta. — Ótti er aðeins merki úrræðaleysis og óvissu. Frelsun frá ótta verður því eðlileg afleiðing öryggis, er málfrelsi, trúfrelsi og frelsun frá skorti veitir. En aðalskilyrðið til þess að öðlast þetta alt er uppeldi og tamning mannanna sjálfra. Konfúsius sýnir það mjög eftir- minnilega: „Fornmenn, er stjórna vildu heiminum, hugðu, að þeir yrðu fyrst að stjórna vel hver sínu ríki. Af því að þeir vildu stjórna ríkj- um sínum vel, urðu þeir fyrst að koma góðri stjórn á fjölskyldur sínar. Af því að þeir vildu koma góðri stjórn á fjölskyldur sínar, urðu þeir fyrst að menta sjálfa sig. Af því að þeir vildu menta sjálfa sig, urðu þeir fyrst ð hreinsa hjörtu sín. Af því að þeir vildu hreinsa hjörtu sín, urðu þeir fyrst að vera hreinskilnir í hugsun sinni. Af því að þeir vildu vera hreinskilnir í hugsun sinni, urðu þeir fyrst að auka þekkingu sína sem allra mest. Þessi þekk- ingaraukning var fólgin í rann- sókn á eðli hlutanna. Frá stjórn- anda heimsins niður til almúga- mannsins verður hver maður að telja mentun einstaklingsins und- . irrót alls. Vísindin ogf mennirnir. Ef þessi mentun einstaklingsins, sem hinn kínverski spekingur og stjórnmálamaður taldi ekki einka- mál, heldur grundvöll góðs stjórn- arástands, á í fullri alvöru að verða lyftistöng hinnar nýju lýð- ræðismenningar, þá verður þekk- ingin og hagnýting hennar, vís- indin og lögmál þeirra, og þar með vísindamennirnir og fræði- mennirnir sjálfir að fá hina mik- ilvægustu aðstöðu. Vísindin eru í menningu nútím- ans að miklu leyti glæsileg mis- tök. Ef miðað er við hina furðu- legu framför þeirra, þá hefir mannfjelagið haft lítið gagn af af- rekum þeirra. Leverhulme lá- varður sagði 1918: ' „Með þeim ráðum, sem vísindin því, sem nú er“, heldur og „menn .-’hafa þegar lagt upp í hendurnar ólíka þeim, sem nú eru á götunniJ ^a oss, gætum vjer sjeð fyrir öllum og geta eyðilagt þjóðarauðinn". " iþörfum hvers af oss til fæðu, skýlis og klæða, með því að hvef af oss ynni eina stund á viku frá skólaaldri til elliára“. Með tilvísun til ræðu Lev’er- hulme lávarður ritaði J. L. Hodg- son í skýrslu sinni til Konung- lega listafjelagsins 1932: „Síðaa þetta var skrifað, hefir meðal- framleiðslumáttur vor nálega tvð- faldast“. Þrátt fyrir þetta risa- skref á veginum til lausnar fra skortinum, eyddu Bandaríkin 1 fjárhagskreppunni fyrir skömmu $ 766 000 000 til þess að plægja upp baðmull, mais og hveiti og fyrirskipuðu að eyðileggja afgang- inn af svínakjöti, þó að 10 000 000 atvinnulausra manna liðu skort. Er það órjettlátt að halda því fram, að vísindamennirnir eig1 með stjórnmálamönnunum sök á þessu ferlega ástandi, þar sem aldrei er fyrir því sjeð, að lífs- veigarnar skvettist ekki úr bik- arnum áður en hann nær þyrst- um vörunum? Á ekki að víta vís- indamennina ásamt skiplaginu fyrir það, að menn verða að lifa á molunum frá borði sjálfra sín, svelta mitt á milli offullra korn hlaða og vera fáfróðir eða aðeins hálfmentaðir þar sem forðabúr þekkingarinnar eru alt í kring. Vísindamennirnir semja matseð- il þessarar allsherjar tálveislu, og þeir ættu ekki að vera til- finningarlausir fyrir hinum glæp' samlegu svikum og sóun á hugsun þeirra og afrekum, af hendi þeirra, er ráða yfir auðæfunum, sem þeir skapa. Það eru svik, aðeins örlítill hluti af ávöxtum vísindanna kemur þjóðfjelaginu að gagni, jafnvél þótt gjöld af einka- leyfum vísindamannanna sjeu greidd að fullu. Ekki geta þeir heldur látið sjer nægja hina auð- virðilegu undirtyllustöðu vjelaf, er skilar með sömu hlutlausu na- kvæmninni banvænum vopnum læknisáhöldum, og haldið þó sið- gæði sínu óspiltu. Svik við hið eilífa. Þótf rannsóknum sje einbeitt að endurbótum á vígvjelum, þegí- líf þjóðarinnar liggur við, þá er það gert í sjálfsvarnar skyni. En að útfarnir sjerfræðingar á frið- artímum vinui af ásettu ráði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.