Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1942, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1942, Side 5
Daníel Daníelsson, fyrsti formaður Fáks. andi Þórður Kristjánsson. Stendur met Sleipnis 22.2 sek. óhaggað síðan. Hins vegar hefir náðst glæsi- legri árangur á 350 m. hlaupinu. Má segja, að þar hafi komið fram á völlinn einn öðrum meiri. Meti Neista (26.4 sek.) ruddu þeir •' sameiningu 20. ágúst 1933, Reykur og Háleggur og færðu niður í 26.2 sek. Voru þeir þá eign sama manns (Óla Þór). Stóð met þeirra til 1. júní 1936, að Gjósta færði það niður í 26 sek. En met Gjóstu stóð skamma stund og varð hún að sætta sig við, að Drotning, systir hennar, ruddi því 6. júní 1938 og færði niður um 4/10. Var Drotning þá 7 vetra, en meti hennar, 25.6 sek., hefir engum tekist að hnekkja. VI. Þegar skygnst er um og litið yfir kappreiðar Fáks, og alt, sem unnist hefir á þeim vettvangi þá tvo áratugi, sem liggja að baki, verður eigi hjá því komist að nefna nöfn örfárra þeirra, sem lengst og best hafa Fáki dugað og fjölgað sigrum hans. Er þá fyrstan að nefna þann, sem hæst bar í þeim hópi, mann- inn, sem Fákur má þakka öðrum fremur, hversu giftusamlega hefir tekist. En það er hinn þjóðkunni hestamaður, Daníel Daníelsson, fyrrum ljósmyndari. Hann var fremstur þeirra, er drjúgast studdu að því, að Fákur risi á legg. Hann var þá þegar kjörinn formaður Fáks, og skipaði síðan LESBÓK MORGUNBLAÐSIN3 149 þann sess með sóma um 16 ára skeið, eða alt til æfilöka, 6. des- ember 1937. Hann átti drýgstan þátt í að móta alt starf Fáks. Gætti þar ekki aðeins áhuga hins slynga hestamanns, heldur pg hug- kvæmni hans og ósjerplægni að leysa hverskonar vandamál fje- lagsins sem best og gera veg þess sem mestan. En hjartfólgnasta áhugamál hans munu þó kapp- rejðarnar hafa verið. Hinir, sem nefndir verða, eru: Björn Gunnlaugsson, sem tók við formannsstörfum við fráfall Dan- íels og jafnan endurkosinn síðan, •Sigurður lögregluþjónn Gíslason, Þorgrímur kaupm. Guðmundsson og dr. Björn hagfræðingur Björns- son. Stóðu þeir að stofnun Fáks: Björn Gunnlaugss., Sigurður og Þorgrímur, og er ekki á neinn hallað, þó að fullyrt sje, að fáar kappreiðar muni bafa verið háðar svo á skeiðvellinum við Elliðaár, að eigi kæmi til kasta þeirra fje- laga um allan nauðsynlegan und- irbúning og margt fleira. Allir áttu þeir sæti í skeiðvallarnefnd árum saman og Sigurður samfleytt til 1934, að nefndin var lögð niður og fjölgað mönnum í stjórn- inni, en þar hefir hann síðan átt sæti sem annar meðstjórnandi. Og ræsir hefir hann verið á öllum kappreiðum Fáks, að tveimur eða þremur undanskildum, er hann var víðs fjarri úr bænum. Björn og Þorgrímur hafa og átt sæti í stjórn Fáks og gegnt þar fje- hirðis störfum, Björn þó nokkuru lengur. Dr. Björn Björnsson hef- ir nú um fjögurra ára skeið gegnt fjehirðis starfi í stjórninni. Hefir hann rækt það starf af svo mikl- um dugnaði og hagsýni, að þrátt fyrir þá viðsjálu tíma, er nú geisa, hefir fjárhagur Fáks aldrei staðið jafn traustum fótum. VII. Annar meginþátturinn í starfi, Fáks hefir verið sá, að reyna svo sem kostur er, að stuðla að því, að Reykvíkingar geti haldið reið- hesta í bænum og notið þeirra sem hest. í fyrsta lagi með því að annast um hagbeit, flutning og sóknir reiðhesta Reykvíkinga sum- arlangt fyrir gjald, sem stilt var Björn Gunnlaugsson, núverandi formaður Fáks. mjög í hóf. í öðru lagi — og ekki síður, — með því, að láta ryðja reiðvegi og viðhalda í ná- grenni Reykjavíkur og víðs vegar um Mosfellssveit. Um 1920 ljetu nokkurir efnaðir reiðhestaeigendur bæjarins, fyrir forgöngu Eggerts Claessens hæsta rjettarmálaflutningsmanns, gera reiðveg meðfram Suðurlandsbraut- inni inn að Elliðaám. Þeim vegi hjelt Fákur svo áfram, á eigin spýtur, alt að Kolviðarhóli. Þá ljet Fákur og ryðja veg frá skeið- vellinum, um Biesagróf upp að Vatnsenda, auk annara lengri og styttri spotta. Telst svo til, að reiðvegir Fáks muni fast að 50 km. langir. Vegna þeirra hafa margir Reykvíkingar átt því láni að fagna, að komast ríðandi upp úr bænum og þar með auðnast að fá notið þess yndis, sem gæðingur- inn einn fær þeim veitt, sem meta kunna. En nú er aðal-reiðvegurinn upp úr bænum „í hershöndum“, svo að eigi sje fastara að kveðið og öllum torveldað að komast ríðandi á hina, sem fjær liggja. Muu torfundin sú leið upp úr bænum, að ríðandi mönnum sjer þar fritt í öllu því umferðar-öngþveiti, sem nú hefir skapast á öllum vegum. Sakir þessa munu eigi all-fáir reiðhestaeigendur hafa hliðrað sjer hjá, að taka gæðinga sína í bæinu í vetur,--svo sem tíðlrast hefir áður. En þó að svo hafi skipast um hríð, og víða sje vá fyrir dyrum, væntir Fákur þess fastlega, að úr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.