Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1942, Blaðsíða 6
150 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS muni rætast áður en varir, og að senn gefist að líta fjölda Reyk- vískra hestamanna á nýjum gæð- ingum á nýruddum vegum, þar sem áður var ótræði. Og þær vonir reisir Fákur eigi hvað síst á því, hversu einn af helstu stjórn- málaleiðtogum þjóðarinnar (Jónas alþm. Jónsson) hefir látið mál þetta til sín taka, og hvatt til þess á Alþingi og í blaðaskrifum, að fara að dæmi Fáks um reið- vegagerð meðfram helstu þjóðveg- um landsins. Annars virSist síst úr götunni að geta þess áður en skilist er við þennan kafla, að einhver stærsti draumur Fáks er bundinn við framtíðarreiðhesta-hald Reyk- víkinga. í mörg ár hefir verið á prjónunum, að Fákur beitti sjer fyrir því, að reist verði á ein- hverjum hentugum stað í útjaðri bæjarins almennings hesthús, með öllum nýtísku þægindum, þar sem Reykvíkingar ætti þess kost að fá gæðinga sína fóðraða og hirta vetrarlangt. Þarf eigi í grafgötur að fara um það, hversu auðveld- ara mundi þá mörgum einstakl- ingi að eiga reiðhest í bænum, og margs konar óþægindi hverfa, er ýmsir hafa orðið að sæta, er til annara þurftu að sækja um hús og hirðingu. En þó er eigi minna vert um hitt, að hestunum ætti að líða betur í slíku nýtísku hest- húsi, í stað þess að kúldrast i dimmum, þröngum og daunillum kofakytrum, svo sem orðið hefir hlutskipti helsti margra þessara kynbornu, höfðinglunduðu og göf- ugu vina vorra. Ritað fyrsta sumardag 1942. Einar E. Sæmundsen. Kristúfer Finnbogason á Stórafjalli &<& ó&tZ€6%> r&œ^zd €*& 0&& Kristófer Finnbogason bjó á Stórafjalli í Borgarhreppi í Myrarsýslu um og eftir miðja s. 1. öld. Hann mun hafa verið ætt- aður úr Reykjavík eða af Sel- tjarnarnesi, var faðir Pjeturs á Stóruborg í Húnavatnssýslu, al- þektur merkisbóndi, Þórunnar í Galtarholti, en Þórunn var móðir Jóns þess, er nú býr í Galtar- holti, mikið þektur maður, nú á áttræðisaldri. Kristófer var af öllum talinu merkismaður og höfðingi, var og einn af efnuðustu bændum sveit- ar sinnar, en dálítið einkennileg- ur hefir hann verið á köflum og skeytti ekki ætíð almennings- venjum. Hann var hneigður fyrir veiðiskap og sjóferðir, var for- maður á skipi sínu, er hann rjeri suður í veiðistöðvar eða hafði í miHiferðum til Reykjavíkur og Akraness. Var orð á því gert, að hann væri röggsamur og einbeitt- ur stjórnari. Þá voni strjal ferða- lög og fjekst aldrei nýr fiskur í landsveitum allan veturinn, og ekki fyr en vermenn komu frá sjó á lokum, var og þá víða orðið hart í búi þegar svo var áliðið Eftir JÓN BJÖRNSSON frá Bœ vors. Kristófer hafði verið óvenju hjálpsamur og gjafmildur og sást varla fyrir. Skeði það stundum, að hann gaf allan þann fisk, er hann kom með frá sjónum, á bæina í kring, þar sem hann lenti skipi sínu, en kom svo tómhentur heim. Þegar kona hans fann að því að hann vanrækti þannig heimilið, sagði hann að það sakaði ekk- ert, því hann færi strax aftur og mundi þá sjá heimilinu fyrir því er það vantaði. Hann mun hafa verið fyrstur manna, sem reyndi laxveiði í net úti í Borgarfirði fyr- ir neðan Hvítárós. Smíðaði hann sjer pramma til veiðanna og bjó sjer til miklar trossur af netum, en ekki lánaðist honum veiði þessi, en nú er þetta orðinn einhver besti laxveiðistaður á landinu, hefir hann því verið framsýnn og sjeð hvað gera mátti. Keypti faðir minn síðar pramma þennan af Kristófer og átti lengi, var á honum það fallegasta prammalag, sem jeg hefi sjeð, sýnir það lagni Kristófers og útsjón. Hann var einnig orðlögð skytta og sund- maður, sem þá var sjaldgæft. Gáfumaður var hann, gamansamur og skemtinn í viðræðum. En það var ekki tilgangur með línum þessum að fara að skrifa hjer öfgasögnum hans, sem jeg hef haft nein eftirmæli, heldur á þetta að vera smá formáli fyrir nokkrum lygasögnum hans, sem jeg hef haft upp á, en vildi ekki að týndust með öllu. Líkjast þær í mörgu sögum vellýgna Bjarna og líklega í engu lakari. Um leið og þetta eru kýmnisögur hinar mestu, eru þær ekki ómerkileg mannlýsing. Þó sumir álíti að hjer komi fram óvenjumikið sjálfshól, þ4 er mjög vafasamt og reyndar rangt að skilja þær þannig, en hinsvegar eru þær háðsleg fyrirlitning á al- menningsdómum, sem engu leyfir fram úr meðalmenskunni og varla þangað nema þegar best lætur. Ásgeir Bjarnason frá Knarrarnesi hefir í Hjeraðssögu Borgarfjarðar getið um tvær af sögum þessum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.