Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 151 og ber þar ekki alveg saman eins og jeg hef heyrt þær, en meira er það í smáatriðum. Set jeg einnig þær sögur hjer. Jeg segi sögurnar eins og þær hafa gengið manna á milli og jeg heyrt þær, þó Kristófer sje þar oftast í þriðju persónu í stað fyrstu, sje ekki að það skifti máli. Riffillinn. Eitt sinn var Kristófer staddur úti á verslunarskipi á Brákarpolli og var þar í verslunarerindum. Hitti hann þá kapteininn, sem var danskur (skipstjóri var þá óþekt) og tóku þeir tal saman. Barst talið að skyttunni og skot- vopnum. Tók þá kapteinninn fram nýjan riffill og sýndi Kristófer. Var þetta gersemi hin mesta, en er þeir voru búnir að skoða riff- ilinn og dáðst að honum nokkra stund, tekst svo óheppilega til, að kapteinninn missir hann úr hendi sjer og fjell hann útbyrðis; en af því Kristófer var syndur vel, kastar hann sjer þegar fyrir borð og kafar til botns. Þegar þangað kemur, svipast hann um eftir rifflinum, en sjer hann hvergi og þótti kynlegt. En er hann snýr við upp aftur, sjer hann riffilinn uppi í sjónum. Er hann þar a8 koma niður; hafði hann orðið þetta fljótari. Mógröfin. Eitt sinn var hann á ferð í náttmyrkri; var ríðandi og lá leið- in eftir flóa einum. (Ásgeir segir að það hafi verið úti í Melasveit). Veit hann þá ekki fyr til en hesturinn steypist niður í mógröf og alt á bóla kaf. „En hvað haldið þið að jeg geri? Jeg tek í eyrun á sjálfum mjer og kippi öllu upp úr". Selurinn. Eitt sinn var Kristófer, sem oftar, á selaskyttiríi suður í Borg- arfirði. Komst hann þar í færi við sel og sendi honum kúlu; fór hún í gegnum bæði augu selsins, svo hann blindaðist, en gerði hon- um ekki annað; komst hann síðan að honum og náði til hans. En þar sem selurinn var bráðlifandi, en Kristófer vildi ekki sleppa af honum, tók hann það ráð að stökkva út á selinn, svo þeir gætu þá áttst við í sjónum, en selsi tók þegar í stað á rás út fjörð- inn með Kristófer á bakinu. Gekk svo um hríð. „En þegar komið er út hjá Miðfjarðarskeri, og selur- inn stefnir á fullri ferð beint til hafs, fór mjer ekki að lítast á blikuna", segir Kristófer. „Tek jeg þá það ráð, að jeg kippi í eyrun á Kobba, og fæ með snöggu átaki snúið honum við. Stefnir hann nú inn fjörðinn. Ljetti hann svo ekki ferðinni fyr en uppi í sandi í Borgarnesi. Endaði þar sjóferð sú". Teistan. Eitt sinn var Kristófer að sigla út Borgarfjörð í norðan stórviðri. Þegar hann kemur út undir Akra- nes, er gangur skipsins orðinn svo mikill, að teista, sem kom upp úr sjónum rjett fyrir framan skipið, fjekk ekki forðað sjer en lenti á stefni þess, sem klauf hana að endilöngu. Plaut sinn helmingur- inn aftur með hvoru borði. Grásleppan. Á yngri árum sínum rjeri Kristó fer skipi sínu til fiskjar suður í veiðistöðvarnar. Var hann þá ætíð vanur að hafa byssuna með sjer á sjóinn; sagði það yrði sjer oft til happs. Eitt sinn er hann að leggja í róður og er stutt kominn. Vindur var dálítilL og alda nokk- uð kröpp. Sjer hann hvar grá- sleppa kemur út úr einni öldunni. Var svo mikil ferð á henni, að hún fór í loftinu á milli öldu- hryggjanna. 'Greip hann þegar til byssunnar og skaut á hana á fluginu, en svo var fljótt viC brugðið, að grásleppan datt dauð niður í sjóinn áður en hún næði næstu öldu. Hann var hjólbeinóttur. Kristófer hafði' verið dálítið hjólbeinóttur. Var hann mintur á það eitt sinn, og sagði hann þá, að þannig hefði það atvikast: „Eitt sinn kom jeg á skipi'mínu sunnan af Miðnesjum. Var að sækja þangað skreið og annað fiskmeti. Var hlaðinn hár skreið- stakkur aftan á skipið, einsog þá var títt. Sat jeg fyrir aftan hann við stýrið og var ekki sjeður af hásetunum fram á skipinu. Leiði var og siglt. Þegar kemur inn Borgarf jörð, var þar brim og því nokkur ylgja. Skeður þá það að byrðingur skipsins rifnar frá aft- urstefni alveg niður í kjalsog og fjell þar inn sjór kolblár. Þóttist jeg vita, að hásetarnir yrðu hrædd ir ef þeir vissu hvernig komið var og vildi jeg forðast það, enda þurfti hjer skjótra aðgerða. Sett- ist jeg því klofvega yfir stefnið og beygi fæturna innundir með síð- unni beggja megin og sigli þannig inn í Borgarnes. Svo vel tókst mjer að halda skipinu saman á þenna hátt, að ekki dreyrði dropa. En áreynsla á fótleggina var það mikil, að jeg er hjólbeinóttur síðan". J. B. Alþjóðasamband vísindanna Framh. af bls. 147. inn sje í heiðri hafður og tign mannsins varðveitt. Er konungur einn í Israel tók við ríki, bað hann ekki um auð- æfi, heldur um þekkingu og skiln- ing. Ef vjer í upphafi nýrrar aldar staðfestum hollustu vora við mannsandann og boðorð hans, þá má vera, að guðlegur máttur gefi oss ekki aðeins „gaumgæfið hjarta", sem vjer munum reyna að öðlast, heldur veiti að auki hinu nýja ríki, sem þá hefir fæðst með sárum hríðum, „auðlegð og heiður", sem hinn vitrasti kon- ungur fjekk að launum fyrir bæn sína. GuCm. Pinnbogason þýddi úr Times Litarary Supplement, 28. mars 1942. Hvers vegna tilkynnir þú ekki lögreglunni, að bílnum þínum var stolið T Mjer er nokkurn veginn sama um bílinn, en það, sem jeg skil ekki, er, hvernig þjófurinn gat komið honum í gang.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.