Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 157 vjerstöku siglingadómstólar, út- gáfa Norskra Lögtíðinda o.s.frv. Þá má nefna fjármálaráðuneyt ið, sem annast um greiðslu vaxta og afborgana af norskum ríkislán um, endurskoðar fjárhag annara stofnana, annast um reiknings- hald ríkisins, og fyrst og fremst ráðstafar því fje, sem handbært er, þannig að það komi að sem bestum notum til þeirra þarfa, sem eru fyrir hendi og verða munu í framtíðinni. Endurskoðunarstofa ríkisins endurskoðar reikninga fjármála- ráðuneytisins og annara opin- berra stofiyma, og er hún í Lon- don. Þessi stofnun mun annast alla endurskoðun þangað til sá tími kemur. að hægt verði að leggja alla reikninga fyrir ríkis- t iidurskoðunina í Osló, á venju- legan hátt. 1 Það fyrirkomulag hinnar borg- aralegu stjórnarframkvæmdar Noregs, sem hjer hefir verið lýst, hefir knúist fram af nauðsyn á því starfsmarkmiði, sem sett hef ir verið: Að gæta hagsmuna þjóð arinnar að svo miklu leyti sem hægt er að gæta þeirra frá út- löndum. ★ Norska upplýsingastofan hefir haft einkar þýðingarmikið hlut- verk. Kynnin af Noregi út um heim eru orðin miklu meiri en þau voru áður. Duglegir norskir blaðamenn hafa verið sendir til landa allra bandamanna, til Is- lands, Sviss, Suður-Ameríkuríkj- anna og fleiri landa. I Stórabret- landi er starfsemin mjög yfir- gripsmikil og sendir út tilkynn- ingar, myndir, kvikmyndir og fyr irlestra. Blaðaþjónustan utan Stórabretlands heyrir beint undir utanríkisráðuneytið i London. — Meðal annars er norsk blaðaskrif stofa í Stockholm, blaða-sendifull trúi í Reykjavík, blaðaaðstoðar- niaður við sendiráðið í Bern, blaða skrifstofur í Washington, Minnea Polis, og New York, blaðasendi- fulltrúar í Montreal og Capetown og blaðamaður við sendiráðið i Rio de Janeiro. Fjöldi erlendra ríkja hefir sendifulltrúa hjá Hákon konungi og norsku stjórninni í London. Þar eru sendiherrar frá Póllandi, Stórabretlandi, U. S. A., Tsjekko- slóvakíu, Sovjetsamveldinu, Col- umbia og Mexikó og sendifulltrú- ar frá Belgíu, Chile, Ekvador, Guatemala, Thailand, Hollandi, Brazilíu, Islandi, Egyptalandi, Perú, Argentínu og Uruguay. — Auk þessa má nefna, að sum lönd, er áður höfðu sendifulltrúa fyrir Noreg, búsetta í Stokkhólmi hafa ennþá stjórnmál.^samband við norsku stjórnina í London, svo sem Sviss og Tyrkland. Stríðið og hinar mikilsvarð- andi siglingar hafa orðið til þess að hinar norsku sendisveitir og ræðismannsskrifstofur hafa ver- ið auknar frá því sem áður var. Afrek norska verzlunarflotans í baráttunni um Atlandshafið, hafa haft ómetanlega þýðingu. En skipatjón Norðmanna er til- finnanlegt. Síðustu opinberar skýrslur herma að í lok janúar- mánaðar hafi 200 skip verið töp- uð, 1.300.000 smálestir og með þeim 1300 manns. Og síðan hafa ný skipatjón orðið. Það var meðan stóð á stríðinu i Noregi, hinn 22. apríl 1940, að norska stjórnin lagði hömlur á öll norsk skip, sem þá voru stödd utan landa óvinanna eða hernuminna landa, og stofnaði úr þeim stærsta eimskipafjelag heimsins: The Norwegian Shipp- ing and Trade Mission. Þetta var floti, meira en 4 miljónir smálesta að stærð ög með 35.000 manna áhöfn. * Norski siglinga- og birgðamála- ráðherrann Arne Sunde ljet m.a. nýlega svo um mælt: „Sérstaklega hefir norski tankskipaflotinn ver ið ómetanlega þýðingarmikill fyr ir siglingarnar. Jeg held að jeg taki ekki munninn of fullan, þó að jeg segi, að norski tankskipa- flotinn hafi verið álíka nauðsyn- legur í „the battle of the Atlan- tic“, eins og enski flugherinn var fyrir „the battle of Britain“. — Og ensku og amerísku stjómar- völdin kunna fyllilega að meta starf hins norska kaupflota. Norska hervarnarráðuneytið í London hefir miklu og víðtæku hlutverki að sinna. En hvað sne*t ir norska herflotann, flugliðið og landherinn vísast til sjerstakrar greinar í þessu blaði. Hinn fjárhagslegi grundvöllur fyrir hinu víðtæka starfi norsku stjórnarinnar í London er hinn stóri norski kaupfloti. Stjórnin tekur 15% af brúttótekjum hans og mest af þessu fje gengur til hernaðarþarfa og til greiðslu vaxta og afborgana af norskum ríkislánum erlendis. Norska stjórnin kappkostar að rækja all- ar fjárhagslegar skuldbindingar norska ríkisins. Það er margt eftirtektarvert, sem hægt væri að segja frá við- víkjandi hinum margþættu kröf- um norsku stjómarinnar utan landsteinanna. Eneinn meiningar- munur er um það, að starf hennar sje afar þýðingarmikið og að hún beini öllum kröftum sínum að því, að vinna málefnum Noregs gagn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.