Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1942, Blaðsíða 8
160 LE9BÓK MORGUNBLAÐSINS Skóli og sjúkrahús Norðmanna íReykjavík Norðmönnum, sem hjer dvelja vegna hemaðarins, var mikill fengur að fá hingað til lands norska prestinn síra J. Kruse frá Svalbarða. Hjer eru nokkur norsk böm og eins og að líkum lætur, er mikilsvert að þau fái að njóta kenslu á móðurmáli sínu. Síra Kruse kom því í kring og hefir fengið leigða eina skóla- stofu í Austurbæjarskólanum, þar sem 11 norsk börn njóta norskrar kenslu í sumar. Aðstoð- armann hefir síra Kruse við kensluna, hr. Borgersen alþýðu- skólakennara. Fyrir nokkm heimsótti jeg norsku börnin í skólastofu þeirra. öll bám þau í barmi sjer norska fánann eða norska ríkisskjaldar- merkið. Það var auðsjeð að sum höfðu verið víðar en á íslandi, því á öxl þeirra var saumað í hvítan ferhyming orðið „Nor- ■way“. Flest eru bömin alnorsk, en nokkur eiga norskt foreldri í aðra ætt og hafa gengið í íslenskan bamaskóla, en nota þetta tæki- færi til þess að læra norsku. — Búist er við að bráðlega bætist við þennan norska bamahóp. NORSKA SJÚKRAHÚSIÐ Norski herinn hefir sitt eigið sjúkrahús hjer í bænum. Tók herinn á leigu húsið nr. 37 við Eiríksgötu og rekur þar sjúkra- hús með norskum herlæknum og norskum hjúkrunarkonum. Eru tvær hjúkrunarkonurnar hingað komnar frá Ameríku. Sjúkrahúsið er vel útbúið af öll um nýtísku læknis- og hjúkrunar gögnum. Þar er ágæt uppskurðar stofa, tannlæknisstofa og rann- sóknarstofa. Sjúkrastofumar em vistlegar og sjúkrahúsið í alla staði samkvæmt ströngustu kröf- um nútíraans. I skólanum. NORSKI BARNASKÓLINN í REYKJAVÍK. — Skólabörn og kennarar í norska skólanum i Rvík. Lengst til hægri er síra Kruse sendiráðsprestur. I sjúkrahúsinu. i NORSKA SJÚKRAHÚSINU í REYKJAVÍK. Sjúkrastofa í norska sjúkra- húsinu á Eiriksgötu 37 hjer i bænum. RANNSÓKNARSTOFA i norska sjúkrahúsinu á Eiriksgötu 37. petta er fyrsta flokks rannsóknarstofa með ameriskum tækjum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.