Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Side 2
162 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skipan í samfjelaginu við Guð var nú fundin, sem haldast átti til enda veraldar. Og sú skipan er í gildi enji í dag. Enn er hjer á jörðinni kirkja. Jeg trúi á heilagan anda — heil- aga almenna, kristilega kirkju. Kirkja þessi, með orði Gúðs og sakramentum er vinnustofa and- ans. Hún hefir breiðst út um öll lönd veraldar, frá Jerúsalem. í eðli sínu er hún hin sama, hvar sem er á hnettinum; en hún ber þó sjereinkexmi hverrar einstakrar þjóðar. Þegar hinn fyrsta Hvítasunnu- dag, tók andinn hin ýmsu tungu- mál í þjónustu sína. Hvítasunnu- táknið það, að menn heyrðu post- ulana tala við sig sínum tungum, var mótsetningin við dómstáknið í Babel — í þeim skilningi, að nú áttu hin ýmsu og ólíku tungumál ekki að aðskilja mennina framar, eins og þeir væru hver öðrum ókunnugir, eða óvinir, því að nú áttu þeir allir að læra að tala hjartans mál, orð andans og mál bænarinnar, en ekki í þeim skiln- ingi að til þess væri ætlast að einskonar Volapyk eða esperanto ætti að útrýma hinum ýmsu móð- urmálum. Andinn getur einmitt aðeins talað við hverja þjóð á hennar eigin tungumáli, og með því kemur Guðsríkið fram í nýrri og sjerkennilegri fegurðarmynd með hverri einstakri þjóð, auk þess sem þjóðin og tunga hennar auðgast að ýmsu, sem enginn annar andlegur kraftur getur veitt. Guð getur aðeins talað við danskan mann á danska tungu, (íslenskan á íslenskri tungu o. 3. frv.). Sú kirkja, sem andinn hefir reist „á grænum gruiídum“ við Eyrarsund, er ekki eins og kirkj- an, sem reist er í skauti Fjall- konunnar eða á bresku eyjunum. Hana er ekki að fhnna annars- staðar á hnettinum í sömu mynd. Hjer vinnur andinn úr náðar- gjöfum þeiin, sem hann kallar fram, og sem jafnan eru gefnar til þess, sem gagnlegt er,1) en ekki í óhófi. Á öllum tímum verð- >) I. kor. 12 : 7. ur þeirra vart, en með ýmsum hætti. Vjer njótum einnig náðar- gjafa hjer, í voru landi og á vorri öld. Þær eru ekki hinar sömu og á dögum postulanna, af því að tímarnir eru aðrir og þarfirnar þá einnig aðrar. Ætti jeg að nefna eina af þeim náðargáfum, sem andinn hefir veitt oss, myndi jeg nefna náðargjöf sálmahljóm- anna; Þeir eru mjög mismunandi hjá hinum ýmsu þjóðum.1) Jeg mundi ennfremur nefna flutning fagnaðarerindisins, það er og náð- argjöf, hversu samviskusamlega kross-fagnaðarerindið er flutt hjer hjá oss. Jeg vil og nefna kær- leiksstarfið, sem einnig er náðar- gjöf, og í því er mikil og gleði- leg framför, bæði hvað fórnfýsi og fyrirkomulag snertir. Jeg vil og enn nefna það náðargjöf, að vinna meðal fólks á öllum aldri: því að hinn sanni andi, sem af- máir allan stjettarmun og kemur jafnt yfir þræla sem frjálsa menn, hann tekur og tillit til aldursstiga: gamla fólkið skal dreyma drauma, en unga fólkið sjá sýnir — og að ungmennastarfinu vinnum vjer af megni og gamalmennastarfið er á framfaraskeiði. Þetta ber oss að þakka Guði fyrir. Já, þjóðin veit ekki hve mik'ð í þjóðlífi sínu, og mjer er óhætt að segja í móður- málinu, hún á að þakka hinum heilaga anda. Fyrir kristinn mál- fræðing væri það óviðjafnanlega fróðlegt verkefni, að sýna fram á, hve mikil áhrif andinn hefir haft, í gegnum biblíuna, á tungu vora og skáldskap. En þó vjer þökkum Guði fyrir gáfur andans í kirkju vorri, eig- um vjer ekki að láta þar við sitja, — því að í mörgu öðru er oss mjög ábótavant. Vjer þörfnumst enn meiri gnægða heilags anda í kirkju vorri. Ætti jeg að nefna svið, þar sem ræktun er ábóta- vant, þar sem vjer þörfnumst meiri birtu og hjálpar frá andan- um, þá vil jeg nefna þá náðar gjöf, að vinna fjöldann fyrir málefni Krists. Hversu langt stönd x) Vjer íslendingar eigum alveg sjerstaklega fagra og hreimmikla sálmahljóma, þar sem eru Passíu- sálmarnir Th. Á. um vjer ekki að baki þeim, sem unnið höfðu þegar fyrsta kvöldið 3000 nýjar sálir! Kirkjan er ókunn öllum fjöldanum af þjóð- inni, eigin börnum hennar, — fjöldi verkamanna vorra eru t. d. í hópi þeirra, sem eru „langt í burtu“. Ó að andinn legði oss ráð í þessu efni. Önnur náðargjöf sem vjer þörfnumst mjög, er játningar- hæfileikinn: hæfileiki til þess að finna ný, tilsvarandi hugtök fyrir hinar gömlu staðreyndir, að út- skýra innihald opinberunarinnar, svo sem friðþæginguna, bænina, stjórn forsjónarinnar á mönnum nútímans, eftir hinum etiska mæli- kvarða og fysisku heimsskoðun þeirra. Vjer þurfum ennfremur að biðja um gáfu til biblíurannsókna, svo að vjer lærum að lesa Guðs orð með vísindalegum ábyggiledc og í ljósi andans. Því að þá, sem taka á biblíunni með vanhelgum liöndum, skortir hinn heilaga anda; en þeir, sem hræddir eru við ráððvendnislegar rannsóknir, hafa eigi nógu sterka trú á mætti andans. Hve mjög erum vjer og reikulir í ráði í kirkjustjórnar- málefninu, þar sem aðrar þjóð- kirkjur eru skýrar og myndugar; og hjer á það ekki að vera hinu stjórnmálalegi demókratismi sem vjer látum leiða oss, heldur hinn demokratiski heilagi andi. Já, oss er í mörgu ábótavant, t. d. í því, hve lítið vjer hirðum um kirkjuna, sem slíka, yfirleitt, í því hvernig vjer lítum á einingu hinna trúuðu, og víða er og ábótavant skilningi á trúboðsmálefninu mikla. Vjer höfum því sannarlega ástæðu til að biðja um meiri gnægðir heilags anda.kirkju vorri til handa! Hjer hefir nú verið dvalist mjög við hina sögulegu hlið, gjöf heilags anda hinn fyrsta Hvítasunnudag og gjöf andans til kikjunnar í heild sinni, vegna þess að svo sjaldan er að þessu vikið og vegna þess að mjer finst það eiga svo vel við þenna hátíðisdag. Á morg- un, annan hvítasunnudag, verður ítarlegar vikið að gjöf andans til einstakra mannsálna. En jeg get þó ekki lokið máli mínu án þess að minnast ofurlítið á þá hliðina Hka. Því þessar tvær hliðar eru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.