Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 163 óaðskiljanlegar og hvor þeirra fyrir sig mjög undir hinni kom- in: lífið í kirkjunni og líf ein- staklingsins, og hvortveggja ei' undir hinum heilaga anda komið. Jeg trúi á heilagan anda og hina heilögu almennu kristilegu kirkju; en jeg trúi líka á samfjelag heilagra. Viljir þú afla þjer vitneskju um það, hverju andinn fær áorkað í einstaklingnum, þá skalt þú lesa 8. kap. Rómverjabrjefsins, og þar muntu sjá, hvernig andinn £rels- ar frá lögmáli syndarinnar og dauðans og vekur hjá manninum þrá eftir eilífðarkraftinum, hvern- ig andinn stjórnar börnum Guðs og sannfærir þau um barnarjett hjá Guði, hvernig hann er þeim trygging fyrir uppfylling hjálp- ræðisvona þeirra, og biður fyrir þeim andvarpandi, hjá Guði. Eða þú skalt lesa 5. kap. Galatabrjefs- ins. Þar sjerðu, hvernig andinu veitir sigur yfir holdinu, og að fyrir hans aðgerðir verður vegur- inn til himna að fögrum trjágöng- um, með indælum ávaxtatrjám á báðar hendur. Eða þú skalt athuga 15. kap. Jóhannesar-guðspjallsins, þar sem Jesú leiðir þig inn í víngarðinn, og talar við þig þar um alt það, hið nýja, sem vakna mun til lífs og þroskast í þjer cf þú vilt vera í honum, og hann í PJer; þá munt þú bera mikinn og góðan ávöxt, þú munt verða æ hreinni, þú munt fá fullvissu fyr- Jr bænheyrslunni, eignast hina fullkomnu gleði, verða trúnaðar- öiaður Guðs, vitna um Krist frjá's- mannlega, elska bræður þína. Og hú munt þá og skilja, er þú lest petta, og sjer alt samhengið, að Öt þetta verður — fyrir aSgerðir heilags anda, að hinn duldi lífs- kraftur vínviðarins er hinn lifandi andi Guðs. Og þar sem hinn heilagi andi framkvæmir þetta í mannsálun- um, og andinn er hinn sami í þeim óllum, þá er þó ekki tilgangur hans að setja oss í einkennisbún- lng, en alveg eins og aldrei eru tvÖ blöð á vínviðinum alveg eins, ÍP» að þau sjeu bæði vínlaui, patinig vill og andinn setja sjer- einkenni sitt á hverja einstaka sal, svo að einkenni hennar komi fram og hinir bundnu hæfileikar hennar losni úr læðingi. Með þvi að komast í þjónustu andans, verðum vjer fyrst fyrir fult og alt með sjálfum oss, eða það, sem Guð hefir ætlað oss að verða. Þú munt geta fundið þessi sjereinkenni í hinum ýmsu safnaðarfjelögum, sem geta verið svo gerólík þó þau sjeu nágrannar, annað, ef til vill, með ljettu og björtu yfirbragði, en hitt drungalegu og stranglegu, annað frjálslegt og síungt, en hitt hangandi í kreddum, en þó reikult í ráði. Þessara sömu sjereinkenna verður vart hjá öllu kristnu fólki, en mest hjá þeim, sem mest eru áberandi, hjá þeim sem Guð notar til stórvirkja. Og þú munt þá og hafa reynt það, þjer til hrygðar, en um leið til hvatningar, að þú hefir máske sagt við sjálfan þig, þegar þú varst búinn að hlýða á einhvern þessara andans stór- menna vorra tíma, sem eru for- göngumenn Guðsríkis, einhvern John Mott eða Moody eða Albert Lunde:1) „Er þetta þá alt og sunit?" Hjer var þó engin gagn- takandi ný hugsun eða sjerstök aðdáunarverð skarpskygni? Vjer höfum heyrt alveg það sama áður, og jafnvel miklu betur orðað? Já, og þú hefðir ef til vill sagt hið sama, þó að þú hefðir heyrt Pjet- ur prjedika hvítasunnudaginn fyrsta: er þetta þá hinn víðfrægi Símon Pjetur? Þetta eru ekkert annað en afar hversagslegar hugs- anir, og jafnvel mest af því til- vitnanir í ritninguna? Presturinn okkar gæti gert það betur! Alveg rjett: en hefir prestur'nn þinn nokkurn tíma unnið 3000 sálir á einum degi? Hleypa ræður hans hjörtunum í funa, svo að fólkið fýsi að komast að niðurstöðu í hjálpræðismálefnum sínum? Það er andinn sem notar verkfæri sitt einmitt með svona látlausum og einföldum hætti. Það voru and- þrungnir menn sem stóðu þarna á þakinu og báru Gu8s ríki vitni og lögðu hyrningarsteininn í hina fyrstu kirkju. Já, vinir mínir! Þegar vjer hejrrum þetta, þá finnum vjer hjá oss þörf til þess að þakka Guði fyrir þann grundvöll sem—hann hefir lagt í sálum vorum, af náð sinni, og um leið óskum vjer þess, að ávextirnir megi verða miklir og að hann taki oss með lífi og sál í þjónustu sína. En það er einmitt hið sama og að vjer biðjum um meiri gnægð heilags anda. Drott- inn, vek þú þessa ósk í oss öllum og gef oss meira en vjer getum óskað! Amen! Th. Á. íslenskaði. x) Albert Lunde var norskur leikmannstrvxboði, afbragðs ræðu- maður, sem víða ferðaðist. Fjaðrafok — Hamingjan hjálpi mjer, sagði matseljan. — Það er mús í búr- inu! Hvað á jeg að gera? — Lokið búrdyrunum og þá líð- ur ekki á löngu áður en greyið deyr úr hungri, svaraði einn af viðskiftavinunum. • Forstjórinn: Hafið þjer sjeð gjaldkerann í dag? Skrifstofumaður: Já, hann kom hjer snemma í morgun. Hann var búinn að raka af sjer skeggið og bað um skipaáætlunina. • — Send'sveinninn okkar þreytir mig. Hann er síblístrandi þegar hann er að vinna. — Þú ættir að hafa okkar sendi svein. Hann bara blístrar. • Hermaður einn, sem var á langri göngu, varð var við að eitt- hvað var í skónum hans, sem meiddi hann. Er hann kom í her- búðirnar um kvöldið, var komin blaðra á fótinn. Er hann fór úr sokknum fann hann í honum papp- írsmiða, sem á var letrað: „Guð blessi hermanninn, sem fær þessa sokka". * Fíll hitti mús langt inni í skógi og sagði.- „Fjári eru lítil og rytju- leg". „Æ, já", sagði músin, „jeg hefi verið með flensu og þú veist hvernig það fer með mann".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.