Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 167 Vigfús Guðmundsson: Efnahagur Hallgríms Pjeturssonar I Lesbók Morgunblaðsins 5. og 12. apríl hefir Guðmundur skáld á Sandi ritað góða grein um „Samhendur" H. P. Br það þarft verk og þakkarvert, þegar glöggskygnir menn útskýra fyrir almenningi snilli þá og speki, sem felst í ljóðum þessa frábæra skáld- mærings. Margar eru perlurnar þar, sem enn er ókafáð eftir og huldar Kggja í hafi fáfræði, gleymsku og skeytingarleysis. Og er mesta nauðsyn að opna þá lok- uðu skel, í augsýn æskulýðsins í landinu. Eigi ætla jeg mjer þá dul, að geta „betrumbætt" eða útskýrt orðkyngi H. P., svo að við hæfi sje og honum samboðið. En út af nefndri grein vildi jeg gera að- eins þrjár lítilsháttar athuga- semdir. 1. Um fátækt Hallgríms Pjet-* urssonar hefir oft verið rætt og ritað, og hann hefir jafnvel verið talinn meðal ölmusumanna að síð- ustu. Ekki er vafi á því, að hann hafi verið fátækur framan af æv- inni, og líklega árin öll, sem hann var prestur á Hvalsnesi (1644— 51). En jafn vafalaust er það, að honum leið betur og varð bjargálna í Saurbæ, meðan hann hjelt þann stað, 1651—69. — Þyk- ist jeg hafa fært nokkur rök fyr- h því í kverinu: „Ævi Hallgríms Pjeturssonar". Sjerstaklega með því, hversu vel honum tókst að skila af sinni hendi eign staðar- ins. Við úttektina 5. maí 166.0 voru 6 menn (próf., pr., lögrm., ráðsm. og bændur tveir). Lýsa þeir 11 aðgreindum húsum, og síður en svo lakari en þá gerðist ¦ betri bæjunum, enda var ekk- ert lagt ofan á þau. Baðstoðuhús- ið hafði H. P. bygt upp eftir brun- ann, þá fyrir 7 árum, og er það talið „alt vel stæðilegt að viðum og veggjum". Um skálann ér sagt: „húsið vænt og vandað", og skála- húsið (skálabúrið) : „Vænt, með standþili að framanverðu", og loks: „Allir bæjarveggir eru ný- ir". Hjer að auki var skemma, fjárhús og „sextán nauta fjós", með hurð og dyraumbúningi, svo og „minna f jósið". Ekkert af þessu sýnir kotunglegan búskap. Sama var að segja um kirkjuna, að öðru leyti en kirkjumuni, sem voru býsna fátæklegir. Árið áður en bærinn brann hafði H. P. bygt upp kirkjuna. Nú var hún 8 ára, „sterk og stæðileg", og betri en sú er hann tók við. Hafði hana bætt við glugga og þiljum m. m., og að auki lánað sjálfur mikið fje til byggingarinnar. Svo að nú, eftir 8 ár, átti hann enn hjá kirkj- unni 220 álnir (2 kýrverð). — Bæði húsakynnin og efnahaginn með aðbúnaði og ástæðum öllum, verður hjer að marka á mæli- kvarða 17. aldar, en hann er að öllu leyti gjörólíkur mælikvarða 20. aldar hjer á landi. „Skilvís- lega" greiddi H. P. 16 rd., er voru í hans vörslu, fyrir kvígildi frá Kalastöðum. Og full skil gerði hann fyrir öllum (16) kvígildum staðarins. En afnot af þremur þeirra m. m. átti hann að hafa sjer til lífeyris eða eftirlauna. Að öðru leyti „forlíkuðust" þeir frá- farandi og viðtakandi, sjera Hann- es Björnssou, um úttektina yfir höfuð.*) Nú verður líka að gæta þess, a'ð þegar H. P. skilaði af sjer presta- *) Alt er þetta ólíkur viðskiln- aður því, sem þá gerðist hjá sum- um öðrum fátækum prestum. Þó skárri væri en hjá þeim pr., sem úttektin endar með þessum orðum: Kvígildin kveðst prestur- inn upp etið hafa, kirkja fyrir- finst engin! kallinu, hafði hann gengið með holdsveikina í 15 ár, haft aðstoð- arprest í 2 ár og orðinn ófær til allra embættisverka og erfiðis- vinnu. Er því auðskilið, að held- ur hljóti efni hans að hafa rýrn- að en aukist síðustu árin. Og þó hann lifði enn nærri 5V2 ar eftir þetta, lengi (blindur?) í rúminu, er óvíst að hann gæti oftar komist til alþingis en á þessu sama sumri. Þá (1669) var hann staddur þar síðast, svo að kunnugt sje. Þá var og fyrir þremur árum búið að prenta Passíusálma hans, svo þeir hafa þegar verið orðnir þektir um land alt. Má því vel vera, að sögnin sje sönn, og hafi gerst á þessu þingi, að höfðingjar þings- ins hafi fylgt honum á stað og kvatt hann með þeim heiðri, að syngja verð úr Passíusálmunum. Var jafnvel til þess fallið hvort sem heldur var: „Gefðu að móð- urmálið mitt", eða „Þitt orð er guð vort erfða fje". Meira er það en sennilegt, að göfugir og ör- látir höfðingjar (Brynjólfur bisk., Vísi-Gísli 0. fl.) hafi þá og oftar vikið að H. P. peningagjöfum, ekki eftir beiðni hans, eða sem almennri ölmusu, heldur sem heið- urslaunum og hluttekningu i harmkvælaveikindum hans. Osam- boðið er það virðingunni fyrir höfuðkáldi voru og ómaklegt að öllu leyti, ef einhver hugsar sjer skáldið fara til Þingvalla í þeim erindum, að ganga sníkjandi' milli búða höfðingjanna. Hitt er heldur líklegra, að H. P. hag- nýtti sjer heimboð þeirra, og þœgl með þökkum sæmd af þeim og góðgerðjr. Heilræði Hallgríms og hvatn- ingar til sjálfsbjargar eru kunn- ari en svo, að ætla megi honum húsgangs hugsunarhátt. Tel jeg nægja því til sönnunar tvær vís- ui skáldsins:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.