Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1942, Blaðsíða 8
168 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sá er heppinn, sumar og vetur sig forsorga vill og getur, húsgangsráfið vont er valt. Sælla er að veita en vola, víf þó brjóti smáa mola. • Sjálfs í búi sætt er alt. Hollari er ærleg iðja en með leti sníkja og biðja, margur þessu fram þó fer. Ef hjá ríkum vist ei velur, víst má ske þig einhver dvelur. Alt er betra' en öngull ber. 2. Ekki þarf að efast um það, að H. P. hefir sjálfur unnið al- genga erfiðisvinnu og við heim- ilisstörf, líka, eftir að hann varð prestur, meðan heilsan leyfði það í Saurbæ. Sögnin um það, að hann væri með fólki sínu á engjum, þegar illræmdi óhappagesturinn kom, sýnir iðjusemi hans. — Þetta var um kvöldið 15. ágúst 1662, sem gesturinn illa lynti fjekk gisting hjá Guðríði hús- freyju, og lenti þeim saman í orða- sennu. En um nóttina brann karl inni, með bæjarhúsunum. H. P. hefir sett í ljóð sönnun fyrir því, að hann hafi gengið að slætti á túni sínu. Hefir hann gert þar svo skemtilegt og napurt háð um sjálfan sig, innan um alvör- una, að það mun seint fyrnast og má ekki gleymast. Tek aðeins 6 erindi af mörgum: Stutt er kveðjan, kæri Jón, kominn er maðr í dengslu bón, slyngvum ljóða slöngvir són sláttulúinn kirkjuþjón. Þegar í morgun það var satt, með þusum eg á fætur spratt, áfram þá í dyrunum datt, því dagmálaskinið var svo glatt. Lagskona mín hún leti fer löngum út á tún með mjer, sjaldan eg því aleinn er. Ekki vil eg skrökva að þjer. Fyrir miðdag fór eg heim, fullsaddur af verkum þeim, hjelt um bakið höndum tveim, hirti lítt um veraldar seim. í viku slógum í vetling minn og veltum honum í heygarðinn. Kom þá boli með kjaftinn sinn og kvomaði allan heyskapinn. Með flugvjelar á þilf ari. FLUGVJELAH írá Amoriku. Flugvjelar á þilfari norsks olíuflutningaskips, sem er á leið frá Amcríku til Stóra-Bretiands. Á túninu fæst ei taðan feld, tek því pípu og set í eld eina í dag og aðra í kveld, af iðju þeirri eg mikið held. í Ijóði þessu nefnir H. P. 3 sláttúmenn aðra en sig, og sýn- ist það ekki sjerlega kotungsleg- ur búskapur, þó andvirkið verði nú ekki hjá honum á marga fiska og fari heldur fljótt í bolann. Reyndar var nú líka sitt að hverj- um sláttumanninum. Klemens: Stráin reyndar fellir fæst. Árni: Rót úr grundu rífur hann, og hjá Ólafi: Eggin upp í bakka brýst, o. s. frv. 3. Skáldið góða á Sandi, sern hefir bæði oft og vel skemt manni, virðist hafa „ruglast í ríminu" í ljóðlínunum tilfærðu úr Hávamál- um: „Ef tvær geitr eiga sjer" taugreptan sal, þat es þó betra eD bæn. Og telur svo að þarna geti 2 geitur táknað tvær mann- kindur. í útgáfu Pinns Jónssonar. af Sæmundar-eddu (Rvk 1905) er nefnt erindi svona: Bú es betra, an biðja sje halr es heima hverr. Þótt tvær geitr eigi og taugreptan sal, þat es þó betra en bæn. Tel jeg vafalaust að svona sje vísa þessi rjettari, og að hún merki það — án duldrar samlík- ingar — að bú sje betra en bæn. Þó búið sje lítið og bærinn lje- legur, þá sje þó betra að eiga heima undir sínu þakí, en að lifa á vergangi, eða þurfa sífelt að biðja, ellegar krefjast og heimta allar sínar þarfir af öðrum. Þótt tvær geitr eigi og taug- reptan sal, merkir það eitt, að betra sje að byrja búskap við ör- lítil efni, en að lifa á bónbjörg- um, eða torgætu atvinnusnapi. Hjer á landi væru tvær geitur svipaður bústofn og 5—10 kind- ur, og taugreptur salur gildir hjer eins og torfbaðstofa með birkiárefti. Margir bændur hjer á landi hafa fyr á dögum byrjað búskap með svo að segja tvær hendur tómar. Búskap hafa menn byrj- að með 1 kú, 1 hest og 10—20 kindur, og jafnvel ennþá minna, einungis kvígildi það, er jarðar- partinum fylgdi. Eigi að síður gátu þeir, sem neyttu allrar orku, sparneytni og ráðdeildar, orðið vel bjargálna. Og ekki aðeins „kerra, plógur, hestur", heldur líka konungur í sínu litla ríki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.