Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1942, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1942, Side 1
15. tölublað. .ISlcrðnntlaðsins Sunnudagur 31. maí 1942. XVII. árgangur. l»»fold*rpr»nUauöJ« k.L Steindór Steindórsson frá Hlöðum : Leikfjelag Akureyrar 25 ára Eldrí /eikstarfsemi á Akureyrí Upphaf. að mun engum ofsögum aí því sagt, að meðal Islendinga sje mikill áhugi á leiklist og leik- sýningúm og að svo hafi lengi verið. Skýrast vitni þess er allur sá fjöldi leiksýninga, sem árlega fer fram um land alt, og oft við hin bágbornustu skilyrði. Enda er það mála sannast, að enn skort- ir víðast mjög á, að svo sje hlynt að leiklistinni, eins og vera ber. Svo er að sjá, sem fyrsti vísir leiklistar hjer á landi hafi dafnað i skólunum, latínuskólunum fornu, og latínuskólanum í Reykjavík. Á Akureyri var þó ekki um að ræða áhrif frá skólunum, sem homið hefðu þar af stað leiksýn- ingum. Hólaskóli hinn forni var löngu niður lagður, og skólahald ekki hafið á ný í Norðlendinga- fjórðungi, er leiksýningar hófust á Akureyri. Svo telja fróðir menn í þeim efnum, að danskur verslunar- stjóri, Jakob Kristian Jensen að nafni, hafi fyrstur staðið fyrir leiksýningum á Akureyri, og aðal- leikfólkið voru fjölskyldur kaup- nianna og embættismanna, sem þá voru að miklu leyti danskar. Hug- ur Jensens hafði í æsku mjög stað- 'ð til leikltstar, og hafði hann á ffiskuárum sínum verið heimagang- Ur í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn, svo að hann Ágúst Kvaran. hafði óneitanlega nokkra þekk- ingu í þeim efnum, og hefir það áreiðanlega orðið mikilvægt hin- um fyrsta vísi leiklistar í bænum. Munu leiksýningar þessar hafa byrjað laust eftir 1870. Fyrst var leikið á dönsku, og af leikjum þeim, er sýndir voru, hefi jeg lieyrt nefnda: Jeppe paa Bjærget, Intrigerne og Soldaterlöjer. Fyrsta merkisviðburð í sögu leik listar á Akureyri má telja sýningu „Útilegumannanna“ (Skugga- Sveins) árið 1878. Skugga-Svein ljek þá Hallgrímur Hallgrímsson, síðar hreppstjóri á Rifkelsstöðum, og þótti takast. mcð ágætum, og er sagt að síðari leikendur hafi Hallgrímur Valdemarsson. tekið hann sjer til fyrirmyndar í ýmsu. Gleðileikja- fjelagið. Um þessar mundir var stofnað „Gleðileikjafjelag" svokallað. Átti Jakob Havsteen kaupmaður mik- inn þátt í stofnun þess og fram- kvæmdum, og var formaður þess lengi. Þá var Páll Árdal skáld mikill styrktarmaður þess, ljek hann í mörgum leikjum bæði þá og síðar og var einnig leikrita- skáld. Vafalaust hefir sýning „Helga magra“ á hjeraðshátíð Ey- firðinga verið eitt af mestu þrek- virkjum fjelags þessa. Enda þótt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.