Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1942, Blaðsíða 6
174 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS HELGI PJETURS: Sannleíktir, trú og kírkja Nazistum borgar sig það ekki að laumast yfirum. Svo vel og vendilega eru aðkomumennirnir rannsakaðir út í æsar, og fólkið af vesturströndinni þekldr hvert annað vel. Einu sinni ltom norsk- ur nazisti, sem hafði lent í handa- iögmáli við samherja sína heima í Noregi. Hann var í vandræðum með hvað hann ætti að gera og flýði svo til Englands, en í stað þess, að honum væri tekið þar með opnum örmum, var honum stungið í svartholið, til nánari rannsóknar. Þar verður hann að dúsa ásamt ýmsum þjáningabræðr um sínum þangað til stríðinu lýk- ur. Norska nýlendan í London vex, en sífelt verða þar þó manna- •skifti. ‘Gistihúsið, sem í hittifyrra var gert að sjómannaklúbb, er orðið mikils til of lítið, og síðan liefir verið keypt hús í viðbót. Auk þess hafa heilar hæðir verið festar á leigu í gistihúsum í ná- grenninu. Þangað safnast Norð- mennirnir smátt og smátt úr Norðursjávarferðum sínum og njer er það, sem þeir bíða eftir fyrstu ferð til „Little Nor\vay“ í Kanada eða öðrum æfingaherbúð- um. Sá heiður hefir hlotnast áður- nefndu gistihúsi, að þar er til húsa yngsti víkingurinn, enn sem kom- ið er. Þetta er eins ár gamall pilt- ur, sem ásamt bróður sínum fjögra ára gömhim og öðrum átta ára, hefir hina löngu og hættulegu ferð að baki sjer. Hann situr núna glaður á hnje mömmu sinnar og er að borða. Hver skyldi á hon- um sjá, að vjelbyssukúlurnar hafi hvinið yfir höfði hans, að maður- inn við stýrið fjelli í valinn og eð ýmsir „farþegarnir" hlytu sár á leiðinni? Mamma .brosir þögul. Þegar maðurinn hennar ljet í haf, varð hún að vera eftir hjá drengj- nnura sínum tveimur, því að þá átti hún vou á þriðja barninu. En hún hafði einsett sjer að koma á eftir manninum, undir eins og nstæður leyfðu. Nú hefir fjöl- skyldan náð saman aftur og bíð- ur aðeins tækifæris til að stofna sjer heimiii á ný. I síðustu Eimreið (1. h. 1942, s. * 94—5) hefir ritstjórinn vin- samlega getið um bók mína Framnýal. En nokkrum m:sskiln- ingi kann það al valda, er hann segir: „Á bls. 62 ræðir höf. (H. P.) um Jesúm (í kafla þeim, er nefnist ,Saga Jesú‘) og hygst að sanna að hann hafi um suma ó- fullkomleika ekki verið alveg ó- líkur öðrum mönnum“. í gre:n minni er verið að benda á það, hversu glögglega komi fram, að saga Jesú einsog guð- spjöllin segja hana, sje ekki skáldskapur. En þar sem Jesús kallar óvini sína nöðruafkvæmi, virðist mjer ekki unt að halda því fram með nokkurri skjmsemd, að það beri ekki að skoða sem illmæli, nokkurnveginn úr sömu áttinni einsog þegar hann líkir óvinum sínum við kalkaðar graf- ir. Og það liggur í hlutarins eðli, að einmitt það sem guðspjöllin segja um mannlegan ófullkom- leika Jesú, er síst ástæða til að rengja og telja skáldskap. Og vjer megum ekki gleyma hinum stórviturlegu orðum, sem eftir Jesú eru höfð um þýðingu sann- leikans. En þó hefir trúmönnum stundum hætt við að hafa að engu það sem einu frumheimildirnar segja um Jesú og fólk hans, og má hjer nefna ekki ófróðlegt dæmi þess. Á málverkasýningu í Vínarborg var, fyrir ekki allfá- um árum mynd sem hjet die heilige Familie (fjölskyldan helga). Var þar Josep og María og barnahópur hjá þeim — í besta samræmi við guðspjöllin, því að þar eru nefndir 4 bræður Jesú, og systurnar hafa a. m. k. verið 3; í grískunni er höfð fleir- tölumynd orðsins en ekki tvítal- an, svo að systkinin hafa eftir því a. m. k. verið 8. En einn morgun, þegar komið var á sýninguna, sáu menn, að myml þessi hafði verið rist sundur. Svona hafði það hneykslað ein- hvern, að María skyldi vera mál- uð sem margra barna móðir. Úr sömu áttnni er það, þegar menn hafa málað þau hjónin Jósep og Maríu, einsog 50—60 ára aldurs- munur hafi verið á þeim. í slíku kemur fram lítilsvirðing á sannleikanum, eða a. m. k. því, sem ekki virðist nokkur ástæða til að efast um að sje sannleik- ur. En þar sem sannleikurinn er fyrirlitinn, er mannúðinni hætt. Og .ekki má gleyma því, að kirkj- an er stofnun guðs aðeins að svo miklu leyti sem hún hefir sann- leikann og kærleikann í háveg- um. 9. maí. Helgi Pjeturss. Smælki. Lögfræðingur var að yfirheyra tötralega klædda konu, og honum fanst sjer ganga illa að fá kon- una til að segja það, sem hann vildi fá fram. Hann sagði að lok- um: — Þjer haldið því fram, að þjer hafið aldrei hlotið neina mentun, en samt svarið þjer spurningum mínum skynsamlega. — Já, svaraði konan, maður þarf nú ekki að hafa gengið á skóla til að svara nokkrum kjána- legum spurningum. ★ Duglegur ungur maður gekk í herinn og eftir þrjá mánuði var hann gerður að undirforingja af lægstu gráðu. Hann skrifaði eft- irfarandi brjef he:m til konu sinnar: „Jeg hefi verið hækkaður í tign. Þú skalt samt ekki flytja inn í stærri íbúð og þú skalt um- gangast nágrannana alveg eins og ekkert hafi í skorist". ★ Ókunnugur maður í boði: Hund leiðinlegt, finst yður ekkif Annar maður: Jú. Sá ókunnugi; Eigum við ekki að stinga af heim? — Get það ekki, jeg er hús- bóndinn hjer.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.