Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1942, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1942, Side 1
16. tölublað. f gTJlcrðUíjMaSsiíis Sunnudagur 7. júní 1942. XVU. árgangur. SJÓMANNASKÓLINN Hjer birtist mynd af upp- drætti Sigurðar Guðmunds- sonar af hinum fyrirhugaða sjó- ^uannaskóla. Er myndin af norð- Urhlið skólans, er veit út að Suðurlandsbraut. Hússtæðið er, sem kunnugt er, norðvestan við ^*un núverandi vatnsgeymi, á .laðri grjótnáms bæjarins. Ætlast byggingarmeistarinn til þess að þannig verði frá klettabrúninrii gengið í grjótnámshvamminum, eins og myndin sýnir. Skólahúsið verður um 80 metra á lengd og 9 metra á breidd. Kenslustofur verða vitanlega að sunnanvcrðu í húsinu, eu undir þeirri hlið, sem hjer sjest, verða gangar byggingarinnar. Aðalinn- gangur í skólann verður að sunn- anverðu. Samkvæmt útboðslýsingunni á uppdráttunum að húsinu, á þetta að rúmast í aðalbyggingunni: Fyrir stýrimannaskólann 9 kenslustofur, og fyrir vjelstjóra og loftskeytamannaskóla aðrar 9. Auk þess verði kennarastofa og skólastjóra herbergi, og geymslu- herbergi skólans fyrir kensluáhöld o. þ. u. 1. Sjómannaskólinn fær þar enn- fremur athugunarstofu, sem verð- ur í turni byggingarinnar. Mat- reiðsludeild á ennfremur að vera í skólanum, með stóru eldhúsi og öðru litlu og matsalur, er rvimi 80 manns í sæti. Tilraunastofa á þar einnig að vera, vinnustofa, bókasafn og lesstofa, og samkomusalur er rúmi 200 manns, með sýningarklefa fyrir myndasýningar. Leikfimis- salur verður við skólann og vjelaskáli fyrir vjelstjóraskólann. Ennfremur dyravarðarhvis. Ráðgert er, að á hinni stóru lóð, er skólinn fær til umráða, verði reist íbúðarhús fyrir skóla- stjóra og kennara. Þá er og gert ráð fyrir sjóminjasafni. Skemtigarður allstór á að vera sunnan við skólann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.