Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 179 Afstöðumynd af Sjómanna skólanum og umhverfi hans. (Sjá fyrstu síðu). Píndur til dauða! kvöldi dags sáum húsbóndann taka sjer bók í hönd og lesa úr sögunum fyrir_ heimafólkið, kom okkur saman um, að slíkt sveita- uPpeldi væri dásamlegt, fjarri um heiminum og menningunni þar. ★ Undir slíkum kringumstæðum freistar það manns að spyrja: Hvað er í raun og veru „Civilisa- tion“? .. . Hugsum okkur að við sjeum staddir í einhverri miðstöð heimsmenningarinnar, er sendir menningargeisla sína út um öll heimsins lönd, t. d. London, og hÖldum svo þaðan inn í hina fá- tæklegu stofu Jens Christian Jakobsens á Straumey, þar sem Shaffner var við húslestur. Ber- tim saman miðstöðina, sól menn- tngarinnar og Færeyjar, og segið mjer svo. Hver er menningin? Eða tökum París. Ellegar leitum ekki langt yfir skamt, tökum t. d. Kaupmannahöfn, sem öðru nafni er stundum nefnd Aþena Norð- nrlanda, gerum samanburð á »Aþenu“ þessari og Möðrudal. En eftir á að hyggja. Lesendur mínir Þekkja ekki Möðrudal af ljelegri 'ýsing minni, og get jeg ekki verið svo órjettlátur að krefj- nst af þeim að þeir geri saman- hurðinn. Samanburðar hugleiðingar mín- ar enduðu á þessa leið: Er það svo, að fátækar, af- skektar þjóðir geti betur varð- veitt óbrjáluð og hrein þjóðar- eipkenni sín, og þær sjeu því sjerkennilegri, þróttmeiri, hug- újarfari — þá bið jeg þess lengstra orða að föðurland mitt nteigi sem lengst verða fátækt, »fátæka landið skáldsins" og danska þjóðin varðveitist gegn drepandi eitri alþjóðamenningar- innar“. ★ Þetta eru hugrenningar hins danska ferðamanns, sem vöknuðu í huga hans humarið 1860, er hann hitti Aðalbjörgu í Möðrudal. En ^im hana veit jeg ekkert meira en það sem hjer er sagt. Enda er þetta litla ferðasögubrot tekið hjer upp af því, að margar ís- lenskar sveitastúlkur hafa vakið svipaðar tilfinningar hjá ókunn- Pgum ferðamönnum. V. St. Þessi maður hjet Kristian Au- bert. Hann var Norðmaður og ljest í fangelsinu Möllergaten 19 í Oslo, eftir að Gestapo-lögreglan hafði haft hann þar í haldi um hríð. Aubert var píndur þar til hann ljet lífið, á sama tíma og Thor Salvesen, en hann var hengd- ur upp á öðrum handleggnum og barinn á hinn viðurstyggilegasta hátt. Föt hinna látnu voru send til aðstandendanna með þeim upp- lýsingum, að þeir hefðu dáið af „sárum á maga og vegna erfiðs andardrátts“ og „særindum í lungum með blóðuppgangi". Báðir voru hraustir þegar þeir voru handteknir, og þeir höfðu ekki verið nema í 10 daga í fangelsi, er tilkynt var, að þeir væru dánir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.