Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1942, Blaðsíða 8
184 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hann í ró og næði og reið net eða las bækur, sem hann fjekk lán- aðar, því að hann hafði altaf haft gaman af bókum, en Jóka altaf tekið þær af honum. Svo fjékk Jónki hann til að selja alla innanstokksmunina, sem hann þurfti ekki á að halda. Hann seldi meira að segja sparifötin hennar Jóku og saumavjelina hennar. Og svo gleymdist Jóka honum smátt og smátt um leið og reiturnar hennar hurfu. Og nú fann Pjetur, að hann var frjáls. Einn rigningardag bauð hanu Jónka vini sínum hátíðlega heim upp á kaffi. Rigningin buldi á glugganum, en í eldhúsinu var hlýtt og notalegt. Fyrst töluðu þeir saman um veðrið og gigtina og svo hóf Pjetur máls eftir langa þögn: — Heyrðu Jónki, jeg er farinn að hugsa um það upp á síðkostið, hvernig muni fara um okkur þeg- ar við erum dauðir. Jeg hefi sætt mig við þessi breyttu lífskjör og jeg segi það hreinskilnislega, að mjer líður vel núna, en nú er sagt að maður eigi að hitta aU*i ástvini sína hinum megin, og þess vegna ætla jeg að spyrja þig, Jónki: Heldurðu að maður haldi sinni jarðnesku tilveru á- fram þarna uppi í himnaríki ? Hann þagnaði og horfði með eft- irvæntingu á vin sinn. — Ja, sagði Jónki hugsandi, — það eru margir, sem halda það. Hausinn á Pjetri seig niður á bringu. — Og svo er jeg búinn að selja saumavjelina hennar .... og sparifötin .... og beljuna .... og kindurnar...... Vinirnir sátu steinþegjandi nokkra stund og svo kom breitt bros á andlitið á Jónka og hann gaut til hans augunum og spurði: — Heyrðu, var hún Jóka þín ekki gift áður en þú tókst hana að þjer? Pjetur kinkaði kolli en botnaði ekki í neinu. — Þá held jeg að þú getir haldið áfram að lifa sem ekkju- maður í himnaríki, því að fyrri maðurinn hefir' auðvitað fyrsta veðrjett í henni og ekki fær hún að eiga tvo menn, í einu. Og nú varð andlitið á Pjetri að einu brosi. — Þetta er vitan- lega alveg rjett! Að mjer skyldi ekki detta þetta í hug sjálfum. Og svo hristi hann höfuðið yfir sinni eigin heimsku. Svo var eins og hann mintist einhvers sem hann hefði gleymt. Ílann stóð upp og staulaðist inn í kamersi og náði í fataplagg, sem hjekk bak við hurðina. Það var rauða nærskjólið hennar Jóku. Hann vafði því saman og stakk því í eldinn. Svo helti hann vænni lögg af brenni- víni út í kaffið, deplaði augunum til Jónka og sagði: — Mjer datt í hug, að hún þyrfti kanske á því að halda þarna efra — til að flagga með! Leikfjel. Akureyrar Framh. af bls. 181. þess em þó ætíð ofurlítil tilbreyt- ing í gráum hversdagsleikanum. Að endingu þetta: Leikfjelag Akureyrar leggur nú út á annan aldarfjórðung sinn. Enn geisar heimsstyrjöld eins og þegar það var stofnað fyrir 25 árum, og útlit og horfur hin ískyggileg- ustu. Lítill vafi er á því, að aldrei hefir fyr í sögu landsins reynt eins á þá krafta, sem í því eru, að vinna örugglega að öllu því, sem styður og styrkir íslenska menningu. Leikstarfsemi, ef rjett er á haldið, getur verið mikil- vægt vopn í þeirri baráttu, ekki síst þar sem erlend áhrif flæða mjög inn í landið í sambandi við kvikmyndir og alt skemtanalíf. Leikfjelag Akureyrar hefir því hjer hlutverk að vinna. Hlutverk þess er að miða starfsemi sína við það sem mest má íslenskri menningu að gagni koma. Það þarf að setja markið hátt og má aldrei missa sjónar á því, ef svo er fram haldið, mun því vel vegna. Akureyri 3. maí 1942. Steindór Steindórsson. Kennarinn: — Geturðu nefnt mjer stjörnu með hala, Jón? Jón: — Mickey Mouse. Fjaðrafok Húsbóndinn (við stúlkuna í húsinu) : — Tengdamóðir mín kemur á morgun. Hjer er skrá yf- ir uppáhaldsrjetti hennar. Stúlkan: — Ó, já, þökk fyrir. Húsbóndinn: — Ef þjer fram- reiðið einn þeirra, segi jeg yður tafarlaust upp. ★ — Getuy litli drengurinn yðar gengið? — Nei. — Það var einkennilegt, minn getur gengið. Ilefir yðar drengur. tekið tennur? — Nei. — Drengurinn minn hefir tek- ið fimm tennur, en yðar getur þó talað, er það ekki? — Heyrið þjer frú mín góð — rakar drengurinn yðar sig sjálfur, eða fer hann til rakara? ★ Kona (við lögregluþjón) : Hvers vegna hafið þjer þessa ól undir hökunni, sem er fest við húfuna yðar ? Lögregluþjónninn: — Til þess að hvíla neðri kjálkann, þegar jeg er búinn að svara heimsku- legum spurningum. ★ — Jeg get því miður ekki opn- að hurðina, herra Gústaf, því að jeg er berfætt. — Hvað. Það gerir ekkert til ungfrú Hansína. — Jú, því að jeg er berfætt upp að hálsi. ★ — Hve gömul er stóra systir þín? — 24 ára. — En hún segir sjálf að hún sje 20 ára. — Já. Hún lærði að telja þeg- ar hún var fjögra ára. ★ — Hans litli, segðu mjer, átt þú bróðir? — Nei, en jeg á systir og hún á lítinn bróðir, og það er jeg. ★ Greifinn (við þjóninn): — Jeg ætla sjálfur að afhýða eggið mitt, Georg, jeg hef ómótstæðilega löng un til þess að gera eitthvert gagn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.