Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Blaðsíða 1
hék 19. tölublað. ^Moraunhl&bmm Sunnudagur 28. júní 1942. XVII. árgangur. Örn rændi tveggja dra barni *JfCerKuea oiózaun dr S/óm ránéuaýsins Þjer sögðuð einu sinni í blaði yðar að það myndi vera þjóðsaga og hugarburður fólks að ernir stælu börnum. Menn legðu ekki trúnað á að slíkt kœmi fyrir. En þetta er ekki rjett. Kona eina, sem hefir verið sóknarbarn initt og jeg þekki vel, varð fyrir því, er hún var tveggja ára, að ó>n flaug með hana áleiðis í hreið ur sitt". Eitthvað á þessa leið komst síra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík að orði eitt sinn í vor, er hann kom inn á skrifstofu Morgunblaðs- ins. Jeg spurði hann hver sú kona vœri og hvar hún væri. En hann sagði mjer að hún væri Ragn- heiður Eyjólfsdóttir og ætti heima í Suðurgötu 24 hjer í bænum. Hjer um daginn gekk jeg á fund þessarar konu, og sagði henni að jeg hefði heyrt um þann einkennilega atburð er fyrir hana hefði borið sem barn, og mun varla nokkur núlifandi manneskja hjer á landi hafa lifað slíkt. Jeg sagði henni að jeg hefði aldrei' trúað því sem í vísunni stóð í stafrófskverinu mínu: i,sterklegur fugl og stór er örn stundum hremmir hann lítil börn" — Eins og gefur að skilja, sagði frú Ragnheiður, — man jeg ekk- e*t eftir þessu sjálf. En mamma Ragnheiður Eyjólfsdóttir. mín heitin sagði mjer oft frá þessu. — Hvenær vildi þetta til — Jeg er fædd þ. 15. júlí 1877, en mun hafa verið rjett um það bil tveggja ára. Foreldrar mínir áttu heima í. Skarði á Skarðsströnd, faðir minn, Eyjólfur Eyjólfsson, var ráðsmað- ur hjá ekkju Kristjáns Skúlason- ar kammerráðs, Ingibjörgu Eben- ezardóttur. En móðir mín, Matt- hildur Matthíasdóttir, var þar í húsmensku að kallað var. Móðir mín hafði farið niður að á til að þvo þvott. Var brekku- hall niður að ánni þar sem þvotta- staðurinn var. En skamt fyrir oE- an var hvammur og uxu blóm þar innan um hvannir. Þetta var í tún- inu á Skarði. Móðir mín skildi mig eftir í hvannstóðinu, er hún fór að fást við þvottinn, taldi mig óhultari þar, fjarri vatninu. Alt í einu heyrir hún að jeg rek upp hræðsluóp, en örn er kominn yfir mig, þar sem jeg sat við að tína blóm. Skifti það eng- um togum, að örninn hefur sig upp og flýgur með mig í klónum hátt í loft upp, en ekki heyrðist til mín nema rjett sem snöggvast. Hefir strax liðið yfir mig. í fyrstu flaug örninn afar hátt þarna yfir. Er sem hann hafi vilj- að komast sem hæst strax, til þess að hann kæmist á ákvörð- unarstað, - þó honum dapraðist flugið er frá liði. En vitanlega var ætlun hans að koma mjer upp í arnarhreiður sem var í fjallinu fyrir ofan Kross. f Krossf jalli höfðu arnarhjón átt sjer hreiður í mörg ár og alið þar upp unga sína. Gerðu ernir þessir oft óskunda meðal alifugla á Skarði man jeg, þegar jeg var þar seinna um tíma, á tíu ára aldri. Nu víkur sögunni til fólksins á Skarðstúninu, er þar var við hey- skap. Þaut hver af stað sem betur gat, til þess að reyna að komast í tæri við örninn. En sá leikur sýndist ójafn og útsjeð hver end- irinn yrði. Enda sagði móðir mín, að þegar hún leit upp frá þvott- inum við ána, og horfði á eftir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.