Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Qupperneq 1
gHStor&umblv&smð 19. tölublað. Sunnudagur 28. júní 1942. XVII. árgangur. Örn rændi tveggja dra barni Me ^ermie é/áio un úr £/óm ránpu 7 T7 stnó Pjer sögðuð einu sinni í blaði yðar að það myndi vera þjóðsaga og hugarburður fólks að ernir stælu börnum. Menn iegðu ekki trúnað á að slíkt kæmi fyrir. En þetta er ekki rjett. Kona eina, sem hefir verið sóknarbarn mitt og jeg þekki vel, varð fyrir því, er hún var tveggja ára, að örn flaug með hana áleiðis í hreið ur sitt“. Eitthvað á þessa leið komst síra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík að orði eitt sinn í vor, er hann kom inn á skrifstofu Morgunblaðs- ins. Jeg spurði hann hver sú kona væri og hvar hún væri. En hann sagði mjer að hún væri Ragn- heiður Eyjólfsdóttir og ætti heima í Suðurgötu 24 hjer í bænum. Hjer um daginn gekk jeg á fund þessarar konu, og sagði benni að jeg hefði heyrt um þanu einkennilega atburð er fyrir hana befði borið sem barn, og mun varla nokkur núlifandi manneskja bjer á landi hafa lifað slíkt. Jeg sagði henni að jeg hefði aldrei' trúað því sem í vísunni stóð í stafrófskverinu mínu: >,sterklegur fugl og stór er örn stundum hremmir hann lítil börn“ — Eins og gefur að skilja, sagði frú Ragnheiður, — man jeg ekk- ert eftir þessu sjálf. En mamma Ragnheiður Eyjólfsdóttir. mín heitin sagði mjer oft frá þessu. — Hvenær vildi þetta til — Jeg er fædd þ. 15. júlí 1877, en mun hafa verið rjett um það bil tveggja ára. Foreldrar mínir áttu heima í. Skarði á Skarðsströnd, faðir minn, Eyjólfur Eyjólfsson, v&r ráðsmað- ur hjá ekkju Kristjáns Skúlason- ar kammerráðs, lingibjörgu Eben- ezardóttur. En móðir mín, Matt- hildur Matthíasdóttir, var þar í húsmensku að kallað var, Móðir mín hafði farið niður að á til að þvo þvott. Var brekku- hall niður að ánni þar sem þvotta- staðurinn var. En slcamt fyrir of- an var hvammur og uxu blóm þar innan um hvannir. Þetta var í tún- inu á Skarði. Móðir mín skildi mig eftir í hvannstóðinu, er hún fór að fást við þvottinn, taldi mig óhultari þar, fjarri vatninu. Alt í einu heyrir hún að jeg rek upp hræðsluóp, en örn er kominn yfir mig, þar sem jeg sat við að tína blóm. Skifti það eng- um togum, að örninn hefur sig upp og flýgur með mig í klónum hátt í loft upp, en ekki heyrðist til mín nema rjett sem snöggvast. Hefir strax liðið yfir mig. í fyrstu flaug örninn afar hátt þarna yfir. Er sem hann hafi vilj- að komast sem hæst strax, til þess að hann kæmist á ákvörð* unarstað, • þó honum dapraðist flugið er frá liði. En vitanlega var ætlun hans að koma mjer upp í arnarhreiður sem var í fjallinu fyrir ofan Kross. í Krossfjalli höfðu arnarhjón átt sjer hreiður í mörg ár og alið þar upp unga sína. Gerðu ernir þessir oft óskunda meðal alifugla á Skarði man jeg, þegar jeg var þar seinna um tíma, á tíu ára aldri. Nú víkur sögunni til fólksins á Skarðstúninu, er þar var við hey- skap. Þaut hver af stað sem betur gat, til þess að reyna að komast í tæri við örninn. En sá leikur sýndist ójafn og útsjeð hver end- irinn yrði. Enda sagði móðir mín, að þegar hún leit upp frá þvott- inum við ána, og horfði á eftir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.