Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 203 Krisiján Jónsson Fjallaskáld Þórarinn Stefánsson í Húsavík hefir sent Lesbók eftirfarandi ljóð um Kristján Jónsson Fjallaskáld. Segir hann, að kvæðið muni aldrei hafa verið prentað fyr, en geymst í handriti, en höfundur þess er sr. Gunnar Gunn- arsson frá Laufási, bróðir Tryggva Gunnarssonar. í Krossdal er hann fæddur í Kelduhverfi mitt. Keldhverfinga skáldið ber nafnið fræga sitt. í þjóðarinnar hjörtu hefir ungur skráð, og hver ein tunga nefnir um gjörvalt ísaláð. f Krossdal er hann fæddur, sem kvað sín harmaljóð; sem kvað frá særðu hjarta í beiskum jötunmóð: „Lífið alt er blóðrás og logandi und, sem læknast ekki fyr en á aldurtila stund“. í Krossdal er hann fæddur, sem krossinn þunga bar, krossberandinn þjáði, sem harmasverðið skar. Krossi hreldur gekk hann um dauðans skuggadal. Dreyrgum krossi píndur hann loksins fjell í val. n. ó að eg ætti í eigu minni kröftug orð til að kveðja þig Kristján skáld, minn kæri vinur og fóstbróðir frá fyrri dögum. Mundirðu víst á mínu leiði ef lengur mjer lifað hefðir umfeðmingsgras ástar og trygðar plantað hafa hendi vinar. Indælt væri mjer aftur á móti gæti eg vinur gróa látið lítið blóm á leiði þínu, minningar blóm sem mætti lifa. Minnist eg þess að mjer þú varst einhver hinn besti æskuvinur. Mörgum eg kyntist mentabræðrum fremur en þú, mjer fæstir unnu. Saman við löngum sátum einir ellegar gengum úti báðir, þjer af munni mælska streymdi, skemtibögur og skáldaflug. Yar eg á snillinga snjöllum fundum, er fleiri sátum fóstbræður saman, er þú og Matthías mæringa val skálda öndum öttuð saman. ★ Mild var þjer jafnan mentagyðja, alt stóð þjer hennar opið ríki: Námið mikla, minnið trúa, skyn og skáldgáfa var skraut þitt vinur. Viðkvæmt í brjósti barstu hjarta, blíða og trygð þar bjuggu saman, sjálfur í heimi hjálpar þurfi vildir þú öðrum aumum hjálpa. Vinsæll þú varst af virða mengi, unnu þjer margir æðri sem lægri, skólabræður þig báru á höndum, Reykvíkingar þjer rjettu arma. Þínar afskektu æskustöðvar þinn menta þorsta ei máttu seðja, af stað þú lagðir um landið þvert, svo bergja mættir á brunni menta. * Borinn í heim á bruna hrauni við hyldýpis gjár og hrika klungur, hrjóstrugan barstu ham að utan, en brennandi eld í innra manni. Fóstraður upp í Fjallabygðum hjá Dettifossbúa og dísum hamra, ægði menskra manna sonum andinn aflrami í ungu brjósti,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.