Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Blaðsíða 4
204 IÆBBOK MORQUNBULÐ8Ð93 En þótt þú værir vinur þannig atgjörfi andans ærnu prýddur og gáfunnar mörgum gáfum sæmdur, þá elti þig norn um æfidaga. Ljóðabók þína, sá er lesa kann gæti þess gjörla að gambur vísur eru óheflað æskufóstur. — Illgresis sáðmenn þar sjái' fyrir. Nornin grimma, sem nístir hjarta, nornin illa, sem augu blindar, tröllið rama sem reyrir hendur, flagðið arma, sem fætur bindur. Síst skyldi blasa við sjónum manna ógætnis ljóð æsku þinnar, áður ort en upp rjeð birta af æðra Ijósi í unglings sálu. Vættur þessi vjelum slunginn illu heilli að þjer sótti, giftu meiddi, gleði svipti, friðinn fældi, frama hefti. Hraðfara geistist þinn hetju andi vísinda þyrstur á vegi menta. þína skapandi skáldasálu endurskóp Iðunn á árum fáum. Sök þar hafa sveitungar þínir og ógæfusamir æskuvinir, er vættina örmu vakið hafa heillum horfnir, í hjarta þínu. Sem gróðrarskúr skrælnaða jörðu skreytir og skrýðir á skammri stundu, svo frjóvgaði vorregn af vísinda himni bragnings sálu sannleiks þyrsta. ★ Sárt mjer svíður um slíkt að hugsa, þá er vegviltir veðurhanar óspilt hjörtu ungra manna ósönnu eitra orðagjálfri. Sannleikann þú að síðstu fanst, sannleiks kórónu kristinna manna. Niður af ófrjóvum eyðimörkum komst þú leið alla til Kanaans lands. Þung er ábyrgð þeirra seggja, er vöktu þjer vantrú í brjósti. Þung, já þung er þeirra sekt, er leika sjer að lífsheill manna. Á efstu stundum æfi þinnar lagðir þú hug á heilög Ijóð, er dauðastríð Krists þú kalla náðir ljóð þau er fundust að liðnum þjer. Varðistu að vísu, vissi eg það gjörla, háðir þú stríð í hjarta þínu, hopa varð á hæli, heljar vættur, er sannleiks sverði þú særðir hana. Hastarlega úr höndum þjer hrifin var vinur harpan Ijóða; sjálfur dapurt dauðastríð heyja skyldir og hverfa sjónum. En erfitt næsta ítum veitir, mitt í solli sinna líka, æsku af vegum af að komast og innra mann endurskapa. Fjelst þú að velli, Fjallahetja, sem gnæfðir hátt yfir hölda flesta. Hristu stormar hina háu eik, uns fjell til vallar í fullum blóma. • Ef heilög trú himinborin styrkt þig hefði á stigum harma mundir þú víst með manndóms krafti örlaga straum staðist hafa. Lifir þó minning látins vinar lifir þó lengst í ljóðum þínum. Einkennilegur íslands sonur, Þingeyinga þróttarboði. Þó að þú mundir mæddu brjósti svalað á lífsins lindum hafa, þá er þitt kvalið kreysta hjarta, óþreyju, eftirsjá og ástarrof. Byron þú ert ísafoldar, hamfara skáld með harmsollið brjóst, þar sem sárbeittir broddar þyrna blóðga rameflt berserks hjarta. Þá þú mundir þreyttu höfði hallað hafa að herrans brjósti, þótt hæli hefðir í heimi hvergi útlaga líkur athvarfslausum. Heill sje þjer vinur, hvíld er fengin og hjartað hrelda hætt að slá. Ungur að aldri, aldinn að reynslm hvílirðu mjúkt í móðurskauti. Hef eg nú afsökun ærna fundið gallbeiskju anda yrkju þinnar og skoðunum þeim, sem skammsýnn vinur birt hefir öllum í bók þinni. ; •■■) ' ^ i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.