Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1942, Blaðsíða 6
206 LESBÖK MOBGUNBLAÐSmS lendur borgari — af svæðum, er hefðu hernaðarlega þýðingu. — Það er herforingjanna að á- kveða hverjir slíkir staðir sjeu cg má telja alla vesturströnd Bandaríkjanna til þeirra. * etta ákvæði snertir um 300.000 einstaklinga. Af þeim er þriðjungur erlendir borgarar óvinalanda en % af- sprengi þeirra, en fæddir í Ame- ríku. Andnjósnstarfið er sam- setningarþraut, þar sem raða verður saman mörgum smábit- um, ef heildarmyndin á að fást. Eddie Good hugsaði ekki út í þetta, eitt kvöldið í febrúar, þegar hann var að fikta við stuttbylgjuviðtækið sitt heima á búi föður síns á Kyrrahafs- strönd, norðanverðri. Þá heyrði hann ákveðin punkta- og strika- . merki, en hjelt samt, að þetta væri þýðingarlaust, þó að hann heyrði, að merkin væru send með æfðri hendi. Hann tók samt blað og blýant og skrifaði staf- ina KLGYD MCLSJBX JNKS- MYCYH .... Það kom miklu meira Eddi þótti þetta skrítið og sendi kunningja sínum í hern- um stafina, sem hann hafði skrif að upp og hann ljet þá fara til undirliðsforingja, sem afhenti þá upplýsingaþjónustu hersins. Og nú gerðust fleiri tíðindi. Eitt kvöldið kom hermanna- sveit á bæ Goods og hafði með sjer vandaðan útvarpsútbúnað. Þeir piltarnir földu vagninn sinn í úthýsi og settu nú upp loftnet mörg, og fóru að hlusta. Þeir heyrðu ekkert þá nótt eða þá næstu. Það var ekki fyr en tveimur nóttum seinna, sem sendistöðin byrjaði aftur. Nokkrum mínútum seinna fór einn hermaðurinn á stað með bifreiðina og ók á burt. Hann var farinn á næstu stöð. Þeir höfðu sem sje þrjár mismunandi stöðvar til þess að hlusta frá og hver stöð gat ákveðið stefn- una, sem merkin komu úr. Og þá var ekki annar vandinn en að draga stefnulínurnar á landa brjef. — Þar sem línurnar skár- ust hlaut sendistöðin að vera. En þar með var ekki alt búið. Þegar komið var á þann stað var óbygður völlur, í brekku, skamt frá fiskiþorpii. Moldar- vegur lá meðfram vellinum og þaðan upp í heiði. Þeir piltarnir settu verði við veginn. Þriðju nóttina heyrðust merki enn á ný. Einn af varðmönnun- um gat sagt frá því, að um sama leyti sem merkin heyrðust, hafði fisksölubifreið ekið hægt upp veginn frá þorpinu upp í heiði. Á þriðju nóttu eftir þetta kom bifreiðin aftur og nú rjeðust varðmennirnir að henni og stöðvuðu hana. Fjórir menn voru í bifreiðinni, tveir framm í og tveir sátu á fiskkössunum aftur í, og virtust sofandi. Við leitina kom ekkert í ljós fyr en hermennirnir skriðu undir bif- reiðina og fundu þar rafgeyma í leynihólfi, og loks fundu þeir tækin, undir fiskkösunum. En þetta var ekki nægileg sönnun fyrir landráðum. Það varð ekki sannað, að bifreiðar- mennirnir hefðu sent óvinun- um frjettir. 1 flestum öðrum löndum hefðu þeir verið teknir af lífi þegar í stað, en nú lifa þeir góðu lífi í fangabúðum. Og þó eru rannsóknarmennirnir sannfærðir um að þessir menn sjeu í njósnarasamsæri, sem fái frjettir um skip í fiskiþorpinu og komi þeim til óvinakafbát- anna. * á japanski kafbátasægur, sem hjelt sig við vesturströnd Ameríku skömmu eftir árásinu á Pearl Harbor olli and-njósna- starfsliðinu miklum heilabrotum. Hvar fengu kafbátarnir olíu? Baja California í Mexico, 760 mílna langur tangi, fjöllóttur og strjálbygður, suður af San Diego, var líklegasti staðurinn. Þar lifa um 1000 Japanar, flestir á fisk- veiðum. 1 janúar afrjeðu tveir amerík- anskir íþróttamenn að kanna strandlengjuna og róa til fiskjar í leiðinni. Annar þeirra var ágæt- ur kafari, sem gat kafað nokkra faðma og náð skelfiski á sjávar- botni. Fyrir sunnan Ensenada, syðra þorpið, rákust þeir á fiski- mannskofa á f jörubakkanum. Fyr ir neðan hann stóð blikkgeymir, sem þeir hjeldu að væri notaður undir vatn. Enginn maður sást þarna, en urrandi hundur. Pilt- arnir fóru á burt og tjölduðu skamt undan. Nóttina fóru þeir aftur og rannsökuðu staðinn. Geymirinn var tómur, en megna olíustækju lagði upp úr honum. Og úr botninum var pípa, grafin ofan í fjörusandinn. Hún kom upp aftur í flæðarmálinu, og sá sem kafað gat, fylgdi henni út á dýpið, svo langt sem hann komst. — Þeir fóru aftur norður fyrir landamærin og gáfu skýrslu og hernaðaryfirvöldin í Mexico voru fengin til að rannsaka málið. Þarna hafði átt heima japönsk fjölskylda, sem hafði verið flutt á burt viku áður. En til hvers var olíugeymirinn og rörin? Höfðu japanskir kafbátar samband við menn í landi, um að fá hjá þeim olíu sem þeir gætu tekið um borð í kafbátinn úti á sjó, jafnóðum að henni væri helt í geymirinn í landi? Það vitnaðist einnig, að brjef- dúfur voru oft látnár fljúga suð- ur yfir Mexico. Líklegast er, að kafbátar hafi getað sent skeyti beint til manna sinna í landi, en þeir hafi fyrir varúðarsakir látið flytja svörin til trúnaðarmanna sinna í Mexico, því að þar var hægara um vik að nota leynilegar sendistöðvar. Margt skrítið hefir komið á daginn í leit lögreglunnar. 1 einu húsi fanst t. d. mikið af merkja- flöggum, eins og herflotinn í Bandaríkjunum notar. Húsbænd- urnir gáfu þá skýringu, að þau væru notuð við skátaæfingar. En þarna var ekki nema þrent í heim ili: hjón og bróðir konunnar. Þau voru á aldrinum 47—52 ára og þóttu einkennilega gamlir skátar. , Nágrannar japanskra hjóna tóku eftir því, að konan hengdi 'daglega mikið af þvotti á snúr- urnar sínar, og gerði lögreglan ]því húsleit þar. Hún fann skáp, .troðfullan af barnableijum, sum- 'Um reglulega ferhyrndum en öðr- ■jUm saumuðum saman. Húsið stóð 3á kletti við sjóinn og fram á brún jjinni var 300 feta langur vír- ^strengur. Ekkert barn var á heim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.