Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1942, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS i i 195 Magnús að hann hafi verið fullkomlega ðómbær um þetta, þar sem hann hefir sjálfur með mestu prýði snú- ið í íslensk ljóð Tilraun um mann- inn1) og Dagleg bæn eftir Pope. Panst honum svo mikið til um fejálslyndi það, sem kemur fram í síðarnefnda kvæðinu, að hann iffitur stundum syngja það í kirkj- nnni.Jeg hefði verið sæll að geta sýnt löndum mínum við heimkom- una fjölda prentaðra rita, aðallega sögulegs efnis, sem jeg átti að þakka örlæti þessa lærða og göf- uga rithöfundar; en þó að jeg væri því miður sviftur þeirri ánægju, skýri jeg samt með sjer- staklega mikilli ánægju frá þakk- arskuld minni við hann, ekki ein- nngis fyrir þessi rit, heldur einnig fyrir ýmsar aðrar bækur, sem jeg hefði ekki getað fengið annar- staðar.2) Tveggja rita, sem komið hafa úr penna etatsráðsins ber sjerstaklega að geta; nöfn þeirra hafa að vísu fallið mjer íir minni, en ef jeg man rjett, var annað á dönsku, en hitt á íslensku, og hæði greindu frá markverðustu viðburðum í sögu lands:ns á síðari f'mum. Þegar höfundurinn þýddi sjálfur fyrir mjer kafla úr þeim, var mjer, Englendingnum, sjer- staklega lcærkomið að finna, hve innilega og ástúðlega hann ber vitni göfugmensku og örlæti Sir Josephs Banks og leggur ríkt á við landa sína þakklætisskuld þeirra við hann fyrir þá dæma- fáu hjálpsemi, sem hann hefir auðsýnt þeim íslendingum, er teknir voru höndum í dönskum skipum í upphafi þessarar styrj- aldar; kostaði hann jafnan hins mesta kapps um að fá þá látna lausa og bætti úr fjeleysi þeirra J) Hjer skjátlast Hooker, því að sjera Jón á Bægisá þýddi Tilraun manninn, eins og Paradísar- missi, nema um aðra þýðingu sje aÖ ræða, sem M. St. hefir ekki hirt. 2) Þetta lýtur að því, að skip það (Margaret and Anne), sem Hooker fór með, brann við Reykja hos, svo sem segir í Jörundarsögu, °g misti Hooker þar allan farang- nr siun, nema örfáa hluti. af takmarkalausu örlæti.1) Jeg verð samt að segja það, íslend- ingum til maklegs lofs, að þeim er engin þörf á frjettablöðum til þess að brýna fyrir þeim þakk- látssemi fyrir velgerðir þær, er þeir hafa þegið úr höndum þessa ágætismanns, því að ákafar eftir- grenslanir, hvar sem jeg kom, um líðan hans, bæði frá gömlum mönn um, sem mundu hann ennþí sjálfir, og ungum mönnum, sem þektu hann af sögusögn feðra sinna og afa, voru full sönnum um virðingu þá og lotningu, sem þeir báru fyrir honum. Það bar því ekki sjaldan við, þegar jeg var á ferð um hrjóstur íslands, að mjer hitnaði um hjartarætur og jeg fann til sjálfsþótta, sem mjer hefði þótt skömm að því að kannast ekki við, af því að mega kalla slíkan mann vin minn og velgjörðamann. Stuttrar ritgerðar eftir etatsráð- ið um ætisveppa hefir áður verið J) Hooker á hjer við Eftirmæli 18. aldar, sem einnig komu út ? danskri þýðingu. Stephensen. getið.1) Hann gaf s;g líka tals- vert að hljómlist, og ekki hann einn, heldur einnig öll f jölskyldan að Innrahólmi, og stórt danskt orgel stóð við annan vegginn í herberginu. Þegar jeg ljet í ljós ósk um að heyra íslenskan söng, kom öll fjölskyldan inn í skrif- stofuna og söng nokkra sálml með undirleik hans. Því næst var mjer skemt með nokkrum dönsk- um og íslenskum söngvum, er dótt- ir etatsráðsins söng ,og Ijek undir á langspil. Þetta hljóðfæri er sem óðast að leggjast *niður og er nú orðið afarfágætt, og mjög fáir íslendingar, nema etatsráðið og fjölskylda hans, geta leikið á það af nokkurri kunnáttu. Þetta er mjór trjekassi, um 3 fet á lengd, bre'ðari í annan endann og boga- dreginn, og þar eru hljómgötin. Þrír koparstrengir, og stundum fimm, eru eftir endilöngu hljóð- færinu og strengdir eða slakað á þeim með litlum trjetöppum, eins og á fiðlu hjá oss. Venjulega er J) Hjer mu, nátt við rit M. St. um söl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.