Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1942, Blaðsíða 4
196 LE3BÓK MORGUNBLAÐSINS það strokið með hrosshársboga, og liggur hljóðfærið þá á borði, en dóttir etatsráðsins beitti oft fingr- nnum, eins og þegar leikið er á gítar, og studdi. þá á strengina með þumalfingrinum einum og færði hann fram og aftur til þess að ná ólíkum tónum úr hljóð- færinu.-----------Yon Troil getur um annað hljóðfæri, sem kallað er fiðla, með tveim hrosshárs- strengjum, og er leikið á það á svipaðan hátt með boga. Þetta hljóðfæri heppnaðist mjer aldrei að sjá, og ekki heldur simfón, sem sami höfundur nefnir, og hef jeg fulla ástæðu til þess að ætla, að hvorugt þeirra sje lengur til. Sennilega hefir vaxandi örbirgð varnað íslendingum að njóta þess litla unaðar, sem þeir höfðu áður af þessum og öðrum tækjum til saklausrar skemtunar og bækur herma, að hafi verið algeng á meðal þeirra. Um nónbilið settumst við að ágætum málsverði af steiktu kjöti, sem snætt var með þurkuðum kirsiberjum og túnsúrujafningi og bætt með lummum, góðu norsku kexi, rommi og rauðvíni. Á heimili etatsráðsins var einnig farið ná- kvæmlega að þeim sií, að hús- móðirin og dæturnar þjónuðu til borðs, og þó að það væri mjer, alókunnugum manni, næsta ógeð- felt, varð jeg að sætta mig við, að mjer væri þjónað við máltíðir af göfugustu konu á landinu og fríðri dóttur hennar, og intu þær þetta af höndum eins og ekkert væri um að vera. Það bar engan árangur, að jeg hafði á móti þessari leif frá ósiðuðum öldum og bað um, a?f vikið væri frá þessu meðan jeg stæði við; þá bón mátti ekki veita, það hefði verið talið bera vitni um skort á virðingu við gestinn af hálfu húsbóndans. Mjög var ánægjulegt að veita því eftirtekt, hve ástúð- lega nærgætni unga fólkið auð- sýndi öldruðum foreldrum frú Stephensens. Faðir hennar, upp- gjafasýslumaður, var enn mjög ern, þótt áttræður væri. Ellin hafði svift móður hennar sjóninni, en þó að hún færi á mis við þá blessun, fjell henni önnur ena meiri í skaut, öll sú hlýja, sem skylda og ást gat blásið börnum hennar í brjóst; þau vörðu miklu af tíma sínum til þess að vera hjá henni í herbergi hennar og ljetta henni með samræðum þennan kross hennar og ellihrumleik.1) Eftir miðdegisverð skoðaði jeg garða etatsráðsins, sem eru girtir háum torfgarði og hafa þann veg nokkurt skjól gegn óblíðu veður- lagsins; það virðist þó koma að litlu haldi, því að þótt afarmikil alúð hafi verið lögð við það í garðinum næst húsinu, að rækta salat, næpur og jarðepli, var mesti kýtingur í öllu þessu og ekkert náði fullum þroska. Annar garður var nálega gagnvart húsinu og einnig ræktaðar matjurtir í hon- um, en leit ekkert betur út. Völlurinn beint fyrir framan bæinn og næst honum var tals- vert grösugur, en með mörgum smáhólum, og grjót innan um, og þannig var besta graslendið hjer um bil alstaðar á íslandi. Mynd- ast þetta að líkindum þegar stór- gripir feta sig áfram milli steina, sem ekki nema þunt moldarlag liggur ofan á.2) / Þaðan og niður að sjó og Ianga leið fram með ströndinni voru rennisljettar grundir og á öðrum enda þeirra hafði verið reist vatnsmylla með lárjettu hjóli við læk nokkurn, og var þar malað korn til heimilisins. Ef mjer skjátlast ekki, mun þetta vera e:na myllan á landinu. Nokkrir skurðir, sem etatsráðið hafði lát- ið grafa þar rjett hjá, höfðu stór- lega bætt jarðveginn og juku um leið vatnsrenslið að myllunni. Ef þessari einföldu aðferð væri beitt víðar í íslenskum mýrum, sem margar eru ágætlega fallnar til framræslu, er enginn vafi á því, að landið mundi verða miklum mun betra yfirferðar, og sá aukni heyfengur, sem fást mundi við þessar umbætur, mundi verða J) Foreldrar Uuðrúnar, konu M. St., voru Vigfús Scheving, sýslum. í Skagafirði, f. 1735, og Anna Stefánsdóttir, f. 1729, föðursystir M. St. 2) Iljer mun átt við þýfið í túninu, og mun mörgum þykja þessi skýring ærið nýlitárleg. fátækum landslýð að ómetanlegn gagni. Bær etatsráðsins var nýlega reistur og, eins og jeg hef áðui* getið um, einn hinna bestu, ef ekki sá besti, á öllu landinu. Þó eru veggir og þök úr torfi ein- göngu, en það er svo vel skorið og svo haganlega lagt, að yfir- borðið er fullkomlega jafnt og sljett. Hurðir eru prýddar trje- skurði og grænmálaðar. Gluggar eru í tveim röðum, vel gerðir með glerrúðum og eru á veggjum, en ekki í þaki, eins og á flestun öðrum íslenskum húsúm. Mörg útihús eru fyrir skepnur, matvæli, verkfæri og áhöld, til fiskþurk- unar o. s. frv.; þau standa nokk^ið frá bæjarhúsunum, en gerð af sama hagleik og öll úr torfi, nema fiskhjallurinn, sem er úr timbri og þannig gerður, að vindur get- ur blásið í gegn, en skjól fyriv regni. Skamt frá er kirkjan, lítil og þokkaleg, en þó gömul, og spölkorn þaðan rís brött og hömrótt hlíðin á Akrafjalli o^: stingur einkennilega í stúf við grænar grundirnar við Innra- hólm. Móðurbróðirinn: Hvernig fjell þjer í miðdegisveislunni í gær? Stúdentinn: Það hefði alt verið ágætt, ef maturinn hefði verið jafn vel gerður og húsbóndinn, vindlarnir eins gildir og húsfreyj- an og vínin eins gömul og dótt- irin. ★ Maður nokkur var sakaður um að hafa stolið við af reka. Að lok- inni yfirheyrslu, ljet sýslumaður- inn hann fara, en bað manninn um að spila framvegis upp á sínar eigin spýtur en ekki annara. ★ Árið 1905 átti maður nokkur, sem kalla má J. N., heima hjer í Reykjavík, en fluttist um haust- ið norður í Eyjafjörð. Næsta vor sendi hann nokkra menn suður til að sækja hrörlegt þilskip, sem hann átti þar. Þegar G. frjetti erindi mannanna, sagði hann: „Ætla þeir að fara sveitir eða fjöll norður, sjóveg komast þeir ekki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.