Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1942, Blaðsíða 1
bék 20. tölublað. $Hlor8mmbl&jbmm$ Sunnudagur 5. júlí 1942. XVII. árgangur. i..... » ¦» %> Þegar Albert Engström kom til Akureyrar Isólarupprás — og það er árla, ljettum við og lögðum írá landi í ljómandi veðri. Sól- in vermdi eins þægilega og sum- armorgunsólin ein getur gert — og þá er ekki lítið sagt. Þetta var í einu orði gerólíkt innsigl- ingunni. I sólarmóðunni stóðu f jöllin eins og f jólubláir draum- ar — jeg á sannarlega ekki betra orð um það. Og tindarnir ljómuðu skærir og hvítir og leiftrandi af snjó, svo að við urðum að drepa titlinga kank- víslega framan í þá. En neðst niðri glitraði grænkan eins og silki og flos. Við blágrýtishamr- ana bar mökk af kríum og máf- um. Við sáum líka svanahóp, ef til vill hundrað saman. Þegar við komum inn í Eyja- fjörð, varð enn fegurra. Þar er aðdjúpt við vesturströndina og við fórum nálægt henni. Fyrir mynni Ólafsfjarðar fórum við fram hjá litlum hval og höfr- ungavöðu. Þegar við sigldum fram hjá Hrísey var hafið eins og sjóðandi af lífi. Höfrungar og alls konar fuglar, óteljandi æður og skarfar. Og uppi í landi sjáum við í sjónauka hesta og f je bíta smaragða. Það gæti jeg trúað að væri kjarngott. Wullf varð að kvikmynda þetta. Og lækir leiftruðu i sólskininu og rósaský sváfu á fjallatind- unum. Það var unaðslegt ferða- lag. Sœnska gamanblaðið Strix þótti um langt skeið bera af ölldra samskonar blöðum á Norðurlöndum og þótt víð- ar vœri leitað. Vinsældir sínar átti blaðið langmest að þakka skopteikningum og greinum ritstjórans, Alberts Engströms. Engström var afburðasnjall maður og í svo miklum metum, að hann var kjörinn fjelagi í sænska akademíinu, en það er vegsauki, sem fáum hlotnast. Engström ferðaðist hjer á landi sumarið 1911 og reit ferðabók, Át Hácklefjall, sem hlaut strax miklar vinsæld- ir og hefir verið gefin út oftar en einu sinni. — Hjer fer á eftir kafli úr bókinni, og hefst frásagan á því, þegar þeir fjelagar fara frá Siglufirði, og var ferðinni heitið til Akureyrar. Þetta er sagna — og sögu- bygð, sem við förum hjá. Rjett þar sem Eyjafjörður mjókkar fyrir sunnan Hrísey er bærinn Kálfskinn spottakorn uppi í landi. Þar bjó norski smákon- ungurinn Hrærekur, eini kon- ungurinn, sem greftraður er á Islandi. Hann var einn magnað- asti fjandmaður Ólafs helga. Sá heilagi konungur ljet blinda hann og senda hann út hingað. Haugur hans stendur utan við túnið. • Eftir hjer um bil 6 sænskra mílna ferð með 9 hnúta hraða komum við að Hjalteyri, lítilli veiðistöð með fáum húsum. Þá geta sjófróðir eða greindir les- endur reiknað, hve lengi við vor- um á leiðinni. Á bryggjunni stóð fylgdar- maður okkar, Stephan Jonatans- son, eins og hann skrifaði sjálf- ur nafnið sitt á dönsku fyrir okkur, ungur maður, sem hafði lokið prófi við gagnfræðaskólann á Akureyri og var því sjerstaklega fær um að veita okkur þá vitneskju, sem við kynnum að þurfa. Með honum var faðir hans. fyrv. al- þingismaður, og margir hestar. Jeg hef i gleymt að geta þess, að í förinni var ungur Stokkhólms- búi, Svensson að nafni. (Við kölluðum hann gervi-Svens- son). — Hann ætlaði að fara með okkur til Akureyrar og verða alþingismanninum sam- ferða aftur til Hjalteyrar sama dag. Föt okkar og annan farangur átti að senda sjóleiðis til Akur- eyrar við tækifæri og vera þang-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.